Bókasafnið - 01.04.1995, Qupperneq 83
þjónustu eða vissu ekki hvort af því yrði innan 5 ára frá
könnunartíma.
Fram kom að 60 þessara aðila áttu safnkost. Tilgátan var
sú að þar sem safnkostur væri til væru meiri líkur á að tekin
yrði upp bóksafns- og upplýsingaþjónusta. f svörum þeirra
sem taka þátt í könnuninni en reka ekki bókasafn á könnun-
artíma kemur fram að ekki er samband milli þess að aðili eigi
safnkost og að til standi að hefja starfrækslu bókasafns.
Þannig eiga ekki allir þeir sem hyggjast hefja rekstur bóka-
safns innan 5 ára safnkost og dæmi eru um að þeir sem eiga
safnkost noti bókasafnsþjónustu annars aðila.
Eftirspurn eftir mannafla í framtíðinni
1 líkani Moore's er unnið með eftirspurn eftir mannafla,
en ekki þörf. Mikil þörf getur verið á starfsfólki með tiltekna
menntun og/eða starfsreynslu án þess að fjárveitingar leyfi
ráðningu. Þar er eftirspurn eftir slíku starfsfólki engin enda
þótt þörfin sé mikil og brýn (Moore 1986).
Við gerð á áætlun um eftirspurn eftir mannafla fram í tím-
ann er í líkani Moore's notast við upplýsingar frá bókasöfn-
um um væntanlega eftirspurn og jafnframt reiknað með því
að þróunin muni í náinni framtíð verða sú sama og áður.
Fullvíst er að í framtíðinni mun þróun á mannafla bókasafna,
hér á landi, ekki verða sú sama og verið hefur, því til skamms
tíma var skortur á bókasafnsfræðingum en það mun ekki
verða í framtíðinni. Bókasafnsfræðingar munu smám saman
verða ráðnir í stöður sem kalla á fólk með slíka menntun, sem
var ófáanlegt áður. Meðan það er að gerast mun tímabundið
verða meiri eftirspurn eftir bókasafnsfræðingum en nýjar
stöður og afföll starfsmanna gefa tilefni til að áætla og jafn-
framt minni eftirspurn eftir starfsfólki með annars konar
menntun en verið hefur. Þetta verður að hafa í huga þegar
niðurstöður útreikninga á áætlaðri eftirspurn eftir mannafla
bókasafna eru skoðaðar. Auk þess þarf að leggja fleiri en eina
mannaflakönnun til grundvallar við gerð áætlunar um eftir-
spurn eftir mannafla í framtíðinni. Nú eru að verða þáttaskil
í mannaflaþróun á bókasöfnum á Islandi þar sem framboð
bókasafnsfræðinga mun fullnægja eftirspurn. Enda þótt líkan
Moore's henti ekki fullkomlega í þessari fyrstu áætlun á eftir-
spurn eftir mannafla í bókasöfnum tel ég rétt að nota það nú
því það mun að mínum dórni henta vel í framtíðinni við gerð
áætlana um eftirspurn eftir mannafla á bókasöfn.
Taka verður enn og aftur skýrt fram að svörun við könn-
uninni var ekki nægileg og sumir starfshópar einstaka bóka-
safnategunda voru of fámennir til þess að hægt sé að telja nið-
urstöður marktækar fyrir efdrspurn eftir starfsfólki. Þó verð-
ur ekki litið fram hjá því að þær gefa vísbendingu um þá þró-
un að hlutfall bókasafnsfræðinga meðal starfsfólks bókasafna
hækki stöðugt en hlutfall annarra faglærðra og ófaglærðra
lækki að sama skapi. Niðurstöður benda til þess að markaður-
inn fyrir bókasafnsfræðinga sé að mettast, og að undanfarin
ár hafi bókasafnsfræðingar í einhverjum mæli ráðist í stöður
sem aðrir faglærðir og jafnvel ófaglærðir gegndu áður. Að
vissu marki er þetta eðlileg þróun miðað við þær sögulegu
forsendur að til skamms tíma var skortur á bókasafnsfræð-
ingum og í stöður ætlaðar þeim var ráðið fólk með annars
konar menntun eða jafnvel ómenntað vegna þess að bóka-
safnsfræðingar fengust ekki.
Ef offramboð verður á bókasafnsfræðingum getur þessi
þróun, að vísu, haldið áfram umfrarn raunverulega þörf á
bókasafnsfræðingum, þannig að þeir verði ráðnir í störf sem
eðlilegt er að aðrir faglærðir eða jafnvel ófaglærðir vinni. Þetta
getur þó ekki haldið áfram endalaust.
