Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Side 89

Bókasafnið - 01.04.1995, Side 89
Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Kristín Ólafsdóttir bókasafnsfræðingar, Gangskör sf. Skjalastjórn hjá fyrirtækjum og tölvutæknin AUt frá því að sá orðrómur barst fyrir u.þ.b. tuttugu árum þess efnis, að IBM hefði sett upp pappírslausa skrifstofu í tilraunarskyni, hefur verið talið, að pappírslausa skrifstofan væri í sjónmáli. Hún er hins vegar ekki á næsta leiti nú frem- ur en þá og verður trúlega aldrei að veruleika, þó svo að ný tækni hafi gert það mögulegt að varðveita öll skjöl í tölvu- tæku formi. Staðreyndin er nefnilega sú, að hvorki er hag- kvæmt né skynsamlegt að geyma öll skjöl eingöngu í tölvu- tæku formi og miklu máli skiptir að huga vel að því, hvaða skjöl má einungis geyma í tölvutæku formi og hvaða skjöl verður ennfremur að varðveita á pappír eða á örfilmum. Talsvert framboð er nú af tölvukerfum, sem ætlað er að leysa af hólmi hefðbundna skjalavistun og útrýma pappír af skrifstofum. Við höfum orðið varar við að margir telja þenn- an möguleika allsherjarlausn á skjalavanda fyrirtækjanna og teljum því ástæðu til þess að reifa ýmsar staðreyndir um þessi mál. Við munum leitast við að vega og meta kosti og galla þess að hagnýta tölvutæknina við skjalastjórn fyrirtækja, eink- um þar sem kostnaður við þess háttar tölvuvæðingu er mikill og öryggi varðandi varðveislu skjala í tölvutæku formi getur verið ábótavant. Skjalastjórn ífyrirtœkjum Markmiðin með skjalastjórn eru einkum eftirfarandi: * að hægt sé að finna tiltekin skjöl fljótt og örugglega, þegar á þarf að halda, og að ekki þurfi að eyða dýrmætum tíma í að leita að þeim * að tryggja að skjöl hvorki glatist, skemmist né komist í hendur óviðkomandi aðila * að komið sé í veg fyrir, að ónauðsynlegur pappír eða upp- lýsingar í hvaða forrni sem er safnist fyrir á skrifstofum og í geymslum og ótímabær eyðing skjala sé jafnframt fyrir- byggð Taka verður mið af þessum markmiðum án tillits til þess í hvaða formi skjölin eru, þ.e. hvort sem þau eru á pappír, filmum, diskum eða böndum. Meginvandann í skjala- og upplýsingamálum fyrirtækja má rekja til þess, að ekki hefur tekist að ná þessum markmiðum, enda er þekking á þessum málum almennt ekki fyrir hendi innan fyrirtækjanna. Vegna þessarar vanþekkingar telja ýmsir, að hægt sé að leysa vand- ann alfarið með tölvuvæðingu, en það er á miklum misskiln- ingi byggt, þó svo að kostir tölvuvæðingar séu vissulega marg- ir. I fyrsta lagi minnkar hún umfang skjalanna, í öðru lagi gefur hún möguleika á því að nálgast upplýsingarnar á fljót- legan hátt og í þriðja Iagi geta fleiri en einn skoðað sama skjal á sama tíma. Kostirnir við tölvuvæðingu skjala njóta sín hiris vegar engan veginn nema ákveðnum skilyrðum sé fullnægt. Leitartími skjala Til þess að hægt sé að finna skjöl í tölvutæku formi fljótt og örugglega þarf í fyrsta lagi að vera fyrir hendi samræmt efriis- flokkunarkerfi fyrir skjöl fyrirtækisins og í öðru lagi þarf að vera hægt að finna skjöl eftir efnisorðum. Tölvukerfin sem eru á markaðnum bjóða að vísu upp á frjálsa textaleit, en hún ger- ir kleift að finna upplýsingar eftir efni. Frjáls textaleit virkar oft ágætlega í upphafi, en eftir því sem upplýsingamagnið í tölvunni eykst, lengist leitartíminn að sama skapi og notand- inn situr oft uppi með tugi eða hundruði bréfa um viðkom- andi efni. Auk þess verður Ieit að skjölum í frjálsri textaleit á- vallt ómarkviss, þar sem ekki er leitað eftir stöðluðum efnis- orðum. Því er nauðsynlegt að til séu staðlaðar reglur um val og notkun efnisorða til þess að vistun og leit verði markviss. Oryggi skjala Tryggja þarf að skjöl hvorki glatist né skemmist. Tölvu- gögn eru viðkvæm og endingartími þeirra er óþekktur, en al- mennt er talið, að þau endist aðeins í u.þ.b. 30 ár. Vélbúnað- ur og hugbúnaður úreldist fljótt og vafi leikur á, hvort hægt verði í framtíðinni að nálgast upplýsingar, sem varðveittar eru í tölvutæku formi. Dæmi um upplýsingar, sem erfitt er að nálgast nú, eru upplýsingar á gataspjöldum. Þá er alkunna, að 5.25“ tölvu- disklingar og drif fyrir þá eru nú óðum að víkja fyrir 3.5“ disklingum og því verður sífellt erfiðara að nálgast upplýsing- ar á þessum disklingum. Jafnvel þó að gögn séu afrituð reglulega, getur verið vand- kvæðum bundið að nálgast upplýsingarnar. Þekkt dæmi um þetta er bandaríska manntalið frá árinu 1960, sem varðveitt er á tölvuböndum. Manntalið var fært reglulega yfir á ný bönd, en samt sem áður hefur ekki verið hægt að lesa upplýs- ingarnar í mörg ár, þar sem nauðsynlegur stýri- og hugbúnað- ur er ekki lengur til. Dr. Doran Swade, sem annast varðveislu á vél- og hug- búnaði í Vísindasafninu í London, telur hámarkslíftíma á vél- búnaði vera tíu ár eftir að framleiðandi hættir að veita þjón- ustu við viðkomandi kerfi. Þá telur hann líftíma á hugbúnaði vera enn skemmri, þar sem hugbúnaði er hættara við að eyði- leggjast en vélbúnaði. Niðurstaða dr. Swade er sú að ekki megi reikna með því að hægt sé að reka tölvukerfi lengur en í tíu ár eftir að það hefur verið tekið úr daglegri notkun. Þá vaknar spurningin um það, hvort ekki megi færa upp- lýsingarnar yfir á nýtt kerfi um leið og skipt er um vél-og hugbúnað. Þetta er að sjálfsögðu alltaf gert við upplýsingar, sem eru í daglegri notkun. Hins vegar er það ekki jafn sjálf- sagt hvað varðar upplýsingar, sem ekki eru lengur í daglegri notkun, þar sem magn þeirra eykst sífellt með tímanum og vinnan við yfirfærslu gagnanna sömuleiðis. Þá er þess einnig að geta, að við yfirfærslu gagna er hætta á því, að villur slæðist inn, en aukinn kostnaður og vinna felst í því að fylgjast með villum og Ieiðrétta þær. Niðurstaðan er því sú, að yfirfærsla á upplýsingum aftur í tímann er ekki raunhæfur kostur nema í undantekningartilvikum. Því er Bókasafhið 19. árg. 1995 89

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.