Bókasafnið - 01.04.1995, Side 75
Jónína Hafsteinsdóttir safnvörður á Örnefnastofnun Þjóðminjasafns
Kort í söfnum
Inngangur
Grein þessi var upphaflega skrifuð á námskeiði um sér-
fræðisöfn í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands
haustið 1993. Kennari var Kristín Geirsdóttir.
Þeir þættir, sem voru teknir til athugunar í ritgerðinni,
voru í fyrsta lagi skipulag kortasafns, þ. e. hvað helst þarf að
hafa í huga við stofnun og uppsetningu slíks safns; í öðru lagi
geymsla, varðveisla og meðferð korta í söfnum og loks í þriðja
lagi rætt nokkuð um skráningu korta. Sagt er lítillega frá
þremur erlendum kortasöfnum eða -deildum og loks farið í
heimsókn í tvær íslenskar stofnanir, sem eiga og nota mikið af
kortum.
Þegar heimildaleit hófst kom fljótt í ljós að mikið hefur
verið ritað um þetta efni undanfarin ár og áratugi. Bækur
hafa verið skrifaðar, tímaritshefti eru helguð kortum og korta-
vörslu og ráðstefnur hafa verið haldnar um efnið. Sá hængur
var þó á að mjög margt af álitlegu og nýlegu efni, sem fannst
við leit, reyndist vera í ritum sem ekki voru til t' bókasöfnum
hér á landi, og ber ritgerðin að sjálfsögðu nokkur merki þess.
Bót er þó í máli að drjúgur hluti þess efnis, sem hér um ræð-
ir, þ. e. varðveisla og geymsla korta og skipulag safns, er þess
eðlis að greinar um það geta verið í fullu gildi þótt komnar
séu nokkuð til ára sinna.
Kortasöfn; gerðir korta
Kort af ýmsum gerðum eru vfða til í bókasöfnum, bæði
almennings-, háskóla- og þjóðbókasöfnum, og sums staðar
eru reknar sérstakar kortadeildir sem eru þá eins konar „safn
í safninu“, með sérstakt húsrými og starfsfólk. Þá eru mjög
víða kortasöfn í fræða- og vísindastofnunum ef starfsemi
þeirra er af því tagi að korta sé þörf. Þar ber trúlega hæst
stofnanir sem fást við hinar ýmsu greinar náttúruvísinda, s. s.
jarðfræði, grasafræði og veðurfræði, svo og að sjálfsögðu
landafræði og síðast en ekki síst land- og sjómælingar. Margt
af öðru tagi er kortlagt, og má nefna búsetu manna í þéttbýli
og dreifbýli og skiptingu fólks í hópa eftir tungumálum, trú-
arbrögðum og kynþáttum. Þá eru gerð staðfræðikort, þ. e.
kort með örnefnum hvers konar til upplýsingar fyrir þá sem
þurfa og vilja kynna sér slíkt. Vega- og ferðakort eru algeng
og ómissandi hjálpargögn öllum sem kynnast vilja umheim-
inum af eigin sjón og raun.
Kort hafa mikla sérstöðu meðal safnefnis vegna forms og
oft vegna stærðar. Má nefna upphleypt kort og hnattlíkön
sem dæmi um gripi með miklar „sérþarfir“ um geymslu og
rými. Kort krefjast sérstaks búnaðar, hirslur verða að vera sér-
hannaðar, og oft er erfitt í þröngum húsakynnum að koma
kortum fyrir svo vel fari. Bæði þarf að hugsa fyrir varðveislu
þeirra og aðgengi fyrir notendur.
Þeir, sem annast kort í söfnum, þurfa að búa yfir ýmiss
konar sérþekkingu, bæði fræðilegri og tæknilegri, en oft er
þar misbrestur á. Þess verður víða vart í skrifum um þessi efni
að sérmenntun „kortavarða“ (þetta orð er notað hér í sömu
merkingu og e. map librarian eða map curator) hefur ekki
verið sinnt í bókavarðaskólum. Menn verða að notast við
heilbrigða skynsemi og þá tæknikunnáttu sem þeir hafa og
þreifa sig áfram (Kidd, 1980 ; Garnes, 1990). Oft er getið
um námskeið sem haldin eru fyrir kortaverði, sum stutt, önn-
ur lengri, og mörgum, sem um þessi mál hafa fjallað, er Ijós
þörf fyrir fræðslu um efnið meðal starfsfólks í söfnum.
