Dagur - 21.02.1998, Blaðsíða 18
34-LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998
Það er margsegin saga, að það
er erfitt að vera frægur, mjög
erfitt að vera frægari en frægur
og að verða ofurstjarna er bein-
Iínis hættulegt lífi og limum og
hefur kostað margan manninn
heilsuna. Fylgifiskar frægðarinn-
ar eru svo ótal aðrir smáhlutir,
sem viðkomandi stjörnur verða
að láta sér lynda, sem þeir þó
ella vildu vera lausir við. Metall-
Alveg aS
koma
Eins og fram hefur komið hér
fyrir allnokkru, hefur nýrrar
plötu frá rokksveitinni Garbage,
með söngkonuna skosku Shirley
Manson í fararbroddi ásamt
trommaranum og upptökustjór-
anum fræga Butch Vig, verið
beðið með töluverðri óþreyju
um hríð.
Gar-
bageflokk-
urinn sló
rældlega í
gegn með
fyrstu
sam-
nefndu
plötunni
sinni
1995 og
hefur
hún nú
selst í
mörgum milljónum
eintaka um heim allan. Mikil
leynd hefur hvílt yfir nýju plöt-
unni sem Garbage hefur verið
að vinna síðustu mánuði, en nú
þykir sýnt að platan komi út
seinni hluta mars. Er gert ráð
fyrir að smáskífa með Iíklega
laginu Push it komi út nú í Iok
febrúar eða byrjun mars og stóra
platan fylgi svo í kjölfarið
nokkrum vikum síðar. Allar Iíkur
eru svo sömuleiðis á því að um
nokkra stefnubreytingu verði
um að ræða á nýju ónefndu
plötunni. „Dökkt poþp“ kölluðu
margir poppsérfræðingar efnið á
fyrstu plötunni, en nú verður
semsagt annað upp á teningn-
um, e.t.v. meiri tæknivæðing í
flutningi og tónlistin almennt
með léttari blæ. Þetta skýrist allt
innan tíðar og ættu fjölmargir
aðdáendur bara að vera í start-
holunum er glaðningurinn loks
birtist.
ica, langvinsælasta og kröftug-
asta kraftrokksveit seinni ára,
hefur t.d. fyrir sína ofurfrægð
(sem m.a. staðfestist í því að
sveitin hefur selt um og yfir 40
milljónir af plötum sínum) greitt
þann toll að missa einn meðlima
sinna, bassaleikarann Cliff
Burton, í skelfilegu rútuslysi fýæ-
ir rúmum áratug, auk þess sem
ýmisleg persónuleg vandræði
hafa hrellt hana. Þetta hefur þó
ekki haft mikil áhrif á viðgang
hennar til langframa og það er
kaldhæðnislegt, að eftir lát
Burtons og tilkomu eftirmanns
hans, Jason Newsted, byrjaði
frægðarsólin fyrst fyrir alvöru að
rísa hjá Metallica. A síðustu
árum hefur svo flest gengið í
haginn og vinsældirnar og virð-
ingin, langt út fyrir hinn hefð-
bunda rokkgeira, hefur orðið
nánast varanleg. Metallica er
m.ö.o. orðið ein allravinsælasta
hljómsveit heims og það verð-
skuldað. En þótt svo hafi orðið
og einstaklingarnir fjórir, Hettfi-
eld, Ulrich, Hammett og New-
sted, höndli allt saman vel og
raunar betur en flestir aðrir
rokkarar sem náð hafa svo langt,
(enginn eiturlyfjavandi eða
sjálfseyðingarböl í spilinu) er
það bara annað sem ónáðar í
staðinn. Þar er einkanlega átt
við kjaftagang og eilíft neikvætt
raus um HVERS VEGNA þeir
eru svona happasælir og hvort
það sé ekki t.d. vegna þess að
þeir hafi „poppast", „linast" og
„mýkst". Það gerðist vissulega
með tilkomu upptökustjórans
Bob Rock á „svörtu samnefndu
plötunni" 1991, að áherslurnar
breyttust nokkuð og beislun að
nokkru átti sér stað. En slíkt var
hreinlega nauðsynlegt og með
tveimur síðustu verkunum,
systraplötunum Load og Re-load
frá 1996 og síðasta ári hefur það
undirstrikast frekar. Það er svo
líka skýrt og því verða bæði að-
dáendur, sérstaklega þeir eldri,
og aðrir sem gagnrýnt hafa, að
kyngja, að fjórmenningarnir eru
að gera hlutina eins og þeir \dlja
hafa þá og hafa vel efni á því.
Upphaflega var hugmyndin að
þessar tvær síðustu plötur yrðu
aðeins ein tvöföld. Hefði i ljósi
reynslunnar kannski farið betur
á því og gagnrýnin eflaust orðið
minni. En svona varð samt út-
koman og Re-load, sem kom út
seinni hluta liðins árs er í heild
litlu síðri en fyrri kaflinn. Low
man's lyric, The memory rema-
ins, Fuel, Prince charming og
Better than you, eru allt rokk-
smíðar í betri kantinum og
sanna að skapararnir eru enn
kraftmiklir og drífandi, ekki
dauðir úr öllum æðum. Þá leyfir
Hettfield sér m.a.s. ,að gera eins
og gömlu sígildu tónskáldin fyrr
á öldum, að semja tilbrigði við
eigin stef og tekst það bara
nokkuð vel með the unforgiven
2. (Hið fyrra var á svörtu plöt-
unni). Og vel að merkja, þrátt
fyrir nöldrið í ýmsum, fór Re-
load á toppinn víða t.d. í Banda-
ríkjunum og hefur nú selst í ein-
hverjum milljónum eintaka um
heim allan. Svo látum við bara
tímann leiða það í ljós hvort
breyting verður niður á við
þannig að gagnrýnin reynist
hafa rétt fyrir sér. En þangað til
bíðum við og njótum þess sem
kemur frá einni bestu rokksveit
allra tíma.
