Dagur - 06.12.1997, Page 11

Dagur - 06.12.1997, Page 11
Tfc^ur LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 - 27 LÍFIÐ t LANDINU Þæreru ekkifáarupp- skríftimar sem standa til boða þegarkemurað konfektgerð. Ég mæli hins vegar eindregið með eftir- farandi uppskriftum þar sem þær eru góðar og þægilegaren líka einstak- lega hátíðlegar. Jólakonfekt Halla Bára Gestsdóttír umsjón Ganach kúlur með kókos 1 dl rjómi 20 g smjör 300 g saxað suðusúkkulaði Grand marnier eða koníak (má sleppa ) u.þ.b. 100 g kókosmjöl Rjómi og smjör er hitað upp að suðu, tekið af hitanum og súkkulaðinu blandað saman við. Hrært stöðugt í með sleif þar til allt súkkulaðið er bráðnað en þá er víninu bætt út í. Ollu er hellt í skál og kælt vel. Gerðar kúlur með parísaijárni og kúlunum síðan velt upp úr kókosmjöli. Appelsínutruffel með hesli- hnetuflögum 'A dl ijómi 4 msk. sýróp 200 g appelsínusúkkulaði (saxað) 100 g suðusúkkulaði (saxað) rifinn börkur af einni appelsínu Grand marnier (má sleppa) ca. 100 g heslihnetuflögur Sýrópið og rjóminn hitað að suðu, tekið af hitanum og súkkulaðinu blandað saman við. Hrært stöðugt í þar til allt súkkulaðið er bráðnað en þá er víninu bætt út í. Blöndunni er hellt í skál og hún kæld. Búnar til kúlur með parísaijárni og kúl- unum velt upp úr hesli- hnetuflögum. Einnig er hægt að sprauta blöndunni úr sprautu- poka en þá má ekki faillkæla hana. Schwartzwaldkaka með nuggati _________3 egg_______ 50 g sykur 60 g bráðið súkkulaði 50 g hveiti 60 g bráðið smjör 100 g núggat súkkulaði til hjúpunar Eggin og sykurinn er þeytt vel saman, súkkulaðinu hellt út í og hrært áfram og þá er hveitið sigtað út í og að síðustu smjörið. Deigið er þeytt létt og því hellt í vel smurða ofnskúffu. Bakað á 200°C hita í 13 mín., ath. að botninn á að vera þéttur. Þekjið hann með núggati og kælið vel áður en botninn er skorin eða stungin út og húðaður. Mokka-marsipan- _________lengjur___________ 150 g kransamassi 30 g súkkulaðispænir 40 g flórsykur 1 -2 msk. kaffilíkjör eða sterkt ____________kaffi__________ súkkulaði til hjúpunar Allt hráefnið er hnoðað vel sam- an. Það mótað í lengjur og kælt vel. Hjúpað að lokum með súkkulaði. Döðlnmarsipan 100 g kransamassi 80 g döðlur (smátt saxaðar) 30-40 g flórsykur 1 msk. koníak (eða nokkrir dropar af koníakessens) súkkulaði til hjúpunar Allt hráefnið er hnoðað vel sam- an. Það mótað í lengjur ( eins og við smákökugerð) sem eru síðan skornar í sneiðar. Þær eru síðan kældar vel og hjúpaðar að lokum með súkkulaði. 150 g kransamassi 40-50 g flórsykur 1 msk. creme de mente ( eða nokkrir dropar af piparmintu- essens) 2-3 dropar grænn matarlitur súkkulaði til hjúpunar Öllu hráefninu er blandað vel saman og það hnoðað. Mótað í háar kúlur eins og heysáta og þær kældar vel. Neðri helming- ur kúlanna er hjúpaður með dökku súkkulaði en hvítu súkkulaði er sprautað yfir í fínni bunu. Svampbotn með rifsherjahlaupi og marsipani ___________3 egg__________ 1 'A dl sykur 1 dl hveiti 'A dl kartöflumjöl 'A tsk. vanillusykur 1 dl rifsberjahlaup 100 g útflatt rautt marsipan súkkulaði til hjúpunar Eggin eru þeytt ásamt sykrinum þar til þau eru orðin vel froðu- kend. Þá er þurrefnunum bland- að saman við og allt þeytt létt saman. Deiginu er hellt í vel smurða ofnskúffu og bakað í 10- 12 mín. við 175°C hita. Botninn er kældur vel áður en rifsberja- hlaupið er brætt og því hellt yfir botninn. Að lokum er marsipan- ið lagt yfir botnin, og hann stungin út með hringformi í litla hringlaga mola eða hálfmána. Þeir eru síðan hjúpaðir með súkkulaði. Piparmintu- marsipan

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.