Dagur - 27.03.1999, Qupperneq 10

Dagur - 27.03.1999, Qupperneq 10
 Þegar Kogga opnaði galleríið sitt á Vesturgötu 5 fór Magnús fljótlega að vinna hjá henni enda hefur keramíkin verið þeirra fjárhagslegi grundvöll- ur'.'Magnús hefur lengilifað afblóma- pottunum hennar Kolbrúnar, “ segir Kogga og brosir. Magnús og Kogga eiga tvö börn, dóttirin Elsa Guðbrandur er 9 ára. Eina myndin sem þau eiga úr tilhugalífinu. Fólk spyrþau gjarnan hvort maður þurfi ekki að vera geggjaður til að fara út í listina þar sem engar fastar tekj- ur er að fá. Magnús segist iðulega svara á móti hvort fólk þurfa ekki að vera geggjað til að vinna jafnvel áratugum saman á sama stað frá 9 ti/ 5 og hundleiðast allan tímann. „Hvort er eig- inlega geggjaðra?" Björg er orðin tvítug en Kogga og Magnús fyrir nokkrum árum í Bláa lóninu, þar sem þau voru á ferð með bandarískum Gestalt-sálfræðingi. „Ég var nú aiger fyllibytta, ég hætti að drekka og þá fórum við á kafí Gestalt-sálfræðina og ýmsa aðra andlega og sálfræðilega vinnu til að gera upp okkar fortíð, “ segir Magnús. LAUGARDAGUR 27. MARS 1999 Félagarnir skildu ekki hvað Magnús sá við sveitastelpuna hana Koggu. Stelpuna með gleraugun, sem kunni ekki að klæða sig sam- kvæmt Víetnamtískunni. „Hún var dálítið hall- ærisleg en ég sá strax að hún var gullfalleg. Reyndar var hún fljót að verða borgarpía..." Kogga (Kolbrún Björgólfsdóttir) Ieirlistarmaður og Magnús Kjart- ansson myndlistarmaður hafa búið saman í 29 ár. Þau hafa þó aldrei farið upp að altarinu og eru ekki á leiðinni þangað enda kynntust þau í ólgu hippafársins, árið 1969 í MHI, þegar allt al- mennilegt fólk vissi fátt hallæris- legra en að gifta sig. „Við erum svo sein í öllu, við erum enn að byggja yfir okkur þegar sumir jafnaldrar okkar eru farnir að tala um að draga sig í helgan stein...“ sagði Magnús hálfskelk- aður á svip þegar við heimsótt- um parið á heimili þeirra á Laugarnestanganum. „Við erum ennþá eins og unglingar að ráðskast í listinni. Við erum kannski bara einhverjar tíma- skekkjur.“ Listamenn verða fjörgamlir Sjálfum finnst þeim ævikvöldið vera í órafjarlægð. Komin fast að fimmtugu finnst þeim starfsfer- illinn rétt að byrja. Eins og Magnús bendir á er Iistamanns- starfið heilsusamlegt og lista- menn verða íjörgamlir. „Ef við tökum bara stóru nöfnin á öld- inni, Miro, Chagall, Matisse og Picasso þetta eru allt menn á tí- ræðisaldri þegar þeir látast.“ Samferðarmenn og ættingjar Magnúsar og Koggu hafa ekki allir verið jafn sannfærðir um kosti listamannsstarfsins og í gegnum tíðina hafa þau fengið sinn skammt af athugasemdum um hvort maður þurfi ekki að vera geggjaður til að stunda list- ina. Sjálf voru þau reyndar lítið að pæla í fjarlægri framtíðinni þegar þau lögðu af stað út í list- ina, enda ung þegar sú ákvörðun var tekin, Kogga 17 ára og Magnús tvítugur. Þau lifðu fyrir daginn í dag, líkt og algengt var með þeirra kynslóð, enda var bjartara yfir íslenska myndlistar- heiminum um það leyti sem þau voru að koma heim frá námi í Danmörku árið 1975. Þá var heilmikill markaður fyrir ís- lenska myndlist, segir Magnús, en hann hefur nú hrunið. Þau störfuðu bæði sem Iista- menn um tíma, náðu sér í aukatekjur með kennslu og rannsóknar- störfum en fjárhagurinn var býsna þröngur. Það varð hins vegar breyting til batnaðar á högum þeirra fyrir 14 árum þegar Kogga opnaði Gallerí- ið sitt á Vestur- götu 5. Kol- brún lá þá undir nokkru ámæli frá ýms- um kollegum sínum, sem töldu listsköp- un og mark- aðshyggju ekki geta farið saman. Fáir höfðu trú á tiltækinu en eins og Magnús bendir á þá hef- ur Kogga meðfædda hæfileika til rekstrar og samskipta við fólk og fljótlega varð galleríið þeirra fjár- hagslegi grundvöllur. Drottins hausverkur „Já, það er ansi snemma sem Magnús byrjar að lifa á blóma- pottunum hennar Kolbrúnar," segir Kolbrún og lítur sposk yfir á mann sinn. - Hefur þetta ekki valdið nokkrum titringi í ykkar sam- bandi? „Guð minn góður, jú!