Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 15

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 6.DESEMBER 1997- 31 JOagUT- LIFIÐ I LANDINU Allaf í j akkalotiini Mégane Coupé AxelAxelsson stýrír morgunútvarpi Matt- hildarogfrá sex til tíu koma til hans um 120 viðmælendurá máðuði. Hannlítur samt aldrei út eins og tuska. Axel Axelsson lendir alltaf í því að stjórna morgunútvarpi á þeim stöðvum sem hann hefur verið hjá. „Eg sef svona fimm til sjö tíma og af því að við erum að fara að tala um föt þá er ekkert betra á morgnana, þegar maður er ný- vaknaður, en að fara í sturtu og klæða sig síðan snyrtilega, setja bindið upp í háls og þá er maður tilbúinn, ferskur og fínn.“ Axel er alltaf í jakkafötum. „Þetta er líka svo auðvelt, ég er í jakkafötunum 2-3svar og læt síðan hreinsa þau en gallabuxur þarf maður alltaf að vera að þvo, ég get ekki verið í gallabuxum nema einn dag. Maður er Iíka nokkuð öruggur með að koma þokkalega vel fyrir þegar maður er í jakkafötum." Finnst þér þú aldrei offínn? „Nei, öðrum finnst það. Menn spyrja mig hvort ég sé virkilega alltaf í jakkafötum og með bindi. Ef ég mæti í vinnuna að kvöldlagi í gallabuxum og bol taka allir eftir því og hafa orð á.“ En Axel er af og frá í Iakkskóm við fötin dags daglega. „Nei, ég er í vetrarskóm. Mér finnst alltaf hallærislegt þegar menn eru í jakkafötum á Islandi á vet- urna og í lakkskóm við. Ég er Is- lendingur og þori alveg að vera í réttu skónum.“ Ekki í bíló í jakkafotum Þegar Axel kemur heim úr vinn- unni fer hann yfirleitt í galla- buxur. „Já, ég er þá að leika við stráldnn minn og maður er ekki í bfló í jakkafötum. Síðan hef ég lent í því að sofa yfir mig og þá þarf maður að fara í bol og gallabuxur og út í bfl. Þetta er hrikalegt, sleppa sturtunni og allt maður.“ Er ekki leiðinlega litill munur ú hversdags fötunum þínum og þeim fínu? „Jú, að vísu. Það er helsti gall- inn en þá á ég gömlu fötin hans afa til hátíðabrigða. Þetta eru svona föt sem minna á föt gömlu blaðamannanna í gömlu ifgreiðslustjóri á Akureyri Eimskip óskar eftir að ráða í starf afgreiðslustjóra (yfiroerkstjóra) við skipa- og vöruafgreiðslu fyrirtækisins á Akureyri. Leitað er að duglegum og áhugasömum einstaklingi íframtíðarstarf. Helstu verkefni: • Þjónusta við viðskiptavini og samskipti við starfsstöðvar Eimskips innanlands og erlendis. • Dagleg yfirumsjón með starfsemi skipa-, vöruhúsa- og löndunarþjónustu á Akureyri. • Stýring mannafla og skipulagning vinnutilhögunar. Að jafnaði starfa um 16 starfsmenn undir stjórn afgreiðslustjóra. • Eftirlit með ástandi og skipulagningu viðhaldsmála vegna tækjakosts og almenns búnaðar. • Þátttaka í gæðastarfi. EIMSKIP Slmi 525 7373 • Fax 525 7379 Netfang: mottaka@eimskip.is Heimasíöa: http://www.eimskip.is Menntunar- og hæfniskröfur: • Stúdentspróf og/eða önnur framhaldsskólamenntun, s.s. skipsstjórnar-, vélfræði- eða iðnmenntun. • Starfsreynsla. • Sjálfstæð vinnubrögð og fæmi í mannlegum samskiptum. • Góð enskukunnátta. • Reynsla í tölvunotkun (Word/Excel/AS-400). Fyrir réttan starfsmann er í boði fjölbreytt, áhugavert og krefjandi starf með margvíslegum tækifæmm til faglegs og persónulegs þroska. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist til starfsþróunardeildar Eimskips, Pósthússtræti 2,101 Reykjavík fyrir 16. desember nk. Nánari upplýsingar um starfið gefur Garðar Jóhanns- son forstöðumaður EIMSKIPS á Akureyri (ekld í síma). Eimskip leggur áherslu á að auka hlut kvenna í ábyrgðarstöðum hjá fólaginu og stuðla þar með að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. / sérsaumudum jakkafötum sem afmn átti. „Mérþykir mjög vænt um þau, afi var aðeins feitlagnari en ég en þaö kemur ekki að sök. Þessi föt nota ég þegar eitthvað sérstakt stendur til.“ myndir: hilmar. myndunum, það vantar bara hattinn." Ertu mikill skartmaður? „Já, ég er dálítið fyrir glingur. Ég er alltaf með gull, úrið mitt og hring- urinn hafa geng- ið í ættir. Síðan er ég með giftingar- hringinn og hring- inn sem konan „Ég tengist hlutum mikið og þeir verða hluti afmér. Hringurinn og úrið eru ættar- gripir sem mér þykir mjög vænt um.“ mín gaf mér þegar við giftum okkur, og alltaf með kross. Það skiptir mig miklu máli að hafa þetta dót á mér.“ Ertu trúaður? ____________ ,Já. Ég fer samt ekki í kirkju á hverjum sunnudegi, er ekki með krossinn vegna þess. Mér finnst hann flottur en held líka að fólk beri ómeðvitaöa virðingu fyrir kross- inum. Hið sama gildir um jakka- fötin, fólk ber virðingu fyrir þeim sem kemur vel fyrir og þegar ég ætla að lesa yfir ein- hveijum fer ég í fínustu jakka- fötin mín. Þetta er allt spurning um framkomu." Flvað finnst þér um klæðaburð fjölmiðlafólks? „Sumir þykjast kannski kunna of vel að klæða sig. Það er mikil jakkafatamenning upp á Is- lenska útvarpsfélagi, sem er fín, síðan er lopapeysuliðið á Rás 2. Á Matthildi er þetta blandað." -MAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.