Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 2
18-LAUGARDAGUR 6.DESEMBER 1997 ro^tr LIFIÐ í LANDINU Sjónvarpsþulan Jóhanna Vilhjálms- dóttir er ung að árum, ekki nema 26 ára gömul, en samt orðin stjúpmóðir þriggja drengja á unglingsárum. Jó- hanna hefur ruglað saman reitum sín- um og búið með Birgi Þór Bragasyni, torfærumanni og þáttagerðarmanni, í tæpt ár. I púkkið leggur hún rúmlega íjögurra ára dúllu en Biggi á þijá stráka, 13, 14 og 16 ára, og eru þeir allir á heimilinu. Lítill aldursmunur kemur þó tæpast að sök því að fjöl- skyldumeðlimir eiga ýmislegt sameiginlegt. Biggi og Jóhanna hafa sjónvarpsástríðuna og unglingarnir og Jóhanna eru í skóla en hún klárar stjórnmálafræðina frá Hl í vor. Það er því í nógu að snúast. Tilnefningar til íslensku bókmennta- verðlaunanna verðar kynntar á mánudaginn. Menn telja þijá höf- unda örugga með tilnefningu í flokk fagurbókmennta. Það eru þeir Einar Már Guðmundsson, Guðbergur Bergsson og Gyrðir Elíasson en bækur þeirra þetta árið þykja með því besta sem þeir hafa skrifað á ferli sín- um. Reiknað er með einum kvenrit- höfundi í hópinn og eru þá Kristín Ómarsdóttir og Friðrika Benónýs taldar líklegastar. Fimmti maðurinn gæti orðið Sigurður Pálsson, Sigurjón Magnússon, Jón Kalman Stefánsson eða jafnvel Sigfús Daðason. Baráttan um verðlaunin er þó talið standa milli þríeykisins áðurnefnda og aðrir höfundar eru ekki taldir eiga möguleika gegn þeim. Sérfræðingarnir eru þegar farnir að spá í úrslitin. Guðbergur hlaut á sínum tíma verðlaunin fyrir Svaninn og því er talin heldur ólíklegt að hann hljóti þau í annað sinn. Mörgum fínnst sem röðin sé komin að Gyrði Elíassyni, einu mesta séní íslenskra samtímabók- mennta. Hann er þó engan veginn ör- uggur með að hreppa hnossið því mesti skandall í sögu verðlaunanna varð þeg- ar „gleymdist" á sínum tíma að tilnefna skáldsögu Einars Más Guðmundssonar Engla alheimsins, en hún hlaut síðan Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Það væri því ekki ólíklegt að bætt yrði fyrir vanræksluna með því að verðlauna Einar og vissulega væri hann vel að verðlaununum kominn. Gyrðir Elíasson. Fáir gagnrýnendur eru jafn vaskir og djarfír og barnabóka- gagnrýnandi Aðalstöðvarinnar sem dæmir bækur á laugar- dögum í útvarpsþættinum Kaffi Gurrí. Ragnhildur Rakel Hanson er fimm ára gömul og bað sérstaklega um að fá að gefa bókum, sem hún gagnrýndi, stjömur. A dögunum fjall- aði hún um bók sem ber nafriið Hanna frænka fer upp í sveit. Nú skyldi enginn ætla að Ragnhildur Rakel bruðli með stjörnur því hún er kröfuharður lesandi eins og kom berlega í Ijós þegar hún ritdæmdi bókina Grísinn og prinsessan. Þar segir frá prinsessu sem kyssir grís og hann breytist umsvifa- laust i prins. Þegar prinsessan fær Ieið á prinsinum kyssir hún hann aftur og hann breytist aftur í grís. Prinsessan er harðánægð í sögulok og segist vera hrifnari af grísum en prinsum. Þetta voru sögulok sem Ragnhildi Rakel voru ekki að skapi og hún gaf bókinni eina stjörnu með þeim ummæl- um að svona mættu höfundar ekki enda bækur sínar Þótt menn séu vinsælir og dáðir, þá er það ekki tekið út með sældinni að sækja grasrótina heim á landsbyggð- inni með gítar sér við hlið. Þessu hef- ur Bubbi Morthens kynnst á margra ára ferli og þessvegna hafði hann vaðið fyrir neðan sig áður en hann lagði á tröndina í vetur. Til að fjármagna ferðina og lágmarka það hugsanlega Qárhagstjón sem getur •orðið í slíkum túrum fékk hann 300 þúsund króna styrk úr félagsheimila- sjóði. Sá sjóður mun vera í vörslu menntamálaráðuneytisins. 