Bókasafnið - 01.04.1995, Page 91
Brynhildur Friðriksdóttir nemi í bókasafns- og upplýsingafræði
Bókasafnsþjónusta fyrir
fanga á Islandi
YFIRLIT
Eftirfarandi grein er byggð á ritgerð sem unnin var sl. haust í áfanganum
bókasafn og samfélag við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Við söfnun efn-
is rak greinarhöfundur sig á hversu litla athygli bókasafnsþjónusta fyrir fanga
hefur fengið hér á landi; innan bókasafnsfræðinnar hefur nánast ekkert ver-
ið skrifað um þessa þjónustu.
Inngangur
Það var aðallega af forvitni sem ég valdi mér ritgerðarefn-
ið „Bókasafnsþjónusta fyrir fanga". Mér er það nefnilega
minnistætt þegar ég var einu sinni á Amtsbókasafninu á Ak-
ureyri sem krakki, að verið var að setja bækur í kassa. Ég vissi
að svona fór þetta fram fyrir skipin þar sem faðir minn er sjó-
maður en ég heyrði útundan mér að þessi kassi ætti að fara í
fangelsið. Sem krakka fannst mér þetta vera mikil frétt - að
verið væri að senda bækur í fangelsið til vondu mannanna.
I gegnum árin hefur þetta alltaf setið svolítið í mér og ég
hef stundum velt þessu fyrir mér. Hvernig fer þetta fram?
Hver velur bækurnar? Hversu oft ætli þetta sé gert? Ætli fang-
arnir Iesi ekki mikið, þar sem þeir hafa ekki mikið annað að
gera? Og fleiri og fleiri spurningar hafa þotið í gegnum huga
mér.
En þegar ég fór af stað til að afla mér heimilda þá kom nú
ekki mikið í ljós. Á íslensku fann ég eina grein og var hún þá
um heimsókn greinarhöfundar í erlent fangelsi. Um íslensk
fangelsi fann ég ekkert nema eina BA-ritgerð. Ég ákvað ann-
arsvegar að leita heimilda á geisladisknum LISA (Library and
Information Science Abstracts ) til að sjá hvernig þessari
þjónustu er háttað erlendis.
Til að afla heimilda um þessa þjónustu hér á landi varð ég
hins vegar að gjöra svo vel og fara á staðinn eða hringja, sem
og ég gerði. Allar íslenskar heimildir eru því byggðar á við-
tölum.
Borgarbókasafh
Ég byrjaði á Borgarbókasafninu og ræddi þar við Einar Ó-
lafsson starfsmann í sérútlánadeild safnsins. Hann sér um
þessa þjónustu fyrir tvö fangelsi hér í Reykjavík, þ.e. Síðu-
múlafangelsi og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.
Hann var ekki viss um hvenær þessi þjónusta byrjaði en
það elsta sem hann var með í höndunum þegar ég ræddi við
hann voru gögn frá árinu 1971 en þá voru það Litla-Hraun
og Hegningarhúsið sem nutu þessarar þjónustu. I dag á Litla-
Hraun sjálft lítið safn og fær það jafnframt einhverja þjón-
ustu frá Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi. Einar sagði
að þessi þjónusta væri í raun mjög einföld og frjálsleg, þetta
færi allt eftir samkomulagi milli hans og notendanna. Fyrir
tvö fyrrgreind fangelsi velur hann u.þ.b. 200 bækur, þ.e. 100
fyrir hvort fangelsi og sendir þeim mánaðarlega. Fangarnir
geta komið með óslcir en mun það heyra til undantekninga
að svo sé gert og telur hann aðalástæðuna vera þá að þarna er
nær eingöngu um skammtímavistun að ræða. Hann mundi
þó eftir einu tilviki þar sem ósk hefði komið um að fá bækur
um tungumálakennslu.
Til að Einar geti fylgst með því hvað sé mest lesið, þá
skrifa fangarnir númerið á klefanum sínum á vasann í bók-
inni. Þannig sér hann hvort viðkomandi bók hafi yfirhöfuð
farið í útlán eða hvort margir fangar lesið bókina. Eftir að
Einar tók við þessu starfi kom það honum einna helst á ó-
vart hversu mikið og fjölbreytilegt efni var lesið í fangelsun-
um. Að sjálfsögðu eru léttir reyfarar vinsælasta efnið og einnig
myndasögur. I því sambandi hafa fangaverðir sagt að margir
fanganna séu óvanir að Iesa og ráði ekki við mikinn texta. Allt
frá myndasögum uppí heimspekileg rit eru lesin, en sá flokk-
ur bóka sem öllu jöfnu kæmi ólesinn til baka eru ævisögurn-
ar. Einar sagði að mjög lítið væri um skemmdir á bókum frá
fangelsunum
Fjöldi bóka sem Borgarbókasafn lánaði þessum tveimur
fangelsum á árinu 1993, eru sem hér segir: Síðumúlafangelsi
1100 bækur og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg 906 bæk-
ur. Þetta mun vera svipaður fjöldi og undanfarin ár.
Einnig hefur Borgarbókasafn lánað í fangageymslurnar við
Hverfisgötu vegna óska þaðan. Ekkert reglulegt form er á því
þar sem þetta kemur einna helst upp ef um vikugæsluvarð-
hald er að ræða.
Síðumúlafangelsi
Næst ræddi ég við Guðmund Zebitz fangavörð í Síðu-
múlafangelsi til að fá að vita hvernig þeir koma bókunum á-
fram til fanganna. Hann sagði, að þegar fangaverðirnir fá
kassann frá bókasafninu fylgir honum listi yfir allar þær bæk-
ur sem í kassanum eru. Þennan lista fá fangarnir og panta eft-
ir honum. Þeir fá svo bækurnar afgreiddar annanhvern dag.
Fangar sem eru í einangrun lesa mun meira, en þeir sem
eru í gæsluvarðhaldi eða afplánun, þar sem þeir hafa ekki að-
gang að sjónvarpi og dagblöðum heldur hafa þeir einungis
bækurnar og tónlist af geisladiskum.
Er ég spurði Guðmund hvaða gildi hann teldi bókalestur
hafa fyrir fangana, þá svaraði hann því til að hann hefði ein-
ungis afþreyingargildi fyrir þá.
Hann var sammála Einari á Borgarbókasafninu um að lít-
ið væri um það að fangarnir bæru fram óskir um lesefni.
Amtsbókasafnið á Akureyri
Á Amtsbókasafninu á Akureyri ræddi ég við Hörð Jó-
hannsson, bókavörð og Hólmkel Hreinsson, bókasafnsfræð-
ing. Sögðu þeir að fyrst árið 1979 væri getið um þessa þjón-
ustu við lögreglustöðina í ársskýrslum safnsins. Hörður held-
ur að þetta hafi byrjað eftir að ósk frá sýslumanni hafi borist
þeim en þó var hann ekki alveg viss.
Fyrst eftir að þessari þjónustu var komið á fót, fengu fang-
arnir að koma á safnið í fylgd lögreglu og velja sér bækur
sjálfir. Herði fannst þetta vera gott fyrirkomulag og það hefði
Bókasafnið 19. árg. 1995 91