“ svarar Kolbrún. „Og gerir enn.“ Magn- ús tekur undir það, gengið hafi á ýmsu í sambandi þeirra en hann segist einfaldlega hafa talið hyggilegra að vinna með kon- unni í hennar rekstri - það væri þó skárra fyrir listmenntaðan manninn heldur en fara á eyr- ina. Samskiptin í vinnunni hafi oft orðið tilefni heiftarlegra rifr- ilda en á móti kemur sú stað- reynd að margar þeirra al- skemmtilegustu samverustundir og mest gefandi hafa verið í samvinnunni. ,/Ei, ég held það sé betra en einhver lognmolla," segir Magn- ús. „Við höfum alltaf náð að skapa orku hvort hjá öðru, haft hvetjandi áhrif hvort á annað þó við séum gjörólík innst inni. Framan af var þetta drottins hausverkur en við smullum ein- hvern veginn saman og höfum alltaf verið eins og tveir Iitlir bangsar að hnoðast." - En má ekki segja að sá draumur um að geta lifað af list- inni hafi ræst? „Jú, jú,“ svarar Magnús veru- lega dræmt og Kogga andvarpar. „Þetta er ofboðslegt streð,“ segir hún og bæði horfa ósjálfrátt í kringum sig þar sem þau sitja inni í hálfkláraðri vinnustofunni sinni sem hefur verið fimm ár í byggingu. Fyrir um 20 árum keyptu þau gamla timhurhúsið sitt á Laugarnestanga. Þá var kofinn varla mannabú- staður, segir Kogga, hélt hvorki vatni né vindi og þegar ískaldur norðanvindurinn blæs á veturna sefur fjölskyldan í lopapeysum. Fyrir fimm árum síðan hófu þau að byggja við kofann sinn. Steypt var rösklega 100 fer- metra vinnustofa, sem er nú að mestu tilbúin en þó margar innvortis aðgerðir eft- ir. Duli strákurinn og stúlkan með gretturnar - Er þá komið að lokaspurning- unni, hvað var það sem dró ykkur upphaflega að hvort öðru? Löng þögn... Þau Ííta hvort á annað og skella upp úr. KOLBRÚN (tekur á sig rögg áður en þögnin verður pínleg): „Það fyrsta sem ég tók eftir var þetta sérkennilega, ljósa og mikla hár og hvernig hann þrammaði um afskaplega dularfullur að sjá. Svo einkennilega fjarstaddur þó hann væri nærstaddur. Mér fannst hann spennandi. Svo fór ég að laðast að karakternum og hæfileikum hans og ég naut þess að horfa á hann vinna. Eg stalst stundum til að setjast á borðs- homið hjá honum, löngu áður en við fórum að vera saman, bara til að horfa á hann vinna.“ MAGNÚS: „Já, ég man þegar hún var að setjast á borðið og kjá eitthvað framan í mig. En ég tók strax eftir því hvað hún er lifandi og sterkur karakter. Hún var sveitastúlka og átti dálítið í vök að verjast að koma svona á möl- ina beint frá Stöðvarfirði. Við þessir grónu Reykvíkingar Iitum dálítið niður á sveitavarginn og hún þurfti náttúrulega að vekja á sér athygli því hún vissi ekkert um pólitík, sem var mikið í tísku að tala um á þessum tíma. Þannig að hún fór að vera með alls konar hundakúnstir, fór m.a. að gefa frá sér alis konar hljóð, reka upp skaðræðisöskur, sker- andi há sönghljóð og svo var hún snillingur í að gretta sig. Eg hef bara ekki séð manneskju með eins leikrænt andlit. Hún var bara full af lífi og gullfalleg stúlka. Og ég varð skotinn í henni." LÓA Öðru hverju hafa ættingjar og kunningjar af velvilja sínum óskað Magnúsi til hamingju þegar fréttist að hann hefði selt mynd. Svo leiður varð Magnús á þessu að hann tók upp á því um tíma að heimsækja ættingja sína um mánaðamót og óska þeim til hamingju með launaseð/linn... mynd: hilmar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.