Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 8
24-LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 LÍFIÐ í LANDINU Á næstu dögum kemur út hjá Máli og menningu A Idarsaga Leikfélags Reykja- víkuren þessa dagana eru einnig 50 ár síðan SteindórHjörleifsson „sminkaði sig“ ísittfyrsta hlutverk sem leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann er nú hættur störfum á leiksviðinu. Hvemig víkur því við? „Jú sko, - þegar ég var ungur maður heima í Hnífsdal fór það í mínar fínustu taugar hvað ég var nærsýnn. Þegar við vorum á sjó voru strákarnir alltaf búnir að sjá allt löngu á undan mér. Eg sá ekki belginn fyrr en við vorum alveg komnir að honum, svo það varð ekkert úr því að ég yrði skipstjóri eins og mig langaði til. Eg fór því bara „suður“ og fór að vinna í banka. Eg komst líka inn í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Þetta var árið 1946 og árið eftir fékk ég svo mitt fyrsta hlutverk hjá L.R. og þar hef ég leikið síðan. Nú, svo kom að því fyrir nokkrum árum að augasteinn í mér fór að kalka. Eg var farinn að sjá félaga mína á sviðinu fjórfalda. Þess vegna var ég skorinn upp og fékk plastlinsu í staðinn fyrir augasteininn. Eg sá alveg upp á Akranes með nýja aug- anu. -En svo alít í einu kom gat á sjónhimnuna á versta stað og ég var skorinn og skorinn..." Augnlæknix Englandsdxottningar „Nú eigum við Elísabet Englandsdrottning eitt sameigin- legt. Sama augnlækni. Eg var nefnilega sendur til Mr. Colling í London, en hann er heimsfrægur og hefur m.a. skorið Elísabetu með góðum árangri. En því miður tókst'þetta nú ekki f mínu tilfelli. Þégar ég' kom til Mr. Colling á fínu stofuna hans þá var bundið fyrir betra augað og svo lét hann mig reyna að lesa það sem skrifað var undir myndinni af drottningunni á veggnum. Það tókst mér aldrei svo hann varð að lesa sjálfur fyrir mig. Þar stóð að hann hefði fengið orðu fyrir Iækninguna.“ Hefur sjónin versnað? „Já. Síðasta hlutverkið mitt var í „Hið ljósa man“, og það var einnig sfðasta verkið sem Bríet Héðinsdóttir vann fyrir Leikfélagið. Það var mikið myrkur í þessari sýningu og meðleikendur mínir voru svo góðir að leiða mig á réttan stað í myrkrinu. En einu sinni gleymdi ég mér, allir voru farnir inn. Ég þaut inn á þetta stóra djúpa svið og í fátinu fór ég villur vegar, paulaðist í myrkrinu og rakst alls staðar á kolsvartar „drapering- ar“ og heyrði ekki neitt. Sviðið er 25 metra djúpt. Ekkert heyrðist í Ieikurun- um frammi á sviðinu. Til að gera langa sögu stutta lofaði ég mér því að þetta yrði í síðasta skiptið ef ég kæmist á rétt- an stað. Ég komst það og er núna að reyna að standa við það loforð." Og hvað ertu þú að gera núna? „Þessari spurningu þarf ég oft að svara en ég hef nóg. Ég á eftir að lesa svo margar og sjá svo margt, - og svo eru það bamabörnin." 1001 daga- og næturviima Þú varst lengi ístjóm Leikfélagsins... „Já, ég var fljótt kosinn í stjórn L.R. og var ritari þar og formaður í nærri aldarljórðung. I þá daga var formaður- inn eins konar leikhússtjóri í mjög náinni samvinnu við meðstjórnendur sína. Það var þroskandi og skemmtilegt að vinna í stjórn með þeim Brynjólfi Jóhannessyni, Lárúsi Sigúrbjörnssýili, Þorsteini Ö, Helga Skúlasyni, Guðmundi Pálssyni og Jóni Sigurbjörnssyni. Síðar vann ég í stjórn með leikhússtjórunum Sveini Einarssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. Ég er stoltur að hugsa til þess að tveir Ieikhússtjóranna úr Iðnó hafa orðið Þjóðleikhús- stjórar. Og Vigdís Finnbogadóttir varð forseti íslands þegar hún hætti sem leikhússtjóri hjá Leikfélaginu. En í rauninni hefur hún aldrei hætt þar.“ Og svofórstu í Sjónvarpið? „Ég vann sem deildarstjóri í Seðla- bankanum og ákvöldin í leikhúsinu. En það var árið 1965 að ég var beðinn að gerast deildarstjóri lista- og skemmti- deildar Sjónvarpsins sem var að taka til starfa og vann þar í 1001 dag og nótt. Þar vann ég líka með ungu, rösku og áhugasömu fólki. Það væri langt mál að segja þá sögu en það var dálítið skondið að þegar ég hætti í Seðlabankanum og fór í Sjónvarpið þá lækkaði ég í launum. Og þegar ég hætti í Sjónvarpinu og fór í Leikhúsið Iækkaði ég ennþá meir. Þess vegna hef ég ekki þorað að reyna fleiri störf, hef bara ekki efni á því.“ Maskinn tók þrjá túna Festistu aldrei í einu hlutverki t' leikhúsinu? „Við vorum allflest svo ung sem byrjuðum hjá L.R. eft- ir að Þjóðleikhúsið hóf störf þannig að við fengum að leika alls konar hlutverk. Ég varð bara „frægur" á þess- um árum fyrir það að vera alltaf að leika unglinga eða eldgamla karla. Og við urðum að leggja sjálf maskana í Iðnó. Það var bara til einn útlærður í því og hann var hjá Þjóðleikhúsinu. Ég skal sýna þér hérna langa myndaseríu sem vinur minn úr bankanum tók þegar ég lagði maskann í gamla Candý í „Mýs og menn“. A þess- um árum var ekki eins marpt til og nú til að gera leik- húsgerfi. Ég fór alltaf beftil' ur'bankanum út í leikhús til „Ég þaut inn á þetta stóra djúpa svið og í fátinu fórég villurveg- ar, paufaðist í myrkr- inu og rakstalls staðar á kolsvartar „draper- ingar“ og heyrði ekki neitt. “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.