Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Page 70

Bókasafnið - 01.04.1995, Page 70
Anna Torfadóttir bókasafnsfræðingur, Borgarbókasafni Reykjavíkur Upplýsingalœrfi fyrir stjórnendur Hlutverk þeirra og möguleikar YFIRLIT Greinin byggist á ritgerð minni, Management Information and Decision Support Systems. Their Role and Potential for Decision Making on All Levels of Management við Háskólann í Wales. Eins og titill ber með sér, er fjallað um hlutverk og möguleika upplýsingakerfa fyrir notendur á öllum stjórnunar- þrepum. Þetta efni varð fyrir valinu, því það tengdi vel saman námið í stjórn- un og upplýsingafræði, sem er á verksviði okkar flestra, lesenda þessa blaðs. Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta. í fyrri hluta er fjallað um ákvarðan- ir, upplýsingar og upplýsingakerfi fyrir stjórnendur og er byggt á heimild- um á ensku. í seinni hluta eru tvær vettvangskannanir, önnur gerð í Búnað- arbanka íslands en hin í Landsbókasafni íslands og Háskólabókasafni. Efni greinarinnar er að langmestu leyti úr fyrri hluta ritgerðar, en örlítið er fjallað um hvernig staðið var að vettvangskönnunum. Ekki er farið út í tæknileg atriði. 1. Inngangur í upphafi snérist tölvuvæðing bókasafna einkum um skráningu. Þá var gjarnan talið, að þættir tengdir stjórnun og rekstri bókasafna, t.d. bókhaldi, aðföngum og útlánum, væru svo flóknir og sérstakir, að lítið væri hægt að læra af öðrum. Samþætt tölvukerfi fyrir bókasöfn (integrated library sy- stems) eru afar margbrotin, og með tölvuvæðingu hefur í bókasöfnum, eins og víða annars staðar nánast orðið bylting. Vinna við skráningu, upplýsingaleit, útlán, millisafnalán o.s.frv. hefur gjörbreyst, en aftur á móti hefur ágóðinn verið minni hvað varðar stjórnun bókasafna. Illa hefur gengið að fá upplýsingar úr kerfunum, sem nýta mætti á þægilegan hátt við stjórnun. Það er óneitanlega dálítið hlálegt, að bókasöfn, sem afla upplýsinga fyrir notendur sína um allt milli himins og jarðar, skuli ekki hafa lagt áherslu á tölvuvædd upplýsinga- kerfi fyrir eigin starfsemi. Þau hefðu í raun átt að vera í farar- broddi, en hér ræður trúlega miklu að bókasöfn þurfa sjaldan að óttast samkeppni. Þau sækjast því ekki eins eftir upplýs- ingum um ástand eigin mála og aðrir. Bókasöfn eiga margt sameiginlegt með ýmsum aðilum, sem við fyrstu sýn virðast ólíkir og má því margt af þeim læra. Fátt virðist t.d. sameiginlegt með bönkum og bókasöfn- um; peninga- og menningarstofnunum en þegar grannt er skoðað, koma í ljós þættir, sem eru líkir. Fyrir utan það, sem allar stofnanir/fyrirtæki eiga sameiginlegt eins og bókhald og starfsmannahald, eiga bankar og bókasöfn það sameiginlegt, að gífurlegur fjöldi færslna setur svip á starfsemina. í bóka- söfnum eru þessar færslur útlán og móttaka safnefnis, en í bönkum útlán og innlán peninga. Þá eru bankar eins og bókasöfn oft með mörg útibú, sem hvert fyrir sig er með svipaða starfsemi. Tölvuvædd bankakerfi eru því eins og bókasafnskerfi í grunninn færslukerfi (transactions systems) og er því fróðlegt að bera saman þessar stofnanir með vett- vangskönnunum. 1.1 Mikilvœg hugtök Upplýsingar. Bæði á íslensku og ensku er merking þessa hugtaks dálítið á reiki og er gögnum og upplýsingum gjarnan blandað saman. I greininni eru orðið upplýsingar notað um það, sem auðveldar stjórnanda að taka ákvarðanir. Kerfi. Orðið hefur á íslensku oft fremur neikvæðan hljóm og er notað til að lýsa einhverju lokuðu eða stirðbusalegu sbr. „kerfiskarl“. A ensku virðist orðið (system) síður hafa þennan neikvæða hljóm. Samkvæmt kerfisviðhorfi (systems app- roach) er allt í heimi hér hluti af einhverju kerfi, sbr. stjörnu- kerfi, fjölskyldukerfi, stjórnkerfi og tölvukerfi. Kerfi er heild, sem hefur ákveðinn tilgang eða markmið. Kerfi er opið, þótt það hafi sín ákveðnu mörk. Það tengist umhverfinu; - getur raunar ekki þrifist án þess. Kerfisviðhorf er góð leið til að fá heildarmynd, en fjallað verður um það síðar í greininni. Upplýsingakerfi fyrir stjórnendur er hér notað sem sam- heiti fyrir management information system og decision support system sbr. titil greinar og ritgerðar. Merking þessara ensku hugtaka og margra fleiri eins og strategic management information system, executive (support) system, project sy- stem og expert system er æði misjöfn hjá þeim, sem fjalla um efnið og eyða þeir oft miklu „púðri“ í nákvæmar skilgrein- ingar. Stundum er átt við kerfi, sem eru hluti af eða viðbót við önnur (Robson, 1994, s. 69-75). 2. Akvarðanir Upplýsingakerfi fyrir stjórnendur eiga að gera vinnu þeirra auðveldari og markvissari alveg eins og önnur kerfi, sem hönnuð eru fyrir vinnandi fólk. Samkvæmt stjórnunarfræð- um vinna stjórnendur við að taka ákvarðanir. Þegar fjallað er um kerfi fyrir stjórnendur, verður að grandskoða í hverju vinna þeirra (við að taka ákvarðanir) felst og skilgreina hana nákvæmlega. Hvaða ákvarðanir taka þeir? Hvernig taka þeir ákvarðanir? Þetta er hliðstætt því, að þegar hannað er teikni- kerfi fyrir arkitekt, þarf að skoða vinnu arkitektsins í smáat- riðum. Til að geta unnið sín störf, verða stjórnendur, að hafa upplýsingar tiltækar. Hér á eftir verður fjallað um það, sem er grundvöllur upp- lýsingakerfa fyrir stjórnendur, ákvarðanir annars vegar og í 3. undirkafla um upplýsingar hins vegar. Til að skilja hlut- verk upplýsingakerfa, möguleika þeirra og takmarkanir verð- ur að skilgreina þetta tvennt í upphafi. 2.1 Akvarðanir. Flokkun Flokka má ákvarðanir á ýmsa vegu. Hægt er t.d. að flokka þær eftir starfsþáttum eða eftir stjórnunarþrepum. Flokkun Herberts A. Simon, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, er í fullu gildi og er sífellt vitnað í hana. Hún hentar vel við hönnun tölvukerfa, sem eiga að auðvelda stjórnendum að taka ákvarð- anir. I bók sinni The New Science of Management Decisions, sem 70 Bókasafnið 19. árg. 1995

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.