Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 14

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 14
30 - LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 HEILSULÍFIÐ í LANDINU „Magi fólks er misjafnlega viðkvæmur fyrir fúkkalyfjum. Sumt fólk er þannig að það þarf lítið til að bakteríuflóran raskist, “ segir Kristján P. Guðmundsson. Læknar ráðleggja slíku fólki oft að borða súrmjólk, óbragðbætta jógúrt eða taka inn mjólkursýru- geríabytki. mynd: bg. Súrmjólk eða hylM með fúkkalyí'imi Nauðsynlegt getur veríð að taka inn mjólkursýrur sam- hliðajukkalyfjum. Fúkkalyf in raska flórujafnvæginu í likamanum oggeta valdið meltingartruflunum og óþægindum í maga og enda- þarmi. „Magi fólks er misjafnlega viðkvæmur fyr- ir fúkkalyfjum. Sumt fólk er þannig að það þarf lítið til að bakteríuflóran raskist. Þeg- ar fólk fær fúkkalyf þá er það oft með miða upp á að kaupa Acidophilus eða ein- hvem mjólkursúrmat, til dæmis óbragð- bætt jógúrt og náttúrulega ab-mjólk. Sum- ir þurfa að taka það með fúkkalyfjum til að halda jafnvægi í bakteríubúskap magans. Apóteksform er kannski þægilegra. Það er hægt að taka skammtinn í nokkrum hylkj- um. I hinu tilfellinu þarf maður að borða talsvert,“ segir Kristján P. Guðmundsson apótekari. Slæm bakteríusýking hefur gengið und- anfarnar vikur og hafa margir fengið tilvís- un á fúkkalyf eða penisillfn hjá lækni til að komast í skóla eða vinnu. Penisillín raskar jafnvægi bakteríuflórunn- ar í líkamanum, getur drepið bakteríuflóru í maga og jafnvel endaþarmi og valdið meltingartruflunum og niðurgangi. Stundum mæla Iæknar með því að borða súrmjólk, ab-mjólk eða aðrar afurðir með mjólkurbakteríum samhliða penisillíni til að viðhalda jafnvæginu í Iíkamanum. Sumir þurfa þó að grípa til róttækari ráða í samráði við lækni. Þar þarf að taka inn mjólkursýrur í mat eða hylkjum, jafnvel í forvarnaskyni. Fólk kemur með miða - Heldurðu að læknar mæli markvisst með mjólkursýrum þegar þeir gefa tilvísanir á fúkkalyf? „Það er ég ekki viss um. Eg held að fólk reki sig á og hafi samband við hjúkrunar- fræðing, Iyfjafræðing eða lækni til að fá ábendingar. Ég held að það sé ekki al- menn regla að sumir læknar bendi fólki á að kaupa Acidophilus en það getur vel ver- ið að margir heimilislæknar bendi fólki á að borða súrmjólk eða þvíumlíkt ef það fær iðrakvef. Það kemur fyrir að fólk er með minnismiða og ætlar að fá Paraghust eða Acidophilus," svarar Kristján. Magasýrugerlarnir Paraghust og Acidophilus eru náttúrulyf og hafa engar aukaverkanir ef þau eru tekin í eðlilegum skömmtum. Þau innihalda ræktaða mjólk- ursýrugerla og bæta gerlagróður melting- arvegarins. Acidophilus er hægt að fá, eins og áður segir, í ýmsum mjólkurvörum en einnig er hægt að kaupa Acidophilus í matvöruverslun eða apóteki. -GHS. KYNEIFID Fyrstu skrefín í kynlífínu Halldóra Bjarnadóttir skrifar Þegar unglingar verða kynþroska fara þeir að velta kynferðismálum fyr- ir sér. Þeir prófa sig jafn- vel áfram á því sviði og þá oftar en ekhi án samráðs eða samþykkis foreldra sinna. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur foreldrana að undirbúa okkur sjálf og ekki síður bömin undir þennan lið í þroskaskeiði unglings- ins. Foreldrar eiga að fræða rniglinginn Það eru sjálfsagt jafn margar leiðir að þessu marki og mennirnir eru margir, en eitt er þó víst, að hlutverkið er foreldr- anna. Komið er mjög gott námsefni í marga skóla á landinu, sem heitir „Lífs- gildi og ákvarðanir". Gefur þetta námsefni góða ástæðu til að taka málið fyrir á heim- ilinu og fræða unglinginn um það sem okkur finnst nauðsynlegt að hann viti, áður en hann hefur kynlíf. Helsta vanda- mál foreldra er sjálfsagt að finna rétta augnablikið til að hefja fræðsluna. Það versta sem foreldrar gera bæði sjálfum sér og unglingunum er, að láta eins og málið sé