Þeir bókasafnsfræðingar sem sækja í störf á bókasöfnum
eru bæði nýútskrifaðir og koma frá öðrum bókasöfnum og
öðrum vinnustöðum en bókasöfnum.
Mikil uppbygging mannafla virðist hafa átt sér stað árið
eftir könnunarár, því það ár bættust helmingi fleiri störf við
en árið áður og einnig fleiri en áætlun fyrir næstu ár á eftir
segir til um. Aðeins 14% af nýjum stöðum var ætlað öðrum
faglærðum og eru þær stöður flestar á grunnskólasöfnum, ætl-
aðar fólki með próf frá Kennaraskóla Islands. Megnið af nýj-
um stöðum eða 62% var ætlað bókasafnsfræðingum.
Það styður þá kenningu að verið sé að ráða bókasafnsfræð-
inga í störf sem ekki tókst að manna áður með bókasafns-
fræðingum vegna skorts á þeim. Það gæti tekið mörg ár enn-
þá, en jafnframt hafa væntanlega nú þegar verið ráðnir bóka-
safnsfræðingar í störf sem áður voru ekki ætluð bókasafns-
fræðingi með því að fá starfið endurskilgreint sem starf bóka-
safnsfræðings. Um skeið verða því samtímis aðrir faglærðir
og ófaglærðir í störfum ætluðum bókasafnsfræðingum og
bókasafnsfræðingar í störfum sem e.t.v. væri eðlilegt að aðrir
faglærðir eða ófaglærðir gegndu.
Lítil hreyfing er á fólki á milli starfa. Starfsskiptahlutfall
ófaglærðra og faglærðra annarra en bókasafnsfræðinga er þó
innan æskilegra marka en undir þeim hjá bókasafnsfræðing-
um.
Niðurstöður sýna því kyrrstöðu bókasafnsfræðinga á
vinnumarkaði bókasafna, þ.e.a.s. lítið er um að bókasafns-
fræðingar sem starfa á bókasöfnum hætti og ráði sig á annað
bókasafn. Ófaglærðir leita í báðar áttir, frá bókasöfnum og til
þeirra. E.t.v. er eðlilegt að bókasafnsfræðingar skipti sjaldnar
um starf en aðrir faglærðir eða ófaglærðir, því á bókasöfnum
eru þeir að vinna störf sem þeir hafa sérstaklega menntað sig
til.
Niðurstöður benda til að á könnunartíma hafi verið jafn-
vægi á milli framboðs og eftirspurnar bókasafnsfræðinga en
offramboð á öðrum faglærðum og ófaglærðum. Strax árið eft-
ir könnunarárið benda niðurstöður til þess að offramboð ætti
að vera orðið á bókasafnsfræðingum sem nemur 2,5 störfum
en eftirspurn eftir öðrum faglærðum sem nemur 6.7 störfum
og ófaglærðum sem nemur 8.9 störfum. I lok ársins 1994 ætti
offramboð á bókasafnsfræðingum að vera orðið sem nemur
45 störfum, en eftirspurn eftir öðrum faglærðum sem nemur
20.5 störfum og ófaglærðum sem nemur 24 störfum. Nú um
áramótin 1994-1995 er það ekki reyndin að tugir bókasafns-
fræðinga gangi atvinnulausir. A því er fleiri en ein skýring,
hluti þeirra hefur væntanlega verið ráðin í störf sem annars
konar starfsfólk gegndi áður, hluti hefur verið ráðin til starfa á
öðrum vettvangi en á bókasöfnum, e.t.v. hefur störfum bóka-
safnsfræðinga á bókasöfnum fjölgað meir en gert var ráð fyrir
í áætluninni því Þjóðarbókhlaða var t.d. formlega opnuð 1.
desember 1994 og fleiri ástæður gætu komið til.
2. Menntun
Starfsfólk bókasafna hefur margs konar menntun allt frá
barnaskólaprófi upp í meistara- og doktorspróf á hinum
ýmsu fræðasviðum, þó algengasta menntunin sé á sviði bóka-
safns- og upplýsingafræði. Starfsheitið bókasafnsfræðingur er
lögverndað starfsheiti og hefur verið svo síðan 1984 er Lög
um bókasafhsfrteðinga (nr. 97/1984) voru sett.
Akvæði í íslenskum lögum og reglugerðum urn menntun
starfsfólks bókasafna eru ekki mörg og ekkert þeirra er alveg
afdráttarlaust. Akveðnast er ákvæði í Reglugerð um framhalds-
skóla með áorðinni breytingu skv. reglugerð nr. 23/1991, þar
sem segir í gr. 33: „yfirmaður skólasafns skal vera bókasafns-
Bókasafrið 19. árg. 1995 83