Alþýðublaðið - 25.01.1967, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 25.01.1967, Qupperneq 6
prengju- ekur við af Jo IEREMY THORPE, hinn nýkjörni ~ leiðtogi Ftrjáislynda flokksins í Breiiandi, verður að horfast í 'augu við þá staðreynd, þegar hann | nú tekur við forystunni, að flokk. ur hans er á undanhaldi eftir \ hina glæsiíegu sigra sem flokk urjnn vann í nokkrum aukakosn ingum í byrjun þessa áratugs. Jþingkosningunum í marz 1966 tti i'Yjatelyndi flokkurinn að vísu viö sig tveimur þingsætum en atkvæðatala flokksins var svo að segja óbreytt frá því í kosn ingunum einu og hálfu öðru ári áður. Fráfarandi leiðtogi flokks ins, Jö Griinond, gerði sér vonir um það í bóðum þessum kosning um, að flokkurinn fengi hlutfalls lega jafn mikið fylgi um landið alLt og hann hlaut í aukakosning unum, þar tem frjálslyndir höfðu staðið :;ig með prýði, en frækn asta sigur sinn unnu frjálslynd ir í hinui»-frægu aukakosningum í Orpington skammt frá London. Frjálslyndi flokkurinn hefur nú 12 þingsæti af 630 í Neðri mál- stofunni og getur varla gert sér vonir um að auka þessa tölu að ráði, nema því aðeins að kjör- dæmafyrirkomulaginu verði breytt Einmenningskjördæmin stuðla að (sigri frambjóðenda stóru flokjk anna. Frjálslyndir halda því fram að kjördæmafyrirkomulagið sé ó- réttl'átt og benda á, að flokkurinn hlaut um það bil 10% allra greiddra atkvæða í síðustu þing kosningum. Þeir segja að hefði fyrirkomularið verið réttlátt hefði flokkurinn nú að minnsta kosti 50—60 þingmenn í Neðri mál stofunni. JO GRIMOND, sem hefur verið leiðtogi flokksins um tíu ára skeið, hefur aldrei verið trúaður á, að flokkurinn ynni kosninga- sigra. Aftur á móti 'hefur hann ver ið þeirrar skoðunar, að flokk- urinn ætti að geta eflzt svo mjög, að Verkamannaflokkur inn neyddist til að taka hann al varlega. Grimond hefur lengi beitt sér fyrir sameinuðum, róttækum al- þýðuflokki, dálítið til vinstri við miðju. Hann hefur talið, að slík ur flokkur ætti að komast á lagg irnar með sameiningu hins mikla fjölda hófsamra manna, sem standa i miðju í Verkamamna- flokknum, og Frjálslynda flokkn um. Hvað eftir annað hefur Grim ond rætt um svokallaðan ,,Lib- I ab“ samning, sem ætti að geta orðið upphaf að slikri sameiningu Þessar hugmyndir hans voru miög til umræðu í Bretlandi fvrstu 18 mánuðina, sem Wilson var við völd, en þá hafði Verka mqnnaflokkuhinn aðeins þriggja V>iv,asæta meirihluta í Neðri mál- c+ofunni. Frjálslyndir reyndu að tcpista Wilsons með tíu þingfull trúom sínum, en wilson vísaði öUnm samvinnutilboðum á bug. Wilson sagði, að Verkamanna f'okkurinn hefði fengið umboð frá któsendum til að stjóma land inu. Tækist flokknum að fá stuðn ;"g Neðri málstofunnar við bar |í*v"mál sín, yrði ei leitað til hinna tiu þingmanna frjálslyndra, held- ur yrði þing rofið og gengið til nýrra kosninga. Með tíð og tíma jgerð^ HVilson einmitt þetta og tryggði sér öruggan þingmeiri- hluta. J/OSNINGARNAR í marz í fyrra "'leiddu til þess, að Frjálslyndi flokkurinn, sem í eitt og hálft ár hafði haft lykilaðstöðu í Neðri málstofunni, varð á ný áhrifalítið flokksbrot, sem engin bein áhrif