Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 16

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 LÍFIÐ t LANDINU JÓHANNESARSPJALL Kei kð og Salómons- dómur Davíðs Málefni hvalsins Keikó hafa verið að þvælast fyrir eðlilegum sam- skiptum Islend- inga og Banda- ríkjamanna í nokkra mánuði. Amerískir hvala- vinir vilja koma Keikó á heima- slóðir við Island og vonast til að ættingjar hans þar taki fagnandi á móti glataða syninum og slátri jafnvel kálfi í tilefni dagsins. Is- lenskir vísindamenn telja hins- vegar að Keikó sé orðinn svo mengaður og sýktur og spilltur eftir umgengni við mannfólkið í hinu þéttbýla USA, að ekki sé ráðlegt að hleypa honum aftur í sjávardreifbýlið við Island. Pattstaða Það hefur sem sé verið pattstaða í málinu um skeið. En nú fer væntanlega að rætast úr þegar Davíð Oddson hefur blandað sér í málið og býr sig undir að höggva á Gordíonshnútinn og kveða upp sinn Salómonsdóm. Davíð hefur sem sé tekið vel í málaleitan Hvala-Kana og telur að vel megi athuga að taka á móti Keikó. Hann yrði vistaður í einhverjum firði á Austfjörðum og yrði firðinum lokað í eitt ár meðan Keikó væri að samlagast náttúrulegu umhverfi á nýjan Ieik. Þetta telur Davíð að verði já- kvæð auglýsing fyrir Island en afturámóti yrði það illa séð og óstinnt tekið upp ef við neituð- um að taka á móti Keikó. Mel Gibson og Egill á Seljavölliun Nú munu ýmsir henda gaman að þessum yfirlýsingum Davíðs og hafa að háði og spotti. Og segja hugsanlega að hann sé þarna aðeins að skapa aðstæður sem gætu orðið prýðilegt efni í sögu f næsta smásagnasafni. En Davíð hefur, eins og svo oft áður, lög að mæla í þessu máli. Keikó myndi á einu ári auka tekjur okkar af ferðamönn- um um tugi milljóna. Á síðasta ári streymdu hingað ferðamenn til þess að berja augum hvali sem þeir þekktu hvorki haus né sporð á. Og hve mildu miklu fleiri myndu ekki koma til þess að sjá heimsfrægan kvikmynda- leikarahval á borð við Keikó, svamlandi inni í afgirtum aust- firskum firði? Þetta er svo augljóst að það þarf varla að ræða það. Alíka samanburður væri ef við ættum t.d. kost á því að loka Egil á Seljavöllum inni í búri á Aust- fjörðum og láta það berast út um heimsbyggðina að Egill yrði þar til sýnis næsta árið. Með öllu óvíst er að túristar kæmu hingað tugþúsundum saman til að betja Egil augum í búrinu. Ef við hins vegar fengjum Mel Gib- son til að dvelja í búrinu í eitt ár og auglýstum það sérstaklega, þá er borðleggjandi að túristar myndu streyma hingað upp- styttulaust til að sjá Mel. Hinn nafntogaði Ástralíumaður myndi sem sé trekkja meira en Aust- firðingurinn sem er tiltölulega óþekktur á heimsvísu. Hið sama gildir auðvitað hvað varðar Keikó gagnvart nafnlausu og óþekktu hvölunum á Skjálf- anda. Brandararíktn, hvalir og jarðsprengjur Og annað sem vert er að hafa í huga í þessu máli. Nú er það al- veg Ijóst að „Brandararíkja- menn“ eru margir hverjir meiri hvalavinir en mannvinir, a.m.k. ef marka má opinbera afstöðu þeirra í ýmsum mannúðarmál- um í samanburði við samúð þeirra þegar hvalir eru annars vegar. Þetta gætum við notfært okk- ur í ýmsan hátt. Við gætum t.d. sett skilyrði fyrir því að Keikó fái að koma hingað. Við getum m.a. krafist þess að Ameríkanar skrifi undir sáttmála um bann við notkun á jarðsprengjum. I því máli hafa þeir mjög dregið lapp- irnar, því þó undarlegt megi virðast, þá virðist það skipta meiru máli að einn heimsfrægur kvikmyndahvalur fái að komast heim í faðm fjölskyldu sinnar, en að komið sé í veg fyrir að börn út um allan heim missi líf og limi vegna djöfullegra tóla á borð við jarðsprengjur. Þetta er vissulegá einkennilegt siðferði, en sjálfsagt fyrir Is- lendinga að notfæra sér það og koma um Ieið góðu til leiðar. Við sem sé bjóðum Bandaríkja- mönnum að taka við Keikó og krefjumst þess um leið að þeir samþykki algjört bann við notk- um jarðsprengja. Væntanlega eru Davíð og ís- lensk stjórnvöld með eitthvað slíkt í huga í þessu máli og ber að fagna því. Jóhannes Sigupjónsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.