Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 199 7 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
L. >
Rómantík, tilfinn-
ingasambönd og
kynlíferu ánægju-
gjafarfólks, eftir-
sóknarverðjyrirbæri
og stórparturaf
hamingju margra.
Lífið erekki svo ein-
falt og þessi fyrir-
bæri geta allt eins
orðið uppspretta
angistarog
þjáningar.
.Sambandsleysi við eigið sjáifþjakar vestræna manninn, þó sumir séu að vakna upp. Það verður svo tii þess að við verðum leiksoppar utanaðkomandi afla, “ segir Helga
Ágústsdóttir, þýðandi bókarinnar Ástarfíkn. mynd: brink.
Sjúk í ást?
Þetta er allavega skoðun Anne Wilson
Schaef, sem hún setur fram í bókinni
„Astarfíkn - flótti frá nánd.“ „Hún gerir
mikið úr samfélagsþættinum, þátt kaup-
sýslu og fjölmiðla í allri sinni mynd. Hún
bendir á hvernig m.a. þessi öfl styðja við
þessa mynd sem hefur verið sköpuð. Það
er til orðinn heill iðnaður í kringum þess-
ar fíknir," segir Helga Agústsdóttir þýð-
andi bókarinnar. „Anne tekur líka fyrir
stuðning kirkjunnar við fíknirnar. Það er
rétt að taka fram að ekki er átt við ís-
lensku kirkjuna, en vald kirkjunnar birtist
í ýmsum myndum víða um heim. Fólk
mætir hjá ýmsum kirkjudeildum algjörum
þvergirðingshætti og sldlningsleysi, þó
það sé jafnvel í samböndum þar sem það
bíður daglega andlegan og líkamlegan
skaða.
Mér finnst höfundurinn fyrst og fremst
vera að skrifa um einstaklinga og við-
brögð þeirrra við tilfínningalegum þrýst-
ingi í samfélaginu, til dæmis því að vera í
sambandi, að hlutirnir líti vel út, þrýst-
ingi sem varðar kynlíf. Sá þrýstingur er
að stórmagnast hér og orðinn að iðnaði
sem gerir út á einmana sálir. A hverju
heldurðu t.d. að þessar símalínur gangi;
hamingjusamlega giftu fólki með tvö
börn í góðri íbúð og með passlega
greiðslubyröir"
Þjáning cr ekM ást
Rótin að þessum ffknum virðist vera tóma-
rúm í mannssálinni sem fólk reynir að
fylla á einhvem hátt?
„Sambandsleysi við eigið sjálf þjakar
vestræna manninn, þó sumir séu að
vakna upp. Það verður svo til þess að við
verðum leiksoppar utanaðkomandi afla.
Yfir okkur er predikaður í fjölmiðlum og
vfðar misvísandi boðskapur um hvað ást
sé. Höfundurinn tekur mjög skemmtilega
á þ\n' í þessari bók og hún sýnir okkur
hvernig við verðum Ieiksoppar þessara
afla og hvernig vesturlandabúar rugla sí-
fellt saman hugtökum og tilfinningum.
Ef maður þjáist vegna einhvers þá hlýtur
maður að elska hann. Ef maður þolir ekki
að viðkomandi sé með einhverjum öðr-
um, fari með einhveijum í bíó, þá hljóti
maður að elska hann. Eg segi hins vegar
eins og höfundurinn og nokkrir kver-
úlantar sem ég þekki: Ef maður finnur
til, er uppfullur af spennu og kvíða, með
hnút í maganum og sveitta lófa, þá er
eitthvað að. Þetta eru óttaviðbrögð. Þetta
eru ekki viðbrögð við gleði og hlýju."
Rauði þráðurinn í gegnum hókina er að
ftklamir, hvort sem þeir eru samhanda-,
rómantikur- eða kynltfsftklar, hafa lélega
sjálfsmynd?
„Já, þeir þurfa alltaf að fá einhvern ut-
anaðkomandi til að segja að þeir séu í
lagi. Þeir þurfa alltaf að vera að sanna
það fyrir sjálum sér og umhverfinu. Við
þekkjum áreiðanlega öll dæmi um svona
fólk. Tökum sambandafíknina sem dæmi;
mann sem fer úr sambandi og er gjör-
samlega friðlaus þangað til að hann hefur
komið sér upp nýju sambandi. Eða nýfrá-
skilda konu sem er lafmóð á skemmti-
stöðunum helgi eftir helgi að leita sér að
einhverjum til að fylla upp í tómarúmið
og telur að það verði einungis gert með
því að fangelsa einhvern."
Ein fíkn felui aðra
Höfundurinn segir t hókinni að það sé oft
erfitt að greina hvaða fíkn einstaklingur sé
haldinn?
