Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 85
Útskriftaraldur var á bilinu 31-69 ár. Tæp 80% eru yfir fer-
tugu við innritun í námið og tæp 93% eru yfir fertugu við
útskrift, reyndar eru rúm 58% yfir fimmtugu við útskrift.
Frá árinu 1991 hefur dregið úr aðsókn í bókavarðanám
Bókafulltrúa ríkisins og Bréfaskólans. Arið 1992 innrituðust
17 manns, 11 innrituðust árið 1993 og árið 1994 innrituðust
7. Skipting á milli kynja er sú að meðal 35 innritaðra eru 7
karlar eða 20%. (Upplýsingar fengnar á Skrifstofu bókafull-
trúa ríkisins 1995 og á Skrifstofu Bréfaskólans í mars og júní
1994).
Ætla má að uppsafnaðri þörf á menntun ófaglærðra bóka-
varða almenningsbókasafna hafi verið mætt og að nú innritist
aðallega þeir ófaglærðu bókaverðir á almenningsbókasöfnum
sem bætast við í mannafla þeirra.
Tafla 4 A: Aldur fólks við innritun í bókavarðanám
bókafúlltrúa ríkisins og Bréfaskólans til sumarsins 1991.
Aldur fólks við innritun Fjöldi Hlutfall af heild
20-30 ára 4 3.7%
31-40 ára 18 16.7%
41—50 ára 29 26.9%
51-60 ára 42 38.9%
61—70 ára 13 12.0%
71-80 ára 2 1.9%
Alls: 108 100.1%
Ekki fengust upplýsingar um aldur allra við innritun.
Tafla 4 B: Aldur fólks við útskrift í desember 1993
Aldur fólks við útskrift Fjöldi Hlutfall af heild
31—40 ára: 4 7.3%
41-50 ára: 19 34.5%
51-60 ára: 27 49.1%
61—70 ára: 5 9.1%
Alls: 55 100%
Endurmenntunarnámskeið
Að jafnaði eru haldin milli 5 og 10 endurmenntunarnám-
skeið árlega á vegum ofannefndra endurmenntunaraðila. Þau
sækja árlega um 50 manns af íslenskum bókasöfnum. Nám-
skeið haldin á vegum íslenskra aðila eru yfirleitt vel sótt. Sam-
norræn námskeið og hringborðsfundir, á vegum
NORDBOK og Nordinfo, eru haldnir til skiptis á Norður-
löndunum. Þegar þau eru haldin hér á landi eru þau vel sótt
af Islendingum og sömuleiðis þau námskeið, sem haldin eru
á hinum Norðurlöndunum og styrkir fást til að sækja.
Auk þess eru haldnar ráðstefnur, námstefnur og hring-
borðsfundir á vegum þeirra og annarra aðila (Upplýsingar
fengnar frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands og
gögnum frá NORDBOK og Nordinfo).
Onnur menntun starfsfólks bókasafna en
bókasafnsog upplýsingafrœði og bókavarðanám
bókafulltrúa ríkisins og Bréfaskólans
Starfsfólki var skipt í 6 starfshópa eftir menntun, sjá töflu
1 og 2 auk sjálfboðaliða. Jafnframt var beðið um upplýsingar
um aðra menntun starfsfólks, og var þá jafnt átt við sjálfboða-
liða sem aðra starfsmenn.
I svörum kemur fram að þeir sem hafa háskólapróf í öðru
en bókasafns- og upplýsingafræði eru flestir með próf frá
heimspekideild 36 manns, næstflestir eru útskrifaðir frá fé-
lagsvísindadeild 26, í raunvísindum 7, lögfræði 2, guðfræði
1, viðskiptafræði 1, hjúkrun 1, myndlist 1, 1 fóstra og 2
íþróttakennarar. Margs konar önnur menntun var tilgreind
af öllum skólastigum.