5 ára krakkar úr leikskólanum Árborg spjalla við Gerði Róbertsdóttur íÁrbæjarsafni. mynd: eól Jólinígamladaga „Nú erum við komin út í sveit, sjáiði krakk- ar, það eru engin hús í nágrenninu, “ segir Gerður Róbertsdóttir með mikilli innlifun í röddinni. „Og í eld-eldgamladaga, þá var þetta alvöru sveit og þetta hús var bóndabær. Hvað er á þakinu, krakkar?" spyr hún hópinn, sem eru 5 ára krakkar úr leikskólan- um Arborg. Þau eru komin í Ar- bæjarsafn og að gamla Arbæ, til að ffæðast um jólin í gamla daga. Jólakort, messa og kakó Á aðventunni koma margir hóp- ar barna úr skólum og leikskól- um í Árbæjarsafri og fá þar fræðslu um jólahaldið og gamla tíma. Tvo sunnudaga í aðvent- unni nú, 7. og 14. desember, verður svo haldin árleg jólasýn- ing safnsins, sem opin er al- menningi. Þar gefst fólki tæki- færi til að koma og skoða og taka þátt í jólahaldinu eins og það var. „Við reynum að hafa jóla- skrautið í hverju húsi fyrir sig þannig að það samsvari and- blænum á þeim tfma og því sem húsið stendur fyrir,“ segir Gerð- ur. „Það eru á milli 40 og 50 manns sem vinna við þessa sýn- „í eld-eldgamladaga, þá var þetta alvöru sveit og þetta hús var bóndabær ingu beint, fyrir utan allan und- irbúning. Fólk verður að skera út laufabrauð og baka, búa til tólgarkerti og jólaskraut. í gömlu prentsmiðjunni okkar verða prentuð jólakort og svo er opið í Dillonshúsi fyrir þá sem vilja fá sér kakó og kökur,“ bætir hún við. Einnig verðu messað í gömlu safnkirkjunni, sem er frá Silfra- stöðum í Skagafirði. Messan hefst kl. 14 og það er sr. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson sem messar. Hann er með hærri prestum og kirkjan ein sú minnsta á landinu. Að auki verð- ur jólatrésskemmtun kl. 15. Ný leikfangasýning Ekki er allt talið upp enn, því nýbúið er að setja upp splunku- nýja leikfangasýningu, sem ber nafnið „Fyrr var oft í koti kátt“. í gömlu pakkhúsi neðst á lóðinni hefur gömlum og nýjum leik- föngum barna verið raðað upp eins og líklegt er að herbergin hafí litið út á hinum ýmsu tím- um og ekki er að efa að flestir, ef ekki allir, muni kannast við eitthvert herbergjanna. Þessi sýning er mjög skipulega upp sett og alveg ótrúlega Ijölbreytt. Leikföng frá landnámi og til okkar daga, hvorki meira né minna. Það verður ekki erfítt að eyða sunnudeginum í Árbæjarsafni, svo mikið er víst! vs Maður vikunnar Maður vikunnar er Guðbergur Bergs- son, rithöfundur, fyrir að láta ekki ein- hverja kvikmyndamógúla leiða sig út af braut hins sanna listamanns. Hann bregður ekki svip þótt Hollywoodgæjar komi með glæst tilboð en krefstfullra listrænna yfirráða yfir verki sínu; annars verði það einfaldlega ekki fest á filmu. Sjaldgæf viðhorf á þeim tímum þegar allt virðist falt fyrir peninga. Bravó, Guðbergur! Guðbergur Bergsson: lltt uppnæmur fyrir tilboðum frá Hollywood.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.