„Hún dregur það fram að ein fíkn er
stundum notuð til að fela aðra og það er
dálítið háð gildismati einstaklingsins og
félagslegu umhverfi. Við höfum svo dá-
samleg dæmi um þetta hér á landi, þar
sem Islendingar hafa þinglýst leyfi til
þess að drekka sig fulla um helgar. Svo
sofa menn hjá ellefu manns eða svo og
vakna á mánudegi og segja við sjálfan
sig: „Mikið gasalega hef ég verið fullur
um helgina." Svona notar fólk það hegð-
unarmynstur sem kemst næst því að vera
viðurkennt til að fela undirliggjandi fíkn.“
Kynlíf rómantík og samhönd eru t sjálfu
sér eftirsóknarverðir hlutir. Maður á dáltt-
ið erfttt með að tengja rómantík einhvers
konar ftkn eða ofneyslu?
„Það má alls ekki rugla saman róman-
tíkurfí'kninni við það að skapa notalegt og
rómantískt andrúmsloft í kringum sig.
Það sem gerist hins vegar þegar róman-
tíkurfí'knin nær tökum á manni er að það
fer allt að snúast um aðstæðurnar og
hvernig fólkið og hlutirnir líta út. Anne
Wilson tekur skemmtilegt dæmi um
mann sem sækist eftir því að fá konur
með sér að suðurhafseyjar. Hann er svo
upptekinn af því hvað þetta er falleg
mynd; „Hér er ég með þessari fallegu
konu að synda nakinn í þessu dásamlegar
umhverfi", að hann upplifir aldrei tengsl-
in og tilfinningarnar."
Þola ekki raunverulega nánd
Samhandafíklum er skipt t tvo hópa; þeir
sem eru fíknir t samhönd sem fyrirhæri og
þeim sem eruftknir t ákveðið samhand?
„I báðum tilvikum eyðileggja þessir ein-
staldingar hver annan. Sambandafíklar
þurfa að fínna einhvern sem er tilbúinn
til að leika leikritið með þeim. Rómantík-
urfíldar og sambandafíklar halda því báð-
ir fram að þeir séu að leita að innihalds-
ríku og tilfinningaríku sambandi. Málið
er, eins og Anne segir svo skemmtilega í
bókinni, að „ef djúpt einlægt tilfinninga-
samband stæði á miðju stofugólfinu hjá
þeim, þá myndu þeir stökkva gargandi út
um gluggann." Þeir þola ekki einlæga
nánd og vilja eiga manneskjuna með húð
og hári. Þessi fíkn er stundum ástæða
raðhjónabandanna sem eru svo algeng
hér á landi og reyndar víðar, þar sem fólk
fer úr einu sambandi í annað, oft án þess
að vinna úr skilnaðinum. Það er líka at-
hyglisvert að lesa um hvernig t.d. margir
sambanda- og rómantíkurfíklar eru snill-
ingar í að beita mörgum viðurkenndum
aðferðum sem eru yfírleitt taldar stuðla
að heilbrigðum samböndum. Þær ná bara
aldrei alveg alla leið.
Þeir sem eru fí'knir í eitt ákveðið sam-
band byggja gjarnan líf sitt þannig upp að
þeir eru ósjálfbjarga á ákveðnum sviðum,
þannig verða þeir háðir hinum aðilanum
og hann þeim. Allt snýst gjarnan um hinn
aðilann og framþróun er engin. Öll þróun
og breytingar teljast ógnun við samband-
ið með stóru essi. Persónufrelsið er afar
rýrt. I heilbrigðum samböndum eru ein
plús einn tveir, en í fíknisamböndunum
verður það hálfur plús hálfur sem gera
einn - kannski.
Það sem er svo gott við þessa bók er að
hún á svo mikið erindi við fólk og vegna
þess að hún er að taka á hlutum sem við
höfum gefíð okkur að eigi að vera í
ákveðinni formúlu. Hvert sækjum við svo
formúluna? Jú, í kvikmyndir og fjölmiðla.
Þangað sækir fólk hugmyndir si'nar um
útlit, framkomu og hvernig sambönd eigi
að vera. Þegar það gengur svo ekki upp í
raunveruleikanum þá er allt í voða.“
HH
Fíknsambönd
Nokkur hæfnisatriði við myndun fíknsambanda, úr bókinni Ástarfíkn - flótti
frá nánd:
- Að geta sýknt og heilagt látið eigin þarfir víkja vegna sambandsins
- Að skilgreina allt í tilveru sinni út frá sambandinu og gera sambandið að þunga-
miðju lífs síns.
- Að geta strax deilt leyndarmálum og sagt ævisögu sína.
- Að geta „hangið“ í sambandinu þótt það stangist á \ið heilbrigða vitund.
- Að geta þjáðst óendanlega vegna sambandsins.
- Að geta mænt ástföngnum augum í augu hins aðilans með svip sem minnir á
kálf að dauða kominn í forarvilpu.