Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 6
22 - LAUGARDAGUR 6.DESEMBER 1997 ro^tr LIFIÐ í LANDINU Poppaðir unglingar, stíffarðaðar skvísur eða ábyrgir sjónvarps- menn. Sittsýnist hverjum um þulina og þulumarí Sjónvarp- inu en hvemig em þau og hvemig eiga þau að vera? Fjórir dómnefndarmenn, Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur, Sunna Borg leikkona, Bergþóra Stefánsdóttir snyrtifræðingur og Amþrúður Karlsdóttir, fyrrver- andi sjónvarpskona, slá á Iétta strengi og gefa einkunn í orðum. Þulirnir eru margir og einkunn- irnar eftir því en „gamla fólkið" hefur vinninginn. Sjónvarpið verður persónu- legra og fær notalegt andlit með því að hafa þuli eða þulur á skjánum til að kynna sjónvarps- dagskrána og flestir dómnefnd- armenn eru sammála um að það sé gott. Þó gætir nokkurrar gagnrýni, þykir svolítið gamal- dags, jafnvel „hálf ónauðsynlegt" að hafa þulur eða þuli. Það eru miklar kröfur gerðar til þulanna, þau verða að hafa útgeislun, sem þarf að skila sér til áhorf- enda, fallega rödd og eðlilegan talanda til að virka vel á skján- um, nægilega látlaus til að ræna ekki senunni með vangaveltum um förðun og klæðnað og draga þar með athyglina frá kjarna málsins. Vandræðaleg með sig Þulasettið á skjánum hefur tekið nokkrum breytingum undanfarið, færst úr sitjandi stöðu við borð og blómaskreytingu í standandi upp á endann, hugsanlega með hönd í vasa eða blöð fyrir framan sig. Dómnefndarmenn, allir nema einn, eru sammála um að þetta komi ekki nógu vel út. Það takist hreinlega ekki að láta þul- ina virka nógu afslöppuð og eðli- leg á skjánum því að þau séu hálfvandræðaleg með sig; hendur í vösum eða hangandi niður með síðunum. Það er ekki öllum gefíð að geta verið eðlilega frjálslegur og alls ekki nóg að vera bara snoppufríður. Flestir eru ánægðir með að þulirnir séu bæði karlkyns og kvenkyns og eldri þulirnir, Einar Örn Stefánsson og Þuríður Sig- urðardóttir, fá almennt séð mun betri dóma en þeir yngri. Dóm- nefndinni þykir þau trúverðugri og meira traustvekjandi en ung- ar skvísur á borð við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Kristínu Lúððvíksdóttur. Aldurinn er bara til bóta og þessar tvær síð- arnefndu mega missa sín og Utgeislumn skiptir öllu Jóhanna Vilhjálmsdóttir þykir frekar lit- laus sem getur verið ágætt því að þá rænir hún að minnsta kosti ekki athygl- inni frá efninu. Frjálsleg og sportleg. Kristín Lúðviksdóttir. Það fer svo lítið fyrir henni að áhorfandinn tekur ekki eftir henni. Boðskapurinn kemst þó ágætlega til skila. Sigurlaug Jónasdóttir „hefur rétta jafn- vægið milli hins formlega og hins atþýð- lega.“ Skýrmælt en mætti vera glaðlegri, þegar gamanmyndirnar eru kynntar. Ragnheiður Clausen. Yfir sig kammó svo að á tímabili varð það hálfpínlegt. Hefur mikla útgeislun og hefur sótt i sig veðrið. Elskuleg og notaleg. Guðmundur Bragason er í skugga Einars Arnar en svo sem ágætur líka. Þykir ósköp notalegur, ekkert sem truflar i hans fari. Brynja X. Vífilsdóttir. Ósköp indæl og Barbie-dúkkuleg, jafnvel svo mjög að hún rænir senunni. Áhorfandinn pælir kannski frekar í sminki og fötum en boð- skapnum. starfið. Það er skemmtileg til- breyting. Þulur og þulir eru bestu vinir heima í stofu en samt er það truflandi ef sá fjöldi er alltof mikill. Hér kemur einkunnagjöfin. Ragnheiður Clausen Var „yfir sig kammó“ á tíma- bili svo að varð hálfpínlegt en það hefur minnkað og nú hefur hún náð góðu jafnvægi. Ragnheiður hef- ur góða útgeisl- un, er