getur haft á stjórn lanösins. Frjálslyndir féllu aftur í igleymsku Það er einmitt þetta getuleysi Frjálslynda flokksins til að skapa sér nógu traustan grundvöll til að knýja á Verkamannaflokkinn i þeim tilgangi að fá hann til við ræðna um sameiningu hinna rót tæku afla á Bretlandi, sem er hin eiginlega 'ástæða til þess, að Grimond sagði af sér. Flokksfélagar Jo Grimonds, er færir þau rök fyrir því að hann sagði af sér, að ,,tíu ár séu meira en nóg“, geta ekki áfellzt hann fyrir það, að ekkert hafi orðið úr „Lib-Lab“- samvinnunni svoköil uðu. Persónulega nýtur hann mik iliar virðingar og vinsælda, og hann er mjög vel máli farinn. Persónuleg áhrif hans hafa því átt meginþáttinn í hinum mikla vexti flokksins á undanförnum tíu árum. Margt bendir til þess, að Grim ond hafi á réttu að standa þegar hann heldur því fram, að það sé kjördæmafyrirkomulaginu að Framhald á 10. síðu Fráfarandi leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, Yo Grimond, og hinn nýi leiðtogi flokksins, Jeremy Thorpe. Svipraynd úr La Strada, sem Bæjarbíó sýndi fyrir nokkrum árum. í SJÓNVARPINU í KVÖLD: „Federico Fellini markaði nýja stefnu í ítalskri kvikmyndagerð, því að hann tók upp ýmsa þætti nýraunsæisins, en gæddi þá meiri persónuleika. í verkum Fellinis sameinast óræð og trúarleg duld raunsærri skoðun raunveruleikans. Veruleikaskoðun hans er huglæg og mjög persónuleg.” — Þannig hefur verið komizt að orði um þann mann, er stóð að gerð kvik- myndarinnar, La Strada, sem okkar ágæta sjónvarp mun taka til sýningar í kvöld. ítalski kvikmyndaleikstjórinn Federico Fellini telst í dag meðal helztu kvikmyndajöfra Ítalíu, á- samt með Antonioni og Visconti. Fellini hóf starfsferil sinn sem aðstoðarmaður hjá Roberto Rosse- lini, Pietro Germi og Alberto Lattuada, en fyrstu kvikmynd sína gerði hann í samvinnu við þann síðastnefnda. Sú kvikmynd, sem fyrst varð til að vekja á hon- um alþjóðaathygli var einmitt La Strada, sem hann gerði 1954.Hafði hann að ví.su áður gert myndina Slæpingjar (I vitelloni), sem mjög er rómuð. Eftir La Strada komu II bidone og Nætur Cabiriu en 1959 kom svo frægasta og um deildasta mynd hans, Hið ljúfa líf (La dolce vita), einhver kröftugasta og magnaðasta kvikmyndin, sem gerð hefur verið um siðgæðislega úrkynjun og sifjaspell vorra tíma; magnþrungin ádeila, ekki aðeins á þjóðfélagið á Ítalíu, heldur og höfða margir þættir hennar og til lífsviðhorfa annarra landa. Af síðustu kvikmyndum Fellinis, sem enn eru ókomnar til landsins mætti nefna Átta og hálfur og Gíulietta clegli spiriti. En snúum oss nú að La Strada og lítum á efnisþráð hennar: Gelsomina (Giulietta Masina) á heima hjá mömmu sinni í stórum systkinahópi í smákofa. Eldri syst- ir hennar hafði fylgt aflrauna- manninum Zampano (Anthony Quinn), og nú bíður hann móður- inni 10.000 lírur fyrir yngri syst- urina Gelsominu. Hann veit, að Gelsomina er hálfgerður bjáni, en hann ætlar sér að kenna henni að leika listir trúðsins. Zampano segist vera sterkasti maður heims- ins. Kallar sig manninn með stál- Fram.hj.ld á 10. síðu. ■m £ 25. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.