Hróssins viröi
Hvort sem mönnum líkar það
betur eða verr, er danstónlistin í
öllu sínu margbreytilega veldi
orðin ein af mest áberandi fyrir-
bærum tónlistarinnar á ofan-
verðri 20 öld. Deila má hversu
merkileg hún er, en staðreynd-
irnar tala bara sínu máli.
Propellerheads er eitt af athygli-
verðari nöfnunum i dansheimin-
um um þessar mundir og félag-
arnir tveir sem dúettinn skipa,
mikils metnir af mörgum. Nýja
platan þeirra, Alex og WiII,
Deckanddrumsandrockandroll
er 13 laga gripur sem eins og
fram hefur komið, hefur verið
lofaður í bak og fyrir og nefnd
sem ein af þeim plötum sem
standa muni upp úr þegar árið
er liðið. Víst er að þessi hrósyrði
eiga a.m.k. að einhverju leyti
rétt á sér, því frísk og hressileg
er hún svo sannarlega. Með allri
nútímatækni blanda félagarnir
saman hipp hopp, djassi, rokki
og sálarpoppsáhrifum saman í
heina kraftmikla kássu svo úr
verður sannkölluð veisla og það
á köflum mjög svo grípandi.
Flestir kannast nú orðið við hið
bráðskemmtilega History
repeating þar sem hin dásam-
Iega Shirley Bassey syngur með
og er þar tvímælalaust um einn
af snjallari smellum ársins hing-
að til að ræða. Onnur lög og þá
sérstaklega þau sem á eftir Hi-
story koma eru svo mörg í glæst-
ari kantinum. Winning style,
Spybreak og þrælfín útgáfa af
James Bond slagaranum On her
majesty secret service (sem upp-
haflega var gert fyrir sérstaka
Bondlagaplötu er David nokkur
Arnold stóð að, en hann átti t.d.
heiðurinn með Björku að bíó-
myndarlaginu frábæra Play dead
fyrir nokkrum árum) eru lög
sem tína má út úr sem dæmi um
frískleikann og skemmtilegheit-
in og sanna auk fleiri að það er
engin tilviljun að þessir piltar,
sem hafa heimsótt okkur Islend-
inga í tvígang a.m.k. eru svo
hróssverðir sem raun ber vitni.
Magnús Geir
Guðmundsson
skrifar
Popp-
Frejnir
*Landsmenn hafa vænt-
anlega orðið varir við að búið
er að frumsýna framhald
hins vinsæla leikrits Olafs
Hauks Símonarsonar, Gaura-
gangs og nefnist framhaldið
Meiri gauragangur. Eins og í
fyrra skiptið er mikil tónlist í
verkinu og er hún eftir Jón
Olafsson píanóleikara með
meiru og Olaf Hauk einnig
að hluta. Þessa skemmtilegu
tónlist sem Helgi Björns, Jón
o.fl. flytja er nú að finna á
nýrri geislaplötu sem Þjóð-
Ieikhúsið og Skífan standa
að.
*Þegar endanlega varð
ljóst fyrir rúmu ári að Stone
roses, rokksveitin margfræga
frá Manchester, sem að stór-
um hluta ber ábyrgð á Brit-
poppinu svonefnda, ætti sér
ekki framtíð, en þá hafði
henni misheppnast að halda
áfram að marki eftir að gítar-
leikarinn John Suire hætti,
tók söngv-
arinn Ian
Brown þá
ákvörðun
að hætta í
tónlist. Sú
ákvörðun
stóð hins
vegar ekki
nema
stutt, þvf
fáum
mánuð-
um síðar
var hann
kominn
á samning við Polydor ris-
ann og var platan hans fyrsta
undir eigin nafni nú að koma
út. Unfinished monkey bus-
iness lcallast hún og verður
ekki annað sagt en að henni
hafi verið vel tekið því hún
fór rakleiðis í fjórða sæti
breska sölulistans fyrir viku.
Brown ætlar því að verða lít-
ill eftirbátur Squire, sem
gengið hefur mjög vel með
hljómsveitina sína Seahorses
og fyrstu plötu hennar.
*Að undanförnu hafa
sögur gengið fjöllunum
hærra um að reynt sé að fá
rokkrisana í Rolling stones
hingað til lands á næstu
Listahátíð. Hvort það muni
bera árangur skal varlega far-
ið í að segja um, en ljóst er
að menn hafa lengi haft hug
á slíku. En vegna þess hversu
mikið fyrirtæi það er, tug ef
ekki hundruða milljóna kr.
dæmi, hefur ekkert orðið úr
því hingað til a.m.k. Ekki fyr-
ir svo mjög löngu var talað
um könnun á netinu um
áhuga almennings og fleiri
að leggja fram fé í framtakið,
en hverning það tókst hefur
litlum sögum farið af.
I