Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Side 93

Bókasafnið - 01.04.1995, Side 93
Yfirlýsing Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um ALMENNINGSBÓKASÖFN Grundvallargildi mannsins eru frelsi, velmegun og framfarir samfélags og ein- stakfinga. Þessum gildum verður aðeins náð ef velupplýstir borgarar nota lýðræðis- legan rétt sinn og taka virkan þátt í samfé- laginu. Virk þátttaka og þróun lýðræðis byggir á fullnægjandi menntun sem og frjálsum og ótakmörkuðum aðgangi að þekkingu, skoðunum, menningu og upp- lýsingum. Almenningsbókasafn er hlið til þekk- ingar á hverjum stað. Það skapar frum- skilyrði til ævimenntunar, sjálfstæðrar á- kvarðanatöku og menningarþroska ein- staklinga og þjóðfélagshópa. Yfirlýsing þessi staðfestir trú UNESCO á almenningsbókasafni sem virku tæki til menntunar, menningar og upplýsinga og sem meginafli til að rækta frið og andlega velferð í hugum allra manna. UNESCO hvetur því ríki og sveitar- stjórnir til að styðja og taka virkan þátt í eflingu almenningsbókasafna. Almenningsbókasafn Almenningsbókasafnið er upplýsinga- miðstöð á hverjum stað og veitir notend- um sínum aðgang að alls kyns þekkingu og upplýsingum. Þjónusta almenningsbókasafns er veitt á grundvelli jafnræðis og jafnrar aðstöðu allra manna án tillits til aldurs, kynþáttar, kynferðis, trúarbragða, þjóðernis, tungu- máls eða félagslegrar stöðu. Sérstaka þjónustu og efni skal hafa á boðstólum fyrir þá sem ekki geta nýtt sér reglu- bundna þjónustu bókasafnsins af ein- hverjum orsökum, til dæmis minnihluta- hópa, fatlaða og fólk á sjúkrastofnunum eða í fangelsum. Allir aldurshópar skulu finna efni sem svarar þörfum þeirra. Safnkostur og þjónusta þurfa að taka til allra miðlunar- forma og nútímatækni ekki síður en hefðbundinna gagna. Frumskilyrði er að safnkostur sé í háum gæðaflokki og henti aðstæðum á hverjum stað. Safnefni verð- ur að endurspegla strauma og stefnur í þróun þjóðfélags og geyma jafnframt minningar um hugvit og ímyndunarafl mannsins. Safnkostur og þjónusta eiga hvorki að lúta hugmyndafræðilegri, stjórnmálalegri eða trúarlegri ritskoðun né þrýstingi frá viðskiptalegum hagsmunaaðilum. Markmiö almenningsbókasafns Eftirfarandi lykilmarkmið sem snerta upplýsingar, læsi, menntun og menningu skulu vera kjarninn í þjónustu almenn- ingsbókasafna: 1. að örva og styrkja lestrarvenjur barna frá unga aldri; 2. að styðja einstaklingsmenntun og sjálfsnám svo og formlega menntun á öllum stigum; 3. að veita tækifæri til að þroska sköpun- argleði einstaklingsins; 4. að örva ímyndunarafl og sköpunar- gleði barna og unglinga; 5. að efla vitund um menningararf, gildi lista, vísindaafreka og uppgötvana; 6. að veita aðgang að listviðburðum í öll- um listgreinum; 7. að hvetja til umræðu um menningar- leg tengsl og menningarlega fjöl- breytni; 8. að stuðla að varðveislu frásagnarhefð- ar; 9. að tryggja aðgang almennings að hvers konar opinberum upplýsingum; 10. að veita fyrirtækjum, félögum og á- hugahópum aðgang að viðunandi upplýsingaþjónustu; 11. að auðvelda nám á sviði upplýsinga- og tölvuleikni; 12. að styðja og taka þátt í starfsemi og dagskrárgerð til eflingar lestri fyrir alla aldurshópa og eiga frumkvæði að slíkri starfsemi ef þörf krefur. Fjármögnun, lagasetning og samstaif I grundvallaratriðum á aðgangur að al- menningsbókasöfnum að vera ókeypis. Almenningsbókasafnið er rekið á á- byrgð sveitarfélags eða ríkis. Það skal styrkja með sérstakri lagasetningu og fjár- magna með framlögum frá ríki eða sveit- arfélögum. Það skal vera í kjarna hvers kyns langtímastefnu á sviði menningar, upplýsingaþjónustu, lestrarátaks og menntunar. Bókasafnskerfi hvers lands skal skil- greina og efla með lagasetningu og stefnu- mörkun sem byggir á samþykktum sam- starfsreglum til þess að tryggja samhæf- ingu og samvinnú bókasafna á landsvísu. Almenningsbókasafnakerfi skal hanna í tengslum við landsbókasöfn, svæðis- bókasöfn, rannsókna- og sérfræðibóka- söfn svo og bókasöfn í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum. Starfsemi og stjórnun Móta skal skýra stefnu þar sem mark- mið, forgangsröð og þjónusta er skil- greind með þarfir sveitarfélags í huga. Al- menningsbókasafn þarf að vera vandlega skipulagt og starfsemin að standast fagleg- ar kröfur. Tryggja þarf samvinnu við þá aðila sem máli skipta svo sem notendahópa og aðrar fagstéttir bæði innan sveitarfélags, landshluta, á landsvísu eða á alþjóðlegum vettvangi. Allir íbúar sveitarfélags skulu eiga greiðan aðgang að almenningsbókasafni. Til þess að svo geti orðið þarf vel staðsett- ar bókasafnsbyggingar, góða lestrar- og námsaðstöðu, viðunandi tæknivæðingu og nægilega langan og hentugan opnun- artíma til að mæta þörfum notenda. Jafn- framt þarf að efla þjónustu við þá sem ekki komast til bókasafnsins. Bókasafnaþjónustu þarf að laga að mismunandi þörfúm samfélags hvort sem er í dreifbýli eða þéttbýli. Bókavörður er virkur tengiliður milli lánþega og þekldngar. Fagþekking og næg endurmenntun bókavarða er ómissandi þáttur í því að tryggja viðunandi þjón- ustu. Veita þarf virka þjónustu og skipu- lagða notendafræðslu til þess að notend- ur geti haft fullt gagn af öllu því sem al- menningsbókasafnið hefur upp á að bjóða. Framkvcemd Yfirlýsingarinnar Yfirvöld í hverju Iandi og hverju sveit- arfélagi svo og bókasafnsnotendur um all- an heim eru hér með hvattir til að fram- kvæma þau ákvæði sem lýst er í þessari Yf- irlýsingu. Icelandic transladon of the UNESCO Public Library Manifesto 1994. Þýðing: Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir Eftirmáli: Unesco gaf út íyrstu yfírlýsingu sína um al- menningsbókasöfn árið 1949. Endurskoðuð út- gáfa kom út árið 1972, var þýdd á íslensku af Baldri Ingólfssyni og birtist m.a. í Bókasafninu 1982(6)2, 20+13. Þessi nýja endurskoðun var staðfest af stjórn þeirrar deildar UNESCO sem nefnist General Information Programme (PGI) í nóvember 1994. Forvinna endurskoðunar var í höndum vinnuhóps á vegum fastanefndar IFLA um almenningsbókasöfn. í þessum vinnuhópi voru Therry Giappiconi frá Frakklandi, Marie Louise Riesthuis frá Hollandi, Philip Gill frá Bret- landi og Hellen Niegaard frá Danmörku. Bókasafhið 19. árg. 1995 93

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.