Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 4
T ', I r }' ) i' ( £ T> 20 - LAUGARDAGUR S.DESEMBER 1997 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU Elías Snæland Jnnsson ritstjóri bókaB HILLAN „... stórbraskari og stórskáld, fé- sýslumaður, sem fyrirleit jarð- neska muni, með yfirlæti og sundurgerð á ytra borði, en auð- mýkt og sektarvitund í hjarta, gjarn á glaum, óhóf og munað, á flótta frá sjálfum sér, án þess að finna athvarf svölunar og gleym- sku.“ Þannig lýsti Sigurður Nordal, prófessor, þeim umdeilda manni Einari Benediktssyni í útvarpser- indi á sjötíu og fimm ára afmæli kappans sem þá bjó harla göngu- móður í Herdísarvík. Þótt ýmsir hafi orðið til að skrifa um ævi og skáldskap Ein- Þ J ÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20 Fiðlarinn á þakinu eftir Boch/Stein/Harnick í kvöld Id. uppselt föd. 2/1 laus sæti Grandavegur7 eftir Vigdísi Grímsdóttur leikgerð Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Á morgun sud. nokkur sæti laus þrd. 30/12 - Id. 3/1 Hamlet William Shakespeare Frumsýning á 2. í jólum 26/12 örfá sæti laus 2. sýning Id. 27/12 nokkur sæti laus 3. sýning sd. 28/12 nokkur sæti laus 4. sýning sud. 4/1 Sýnt í Loftkastalanum kl. 20 Listaverkið eftir Yasmina Reza Id. 3/1 LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mád. 8/12 Bókalest^rr á aðventu. Gjafakort er kærkomin gjöf. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. 13-18, miðvikud.- sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. ars (þeirra á meðal skáldið Stein- grímur J. Þorsteinsson, pólitíski fagurkerinn Jónas Jónsson frá Hriflu, listfræðingurinn Björn Th. Björnsson og sagnaþulurinn Gils Guðmundsson) hefur eng- inn kafað ofan í allar tiltækar frumheimildir með sama hætti og Guðjón Friðriksson, sem nú hefur sent frá sér fyrsta bindi nýrrar ævisögu Einars Benedikts- sonar. Hér rekur Guðjón á tæp- lega fjögur hundruð blaðsíðum líf og starf Einars fram til ársins 1907, en þá flytur hann með fjöl- skyldu sína til Bretlands. Áhrif föðurins Að mörgu Ieyti er þetta fyrsta bindi ekki aðeins saga Einars heldur einnig föður hans, Bene- dikts Sveinssonar. Líf þeirra feðga var afar sterklega sam- tvinnað allt frá barnæsku Einars og þar til Benedikt féll frá árið 1899. Því var haldið fram að skáldgáfuna hefði Einar fengið frá móður sinni, Katrínu Einars- dóttur frá Reynistað í Skagafirði. Það er hins vegar enn Ijósara en áður eftir lestur þessarar bókar að skapofsann, braskaraeðlið, stjórnmálaskoðanirnar og drykkjuástríðuna hefur hann frá föður sínum. Flestir þeir stjórnmálamenn sem börðust um völd og áhrif eft- ir fráfall Jóns Sigurðssonar for- seta voru ekki vandir að meðul- um. Benedikt Sveinsson var þar engin undantekning. Hann var ekki aðeins mikill málafylgju- maður í stjórnmálum, heldur hagaði sér líka eins og ribbaldi í fjármálum. Honum tókst ekki að halda fjölskyldunni saman - frek- ar en Einar síðar - og kom það niður á uppeldi Einars og heilsu- fari. Ljóst er að Benedikt og syst- ir hans, kvenskörungurinn Þor- björg Sveinsdóttir, höfðu afar mikil áhrif á Einar alla tíð. Fyrsta dagblaðið I ævisögu Einars hlýtur saga blaðamannsins, stjórnmála- mannsins og fjármálamannsins að taka mikið pláss. Svo er einnig hér. Guðjón rekur alla þessa þætti ítarlega og byggir þar ann- ars vegar á prentuðum heimild- um, sem auðvitað eru miklar að vöxtum, en einnig á bréfum og fjölmörgum öðrum gögnum sem hann hefur komist yfir á söfnum og hjá einkaaðilum í leit sinni að sannleikanum um Einar Bene- diktsson. Hér má lesa ítarlega um stjórn- málaátökin sem Einar átti hlut að fyrir og eftir síðustu aldamót, en þar bar auðvitað mest á deil- um um samskiptin við Dan- mörku (hann hafði ekki trú á sjálfstæðu Islandi). Hann gerðist stórtækur í blaðaútgáfu og kom út fyrsta fslenska dagblaðinu, Dagskrá, sem að vísu átti ekki langa lífdaga sem slfkt. I blaða- skrifum sínum rakti hann ítar- lega og af eldmóði hugmyndir um fjöllireyttara atvinnulíf með aðstoð erlends fjármagns, en þær fengu ekki mikinn hljómgrunn - vafalaust í og með vegna þess að margir samtíðamenn töldu að honum væri ekki treystandi í fjár- málum. Sannfæringarkraftur Einars var hins vegar mikill þeg- ar hann náði mönnum á eintal; hann gat jafnvel snúið þeim sem vissu innst inni að þeir ættu ekki að treysta honum. Skal verða skáld! „Þú verður aldrei skáld!