elskuleg, notaleg og skýr- mælt og hefur sótt í sig veðrið á skjánum. Hún er Iöngu hætt að fara yfír strikið við dagskrárkynn- inguna svo að áhorfendur geta Einar Örn Stefánsson þykir afslappaður og þægilegur. Áhorfandinn hefur á til- finningunni að hann hafi ekki gert annað en að vera sjónvarpsþulur um ævina. Virðulegur og eðlilegur. Frábær. Kann betur við Þuríði í útvarpi en sjón- varpi, segja sumir en aðrir telja hana þá bestu á skjánum ásamt Einari Erni Stef- ánssyni, bæði tvö eðlileg og þægileg. Fólk sem hægt er að taka mark á. andað léttar. Sérstaklega er tekið eftir því hvað Ragnheiður hefur góðan fatasmekk, áhorfendur bíða spenntir eftir því hvernig jakka hún klæðist hveiju sinni. Brynja X. Vífilsdóttir Fallegt andlit. Ósköp indæl að horfa á og höfð- ar sjálfsagt meira til karla en kvenna. Aberandi mikið máluð, Barbie- dúkkuleg, og stelur því at- hyglinni frá efninu. A það til að mála sig og klæða úr takt við aðstæð- ur svo að nálg- ast ósmekkleg- heit, til dæmis klædd upp fyrir áramótaball á venjulegu mánudags- kvöldi. Taland- inn hefur batn- að svo að hún Ies betur, er jafn- vel svo yfirmáta skýrmælt að það er eins og hún lesi beint upp af blaði. karlar koma í Sigurlaug Jónasdóttir „Svartklædda konan“ fær góða umsögn hjá dómnefndinni. Flyt- ur texta mjög vel og er mjög eðlileg í sjónvarpi. Hefur „rétta jafnvægið milli hins formlega og hins alþýðiega" en mætti vera glaðlegri því að heimurinn er ekki að farast. Hún tekur starfið fullalvarlega og má þess vegna ekki kynna og afkynna gaman- myndir. Ahorfandinn fær bak- þanka og fer að velta fyrir sér hvort hún hafi ekki verið að horfa á sama efni. Guðmundur Bragason Tilbreyting að hafa karl á skján- um en konur fá samt ekki í hnén þegar hann birtist. Guð- mundur er svo sem ágætur en Einar Örn hefur samt vinning- inn. Það sést á Guðmundi að hann hefur ekki sömu reynslu og Einar. Svolítið stífur en ekk- ert beinlínis í hans fari sem truflar áhorfandann. Þuríður Sigurðardóttir Alþjóð veit hve hláturmild Þur- íður Sigurðardóttir er. Hún fær góða dóma sem útvarpsmaður með sinn smitandi og skemmti- lega hlátur en misjafna dóma í sjónvarpi. Getur Jm' miður ekki leyft sér að skellihlæja við dag- skrárkynningu í sjónvarpinu og dómnefndin hefur stundum á tilfinningunni að hún verði að halda aftur af sér. Þuríður sést alltof sjaldan en þykir alltaf lát- Iaus og fín í klæðaburði. Mörg- um þykir hún eðlileg, jafnvel yf- irburða góð þula og talandi dæmi um það hvernig flott þula á að vera. Öðrum þykir hún til- gerðarleg og stressuð. Nær ekki að vera hún sjálf í sjónvarpi. Kristín Lúðvíksdóttir Kem henni ekki fyrir mig og því rænir hún greinilega ekki sen- unni. Boðskapurinn kemst þó ágætlega til skila. Jóhanna Vilhjálmsdóttir Hefur ekki eins eðlilegan talanda og hin og hefur því meira fyrir því að koma dag- skrárkynningunni frá sér. Jó- hanna virðist hafa lag á að láta ekki taka mikið eftir sér. Er samt frjálsleg og sportleg og alltaf gaman að sjá hana. Einar Öm Stcfánsson Einar Örn er prinsinn í hópn- um, fær afbragðsdóma hjá öllum í dómnefndinni. Hann þykir af- slappaður og þægilegur, fæddur sjónvarpsmaður með góða rödd og þægilega útgeislun í sjónvarpi án þess að ræna sviðsljósinu. Ahorfandinn fær á tilfinninguna að hann hafi ekki gert annað um ævina en að vera sjónvarpsþulur. Sérstaklega er tekið eftir því að Einar hefur gjarnan höndina í vasanum. Hann fær plús fyrir það. -GHS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.