Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 1
T
Steindór Hjörleifsson er hættur í Ieikhúsinu, hætti ári áður en
hann átti 50 ára Ieikafmæli, eða í fyrra. Þá Ienti hann í hremm-
ingum við að komast inn á sviðið sökum þess að sjónin er farin
að gefa sig og hann lofaði sér að ef hann kæmist á réttan stað á
sviðinu yrði þetta leikrit, „Hið Ijósa man“ hans síðasta. Hann er
núna að standa við það Ioforð, það er stundum erfitt þrátt fyrir
að hann hafi nóg fyrir stafni við að lesa allar þær bækur sem
hann hefur lengi ætlað sér. Eins segir hann: „Með barnabörnun-
um bætir guð manni upp ellina."
I viðtali við þennan sjötuga Ieikara á bls. 24 -25 er greinilegt
að aldarafmæli Leikfélags Reykjavíkur og saga þess er honum
efst í huga enda starfaði hann alla sína leiktíð með leikfélaginu
og vann ötult starf í stjórn þess. Þá segir hann frá minnisstæð-
um hlutverkum og hvernig leikarinn varð að vera allt í öllu, sjá
um sminkið og þess háttar sem gat tekið allt að þrjár klukku-
stundir. Eins þurftu leikarar að gera við klósettin úti á landi.
Steindór varð á tímabili sem ungur maður frægur fyrir að leika
gamla karla og telur það hafa verið mikið lán. Nú fari menn slíks
á mis. I dag unir hann sér vel í rólunni heima, þetta er keleríis-
rólan að sögn Margrétar Ólafsdóttur leikkonu, konu Steindórs.
Jón Vidar
segirfrá
konunni og
helgimyndinni
Axeler
alltafí
jakkafótum
Útgeislunin
skiptiröllu
í þularstarfinu
Vegmúli 3 • 108 Reykjavik • Simi 588-7200 • Fax 588-7201
WOfíUJW/De EXPfíESS
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100
±