“ sagði Árni Þórarinsson við Einar á skólaárunum. Svar hans er frægt: „Ég skal verða skáld!“ (bls. 78). Það var eitt af þeim loforðum sem hann stóð við. Einar birti fyrsta Ijóð sitt í Sunnanfara árið 1891. Áður en hann hvarf af landi brott árið 1907 var hann orðinn „eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar í hugum Islendinga" (bls. 331). Guðjón tengir vel saman sum helstu ljóðin og þann veruleika og hughrif sem þau voru sprottin úr. Þar voru hug- sjónir hans um glæsta möguleika lands og þjóðar gjarnan í for- grunni, en einnig leit hans að al- heimssálinni. Sá Einar Benediktsson sem birtist okkur í þessari læsilegu ævisögu er stór í sniðum. Hann er stór bæði í kostum sínum og göllum. Fyrir þjóðina skiptir auð- vitað mestu máli að Einar var stór í skáldskapnum. Hann skildi eftir sig Ijóðafjársjóð sem mun halda gildi sínu á meðan þjóðin kann að lesa íslenskar bók- menntir. PS:Við vinnslu bókarinnar hafa orðið nokkur mistök við tengingu texta og tilvísana. Þetta er mest áberandi í köflum 16 og 17, en kemur einnig fyrir víðar og er Iýti á annars vandaðri bók. Sólin á himni hlý Þau Ingibjörg og Þórarinn Hjart- arbörn frá Tjörn í Svarfaðardal hafa ráðist í það vandasama verk- efni að fella saman efni úr ýms- um áttum í endurminningabók um föður sinn. Vandasamt hlýtur verkið að teljast af ýmsum ástæð- um. Hirti entist því miður ekki aid- ur né heilsa til að ganga sjálfur frá endurminningum sínum nema að Iitlu Ieyti. Söguritarar eru börn Hjartar í mikilli nálægð við veikindi hans og fráfall. Síð- ast en ekki síst var Hjörtur á Tjörn stórbrotinn og margslung- inn maður sem kom víða við á langri og starfsamri ævi. Hvernig til hefur tekist verður auðvitað hver og einn að dæma endanlega fyrir sig, en undirrit- aður Iauk lestrinum ánægður og þakklátur fyrir myndarlega bók sem er öllum aðstandendum til sóma. Mest um vert er að bókin gefur þegar upp er staðið frá lestrinum nokkuð heillega mynd af Hirti og lífshlaupi hans. Á köflum er auðvitað farið hratt yfir sögu, efniviðurinn kemur úr ólíkum áttum, er misítarlegur og uppbygging bókarinnar krefst þó nokkurs af lesandanum. I Ijósi aðstæðna gat þetta ekki öðruvísi orðið og bókin um bókina, sjálfsævisöguna sem Hjörtur á Tjörn ætlaði að skrifa, er vandað, hlýlegt og fallegt verk. Við lestur bókarinnar kemur fljótlega í Ijós að allar áhyggjur af nálægð söguritara við viðfangs- efnið eru óþarfar. Verkið er laust við alla væmni og oflof, sem stundum fellir tilraunir náinna aðstandenda til að fjalla um ætt- ingja sína. Kunnugir geta að vísu sagt sér það fyrirfram að Tjarnar- fólki er Iítt hætt við slíku. Hisp- ursleysi og hreinskilni einkenna frásögnina þó engum dyljist að Hjörtur hefur verið þeim börn- um sínum bæði félagi og vinur ekki síður en faðir. Bókin, Spor eftir göngumann er auðvitað fyrst og síðast ævi- saga Hjartar á Tjörn. Lífshlaup hans og þroskasaga er rauði þráðurinn, en um leið verður til ættarsaga, saga bújarðar, bónd- inn, göngugarpurinn og hagyrð- ingurinn Hjörtur Eldjárn Þórar- insson stígur fram. Að lokum er það svo að eftir lesturinn, heilar 330 blaðsíður situr aðallega eftir sú tilfinning að gaman hefði ver- ið að fræðast meira. Þar má t.d. nefna aðdragandann að framboði Kristjáns Eldjárn til embættis forseta og kjör hans frá sjónar- hóli fjölskyldunnar eða meira um mannlífið og félagsmálin í Svarf- aðardal. Undirritaður var svo Iánsamur að vera fyrir nokkrum árum boð- inn á uppskeruhátíð Svarfdæl- inga, svonefndar slægjur, sem minnst er á í bókinni (bls. 274- 275). Menningarbragurinn á þeirri samkomu Iíður mér seint úr minni og ekki var verra að njóta gestrisni þeirra hjóna Hjartar og Sigríðar í leiðinni. Kveðskapur, söngur og sagna- gleði menningarheimilisins á Tjörn setti sterkan svip á sam- komuna og þar heyrði ég Þórarin Hjartarson flytja hið gullfallega kvæði föður síns Skíðadals- stemmning. „Sólin á himni hlýhellir geisl- um um víðan fjallasal.Góðveðurs gullin skýglitra yfir Skíðadal". o.s.frv. (sjá bls. 17). Birtan sem leggur af þessum texta á vel við þegar fjallað er um lífshlaup Hjartar á Tjörn og bók- in Spor eftir göngumann kemur henni ágætlega til skila. Hjörtur Þórarinsson á Tjörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.