Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997- 33
LÍFIÐ í LANDINU
|l
Konan
og helgi-
myncUn
Jón Viðarjónsson leik-
húsfræðingur og gagn-
rýnandi hefurskrifað
vandaða og ítarlega
ævisögu Stefaníu Guð-
mundsdóttur, einnar
skærustu stjömu ís-
lensks leikhúss. Bókin
ber nafnið Leyndarmál
frú Stefaníu.
„Þegar ég fór að huga að rann-
sóknum á íslenskri leiklistarsögu
komst ég fljótlega að raun um
að stofnun Leikfélags Reykjavík-
ur um aldamótin og sá grund-
völlur sem þá skapaðist fyrir
stöðuga og reglubundna leik-
starfsemi hefði skipt sköpum
fyrir þróun leiklistarlífs hér á
landi, og þar var Stefanía Guð-
mundsdóttir ómetanlegur braut-
ryðjandi," segir Jón Viðar Jóns-
son en nýútkomin bók hans,
Leyndarmál frú Stefaníu, byggir
á doktorsritgerð hans um
leikkonuna.
Bókin er ekki einungis ævi-
saga Stefaníu heldur einnig leik-
listarsaga þjóðarinnar fyrstu ára-
tugi þessarar aldar. Þar kemur
Leikfélag Reykjavíkur mjög við
sögu. „Eg tel að það sé þjóðsaga
að Leikfélag Reykjavíkur hafi
orðið til við samruna tveggja
leikhópa, annars úr Góðtempl-
arahúsinu og hins úr Breið-
hörsleikhúsinu í Fjalakettinum,
eins og oft hefur verið haldið
fram,“ segir Jón Viðar. „Ég hef
skoðað frumheimildir nokkuð
vandlega og ég get ekki séð þess
merki að neinn fastur leikhópur
hafi verið í Breiðfjörsleikhúsi.
Indriði Einarsson gerði að vísu
tilraun til að stofna þar leikhóp
veturinn 1895-96 en sú tilraun
tókst ekki. A sama tíma myndað-
ist í Góðtemplarahúsinu leik-
hópur í kringum Stefaníu."
Fyrsti atvinniuuaður
íslenska leikhússins
Stefanía var einungis 17 ára
þegar hún kom fyrst fram á
sviði, veturinn 1893. „Hún var
mikill náttúrutalent og virkaði
sem segull á fólk og í kringum
hana varð fljótlega til leikhóp-
ur,“ segir Jón Viðar. „Þorvarður
Þorvarðsson, einn af forsprökk-
um prentara og merkur verka-
lýðsforkólfur, var aðalhvatamað-
urinn að stofnun leikfélags sem
byggðist á hópnum kringum
Stefaníu og öðrum leikurum.
Þarna myndaðist fyrsti vísirinn
að atvinnuleikhúsi. A þessum
tíma var stofnun atvinnuleik-
húss ekki einu sinni fjarlaegur
draumur, það var nánast talið
óráðsrugl.
Jón Viðar telur að Stefaníu
megi með allnokkrum sanni
bera heitið fyrsti atvinnumaður
íslensks leikhúss. „Hún er fyrsti
leikarinn sem fór til útlanda til
að afla sér leikaramenntunar.
Veturinn 1904-1905 dvaldi hún
í Kaupmannahöfn, var áheyrnar-
nemandi í leiklistarskóla Kon-
unglega leikhússins og í fram-
sagnartímum hjá besta fram-
sagnarkennara Dana. Þótt hún
Iyki ekki prófum var hún að
þjálfa sig sem fagmaður í list-
grein sinni,“ segir Jón Viðar sem
telur Stefaníu hafa verið fjöl-
hæfa Ieikkonu á mælikvarða síns
tíma. „En þá verður að hafa í
huga að viðmiðanir breytast.
Leikdómarar þeirra tíma gátu
ekki gert sömu kröfur og nútíma
gagnrýnandi getur gert í dag,
enda voru langflestir leikararnir
ómenntaðir og sinntu öðrum
störfum samhliða leiklistinni.