Endurskoðun á námi í bókasafns- og upplýsinga-
fraði
Umræða um endurskoðun á námi í bókasafns- og upplýs-
ingafræði hefur staðið yfir hátt í áratug. Arið 1989 hélt Félag
bókasafnsfræðinga málþing um menntun og störf bókasafns-
fræðinga. Tillögur, sem þar voru settar fram, um endurskipu-
lag námsins og framtíðarstefnu í bókasafns- og upplýsinga-
fræði við Háskóla íslands komust ekki til framkvæmda (Mál-
þing Félags bókasafnsfræðinga 1989). Vettvangsnámið var
endurskoðað 1992-1993 og endurskoðun á skyldunámskeið-
um í BA-námi í bókasafns- og upplýsingafræði var gerð vet-
urinn 1993 til 1994 hvort tveggja í samræmi við tillögur frá
nemendum, starfandi bókasafnsfræðingum og kennurum á
þann hátt sem fram kemur í Kennsluskrám íyrir háskólaárin
1993-1994 og 1994—1995. Sem fyrr greinir hefur MA nám
verið tekið upp við félagsvísindadeild. (Kennsluskrá Háskóla
íslands háskólaárið 1994-1995).
Enda þótt hefðbundin bókasafnsstörf séu það sem flestir
bókasafnsfræðingar munu sinna, a.m.k. í náinni framtíð,
verður að miða námsframboð í bókasafns- og upplýsingafræði
við breiðari starfsvettvang en bókasöfn eingöngu, til þess að
búa fólk undir störf í upplýsingaþjóðfélagi okkar tíma og
framtíðarinnar.
Við frekari endurskoðun á námi í bókasafns- og upplýs-
ingafræði verður að taka mið af því að víða í þjóðfélaginu er
æ meiri þörf á fólki með þekkingu og reynslu við að skipu-
leggja upplýsingakerfi fyrir söfn margs konar gagna og jafn-
framt við að flokka, skrá og Iykla þau gögn. Upplýsingaleitir
og miðlun upplýsinga verður einnig mjög mikilvæg en með
framþróun tækninnar verða upplýsingaleitir og miðlun æ
auðveldari og við það munu fleiri fást en bókasafnsfræðingar.
Jafnframt verður að huga að því að æ meiri krafa verður
gerð um að fólk við upplýsingaþjónustu hafi sérþekkingu á
því sviði sem það miðlar upplýsingum á. Því er tímabært að
skipuleggja sérstaka námsleið ætlaða fólki sem lokið hefur há-
skólaprófi í annarri grein og kýs að starfa við upplýsingastörf
á því sviði.
Æskilegt er að kanna nauðsyn þess að bjóða upp á fjöl-
breyttara fjarnám en nú er í boði, bæði með tilliti til náms-
stigs og námsefnis. Þannig þyrfti að kanna nauðsyn þess að
bjóða upp á slíkt nám í bókasafns- og upplýsingafræði til BA-
prófs, fjarnám sambærilegt við bókavarðanám Bókafulltrúa
ríkisins og Bréfaskólans fyrir starfsfólk allra bókasafnategunda
og einnig fjarnám fyrir upplýsingatækna (aðstoðarfólk) á
bókasöfnum. Tilvalið er að nýta að einhverju leyti nýjustu
fjarskipta- og miðlunartækni í þessu skyni og æskilegt væri
að fjarnámið væri að einhverju Ieyti í tengslum við Lands-
bókasafn Islands - Háskólabókasafn. Þar sem það safn er nú
best búið margmiðlunartækjum, auk þess sem þar starfa
margir sérfræðingar sem gætu tekið að sér hluta kennslu.
Einnig er tímabært að kanna nauðsyn þess að byggja upp
upplýsingatækninám í fjölbrautaskólum. Til greina kemur að
bjóða þar upp á sérstaka upplýsingabraut eða upplýsinga-
námsleið sambærilega við t.d. náttúrufræðibraut. Nemar sem
útskrifast af upplýsingatæknibraut myndu geta unnið aðstoð-
arstörf við bókasafns- og upplýsingaþjónustu eða haldið á-
fram námi í háskóla á þessu sviði.
3. Ritakostur
Ætla má að á könnunartíma hafi fjöldi bókasafna verið á
Bókasafiiið 19. árg. 1995 85