Skipulagning kortasafhs
Sem fyrr segir er kortasafn afar rúmfrekt, og sérstakar
hirslur þarf undir kort. Búnaður kortasafns er því talsvert frá-
brugðinn því sem gerist í venjulegu bókasafni, og þarf að
skipuleggja með tilliti til þess. Það, sem hér er sagt, er byggt á
grein í Special libraries, 4. hefti 63. árgangs, sem út kom í apr-
íl 1972. Höfundur hennar er Stanley D. Stevens, kortavörð-
ur í háskólanum í Santa Crus í Kaliforníu. Stevens leggur á-
herslu á að stofnun safns sé vel undirbúin og áætlun vand-
lega unnin. Hafa þarf í huga ótal atriði sem skipta máli við
rekstur safnsins. Hið sama á við ef eldra safn er endurskipu-
lagt. Áætlun þarf að liggja fyrir þegar hönnuður (arkitekt) er
fenginn til að hanna húsnæðið og þegar yfirstjórn safns
(stofnunar) er gerð grein fyrir áformum, og geta bókaverðir
vænst meiri árangurs ef áætlun er vönduð. Sá, sem áætlun
gerir, þarf að kynna sér allt tiltækt efni um kortasöfn og
heimsækja sem flest og skoða ýmsar gerðir búnaðar. Að lok-
um ráðleggur Stevens skipuleggjanda að ráðgast við krist-
alskúlu sína, sem hlýtur að vísa til þess að menn reyni að sjá
fram í tímann.
Gera þarf grein fyrir sögu og hlutverki kortasafnsins og
tengslum þess við „móðurstofnun“. Er gert ráð fyrir að safn-
ið vaxi frá henni eða sameinist e. t. v. öðrum einingum? Þá
þarf að huga að því hverjir muni einkum nota safnið, hvert sé
helsta áhugasvið þeirra og hvaða þjónustu safnið á að veita. Sé
um að ræða safn við menntastofnun skiptir máli hvert skóla-
stigið er og hvaða kort þarf að eiga. Sé hins vegar um almenn-
ingssafn að ræða þarf að gera sér grein fyrir hve stór hluti
gesta er af æðri skólastigum, og hvort aðrir hópar með sér-
stök áhugasvið muni nota safnið.
Menn þurfa að reyna að átta sig á því hvort safn muni
þenjast út er tímar líða og þörf verði fyrir aukinn vinnukraft,
hvort safnið muni verða áfram á sama stað og hvort breyting
verði á ímynd og áherslum þess. Þá skiptir og máli hvað ann-
að stendur til boða í stofnuninni, í héraðinu eða hægt er að
útvega með millisafnaláni. Hversu langt er í næsta safn? Er
ætlunin að vera með besta kortasafn á stóru svæði?
Safnkostur: Gera þarf áætlun um safnkost - það, sem fyrir
er, ef um endurskipulag eldra safns er að ræða — áætluð
aðföng á ári og fyrirferð efnis. Auk kortablaða eru í safn-
kosti kortasafns gjarnan atlasar, oft í mjög stóru broti,
hnattlíkön af ýmsum stærðum, uppsláttarrit og tímarit. Þá
eru í kortasafni oft loftmyndir og skyggnur. Hirslur og
geymslur þarf að hanna með tilliti til fagætis og annars
sem þarfsérstaka meðferð. Skýrt þarfað koma fram hvort
safn er ætlað til kennslu.
Húsnæði: Tryggja þarf hæfilegt húsrými og vinnuaðstöðu
fyrir starfsmenn og gesti, geymslur, hirslur og nauðsynleg
áhöld. Kortaherbergi ætti að vera aðskilið frá öðrum hlut-
um bókasafns og mætti gjarnan hafa styttri opnunartíma.
Hillur undir atlasa, blöð og tímarit geta verið þannig stað-
Bókasafiiið 19. árg. 1995 75