Það var oft erfitt að manna sýn-
ingar og að það eitt að geta sýnt
þokkalega góð leikrit og haldið
þeim gangandi fyllti menn gleði
og stolti.
Gagnrýnendur tóku tillit til
aðstæðna og urðu flestir óeðli-
lega mildir í dómum sínum.
Gagnrýnin frá þessum tíma er
því að ýmsu leyti varasöm heim-
ild. Og þegar kemur að skil-
greiningu á leikstíl fer maður í
geitarhús að leita ullar því gagn-
rýnendurnir sjálfir gerðu mjög
sjaldan tilraun til að skilgreina
hann.“
Þegar Jón Viðar er inntur eftir
því hvað einkennt hafi Ieikstíl
Stefaníu öðru fremur segir
hann: „Leikstíll hennar virðist
I •' 'I! 1's • I I • III ■ I,, . I ,1 I
'íit oa'i:.H 6tí l’tij íÍTfl i6i floÍE })•»;*.
hafa beinst að fágun og upp-
hafningu frekar en hversdags-
raunsæi. Myndir sem til eru af
henni á sviði sýna hana býsna
afslappaða og óþvingaða. Hreyf-
ingarnar virðast mjúkar og
áferðarfallegar og hún hefur ver-
ið í góðri líkamlegri þjálfun. Það
kann í og með að vera dansá-
huga hennar að þakka.
Ég hef heyrt haft eftir henni
sem munnmæli, þótt ég hafi
ekki fengið það staðfest úr öðr-
um heimildum, að hún hefði
viljað læra ballett. Eftir að hún
var orðin nokkuð fullorðin fór
hún til Kaupmannahafnar og
lærði dans og rak síðan dans-
skóla í Reykjavík í nokkur ár.
Hún var sennilega fyrst kvenna
til að dansa tangó hér á landi á
danssýningu."
Viðkvæmni og harka
Stefanía dó á hátindi frægðar
sinnar, 49 ára gömul og varð um
leið að goðsögn. „Samtíðarmenn
Stefaníu lýstu henni nánast sem
dýrlingi," segir Jón Viðar. „I end-
urminningum sínum dregur
dóttir hennar, Anna Borg, upp
eins konar helgimynd af móður
sinni. Henni er lýst sem góðri
móður sem sinnir börnum sín-
um, vanrækir ekki heimilið og
leggur síðan óendanlega hart að
mér
sér í leikhúsinu. Allt virðist
ganga upp hjá henni og engin
vandamál eru sjáanleg, en þau
hljóta að hafa verið þarna.
Þessi helgimynd gerði
óneitanlega erfitt fyrir en
mér fannst hjálpa mér að
sigrast á henni, að ég
fékk aðgang að þeim
bréfum sem hún skrifaði
fjölskyldu sinni þegar
hún var erlendis. Bréfin
opinbera konu sem
bauð af sér afar góðan
þokka, var kærleiksrík
móður og full af um-
burðarlyndi gagnvart
þeim sem Iögðu henni
illt til. Hún virðist
hafa verið afar heil-
steyptur persónuleiki,
skipulögð kona sem
nýtti tfma sinn vel og
dró hvergi af sér í
listsköpun. Poul
Reumert sagði eitt
sinn um eiginkonu
sína, Önnu Borg, að
hún hefði verið
undarlegt sambland
af jarðbundnu
raunsæi og lifandi
ímyndunarafli. Ég
held ég að það
megi segja eitt-
hvað svipað um
Stefaníu. Hún var öðrum þræði
mjög viðkvæm kona og næm en
hún var Ifka hörkutól sem bjó
yfir mikilli sjálfsögun."
9lafsér'/ís'StopUn,“sZZm Ve‘°9dró
a^^ncíöZj arUm Stef-
;shlti)2íu<;
)0t(
,i. <i(i
• - , • C i<i4j<; l'J ,o : .. Lb Ij.'jfiíi
.irrtuciingB.'utn* i;Ja93i’ > ugöí óiihnaifl 'juiad nrvbbO óljitíl