ekki á dagskrá og öll fræðsla um þessi mál komi frá misvitrum vinum og jafn- öldrum, eða jafnvel úr klámblöðum. Gef- Þegar unglingar verða kyn- þroskafara þeirað velta kyn- ferðismálum fyrírsér. Þeir prófa sigjafnvel áfram á því sviði ogþá oftaren ekki án samráðs eða samþykkis for- eldra sinna. ur það unglingum oft kolranga mynd af þeim yndislega hlut sem kynlífið er og það tjáningarform á ást, virðingu og um- hyggju, sem það veitir einstaklingnum í náinni samveru við annan einstakling. Fyrsta kynlífsreynslan Þegar kemur að jafn stórri ákvörðun og því að hafa samfarir í fyrsta skipti, eru ýmsir hlutir sem gera þarf upp við sig, eins og það hvort maður er yfirleitt tilbúinn. Stundum verður ungt fólk fyrir miklum utanaðkomandi þrýstingi. Virðist upp- Iifunin oft sú, að allir séu að gera það þeg- ar allir eru í raun á sama stigi í sínum þreifingum og pælingum. Goðsagnir um það, að strákar hafi meiri og sterkari kyn- hvöt en stelpur, eru enn við lýði. Kynhvöt er hinsvegar fremur einstaklingsbundin en kynbundin. Kynhvötin og löngunin get- ur verið mismikil um ævina. Það geta komið tímabil í lífi okkar allra, þar sem við höfum takmarkaðan áhuga á kynlífi og þörf okkar fyrir kynlíf vaknar ekki endilega um leið og við verðum kynþroska. Af- bragðsgóður bæklingur hefur verið gefinn út um unglinga og kynlíf sem heitir „Sex + fjórir" kaflar um unglinga. Hægt er að kaupa hann gegn vægu verði á heilsu- gæslustöðvum og hjá skólahjúkrunarfræð- ingum. Sendið Halldóru línu. Netfangið er rit- stjori@dagur.is r AF LÍFI OG SÁL Spumlngamar hraimast upp Kirkjan hefur átt undir högg að sækja að undanförnu og því nær starfsemi alls kyns sértrúarhópa og spíritista að grassera í þjóðfélag- inu. Mannskepnan er gædd þeim eiginleikum að þurfa sífellt að leita skýringa og afla sér fræðslu þó að sú leit sé ekki alltaf sem vísindalegust. I veikind- um og öðru mótlæti verða menn veikir fyrir og láta til leiðast að mæta á fundi sértrúarhópa í þeirri von að hljóta hugg- un og kannski styrk til að halda áfram. En þar er gildran. Þegar komið er inn í hring- inn er tangarhaldinu náð og viðkomandi losnar ekki svo glatt aftur. Þetta getur verið varasamt. Rökhyggjufólki virðist stundum sem sértrúarhópar vinni markvisst að því að afla sér fylgis auðtrúa sála og það með eftirtektarverðum árangri. AI- 'f kunna er frá útlöndum að trú- -tlJ- boðar þræða Staði þar sem únmana sálir leynast, spjalla vingjarnlega og bjóða á fundi eða í mat í einhverri félagsmið- stöðinni - hljómar ósköp meinleysislega en er það kannski ekki við nánari kynni. Hver man ekki eftir fréttum frá Banda- ríkjunum þar sem leiðtogarnir lifa hátt og láta þræla fyrir sig? Svo langt er ekki gengið hér á Iandi, svo að vitað sé, en grunnt getur verið á því, að minnsta kosti miðað við áhugann sem ríkir á andlegum málefnum. Sömuleiðis verða skynsamir menn tor- tryggnir þegar spíritisma og miðilsfundi ber á góma. Hvað er ver- ið að fikta við og hvers vegna? Vita menn hvað þeir eru að leika sér að? Er virkilega hægt að ná sambandi við framliðna gegnum miðil? Spurning- arnar hrannast upp en svörin vantar. For- vitni er hægt að skilja en er þetta ekki svolítið langt gengið? Guðrún Helga Fólk sem hefur lent í erfiðleikum í lífinu þarf fyrst og fremst á huggun og félags- skap ættingja, vina og kunningja að halda. Stórfjölskyldan er sem betur fer enn þann dag í dag sterk í ís- . | íf lensku þjóðfélagi og styður við j^ŒpBB^^ltakið á sínu fólki. En því mumia* niiður eru einstæðingarnir margir. Við erfiðar aðstæður lætur fólk auðveldlega draga sig með í hóp sem það annars myndi ekki blanda sér í. Við þannig aðstæður getur fólk gleymt sér í trúnni og trúardýrkuninni og hlýtt blint og gagnrýnislaust. A stundum minnir þetta á heilaþvott og það er slæmt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.