Dagur - 27.03.1999, Page 16
32 - LAUGARDAGUR 27. MARS 1999
PD^mr
Fluguveiðar að vetri (110)
Þingvallavatn
Það var ein-
hvern tímann í
upphafi ferils
míns sem „al-
vöru“ flugu-
veiðimaður að
ég kannaði slóð-
ir Þingvalla-
vatns. Við höfð-
um heyrt strák-
arnir að bleikj-
an kæmi að
landi á nótt-
unni, börðum linnulaust á held-
ur dauðum tíma, því það er víst
undir Qögur eða fimm að
morgni sem maður á að standa
klár. En aðallega þegar sól verm-
ir vatnið, síðdegis og á kvöldin.
Þetta sögðu leiðbeinendur sem
héldu Þingvallakynningu hjá Ar-
mönnum, og kemur heim og
saman við gamlar minningar.
Vatnið
Vatnið er djúpt og kalt og allt í
kringum það ægifagurt. Við
fengum Ieyfi hjá bændum utan
þjóðgarðsins, strákarnir á næt-
urvöktum okkar. Og þarna
veiddi ég sæmilega fiska, einmitt
um klukkan fjögur eða fimm að
morgni: Flugan var Teal and
red, og það fór um mig sælu-
hrollur þegar ég sá hana nálgast
langt undan landi þegar svo
lygnt var að maður sá þráðbeint
ofan í djúpið. A eftir henni var
fín bleikja. Og sú kom syndandi
í hægðum sínum á eftir og tók.
Ekki komu fleiri á sama stað,
svo ég tók hina fluguna mína,
Cardinal, sem eins og gagn-
kunnugir vita er hárauð; á hana
fékk ég aðra bleikju þessa nótt.
Við vorum svo syfjaðir þegar við
ókum heim að við Iá bílveltu í
Grafningi og aftur við Skíðaskál-
ann í Hveradölum, hvað sem við
vorum nú að vilja með að aka þá
leið til balta. Þá var morgunsólin
komin vel upp og við hefðum átt
að vera að veiðum áfram. Sem
sagt: skortur á veiðileiðsögn
kom í veg fyrir frekari kynni af
vatninu þar til á dögunum.
Gott veiðivatn
Þingvallavatn er fullt af alls kon-
ar goðsögnum veiðimanna.
Þessi sem villti okkur sýn var að
ekki dygði að veiða þar nema á
nóttunni. Onnur er sú að ekki
þýði að veiða þar á sumrin fyrir
smámurtu. Og sú þriðja er að
ekki sé hægt að veiða fisk á
flugu þarna nema á miklu dýpi,
veiða með botni og vera alltaf að
festa.
Þeir Garðar Scheving og Daní-
el Pálsson voru fengnir á fund
Ármanna til að eyða þessum og
öðrum misskilningi.
Fyrir byrjendur virðist nokkuð
einboðið að keyra framhjá Val-
höll og halda út í Vatnskot,
leggja bílnum þar og rölta áleið-
is út í Leirutá, en þar munu
vera veiðislóðir. Fleiri fræg ör-
nefni eru Öfugsnáði og Vatns-
vik, þetta kynna menn sér á
kortum og leita uppi staði.
Það sem gleðilegast er fyrir
byrjendur er sú staðhæfing
Garðars að maður geti víða átt
von á fiski. Maður þarf sem sagt
ekki að þekkja einhverja tiltekna
gjá eða gjótu til að eiga von.
Hann sagði sögu af náunga sem
hann hitti á þökkum vatnsins,
og átti víst ekki nógu mörg orð
um það skaðræði sem vatnið
væri metnaðarfullum veiði-
manni, í því fengist ekkert nema
murta. Heilræði Garðars ætti að
vera öllum hvatning: Fara með
strönd, leita, kasta bæði inní
víkur og út frá töngum, gefa sér
tíma, spá. Náunginn umræddi
mun víst hafa nálgast viðfangs-
efnið af meiri áhuga, eftir
skamma hríð hafði hann náð
fínum bleikjum, hjálparlaust, og
þar af einni fimm punda.
Góðar stundir
Til eru þeir sem fullyrða að
Þingvallavatn sé besta veiðivatn
í nágrenni Reykjavíkur. Náttúru-
fegurðin er með fádæmum, og
fiskarnir eru víst fínir þegar vel
gengur. Góðar stundir bíða, nú
ætla ég að láta verða af því að
kynnast Þingvallavatni.
Aðferðir
Af alkunnum höfðingsskap þess-
ara pistla leyfi ég mér að miðla
því sem kom fram á kynningu
Armanna.
Flugurnar sem þeir félagar
nefndu eru Peacock, Watson
Fancy púpan, og KiIIer,
harðlökkuð. Mælt er með að
hafa þær stórar, upp í númer
átta, enda segja fræðimenn að
stór fluga Iaði að stóran fisk.
Daníel segist veiða mest með
hægtsökkvandi línu með sökk-
enda, og stuttum taumi, tveggja
feta. Þetta síðasta ber að árétta,
því flugan verður að vera í stutt-
um taumi svo hún fari jafn
djúpt og línuendinn sjálfur.
Dýpi er misjafnt. Menn verða að
vera meðvitaðir um hvað þeir
eru að gera: láta fluguna sökkva
vel og telja til að áætla dýpt,
draga svo löturhægt inn. Daníel
segir að svona veiði útheimti
fórnir úr fluguboxinu, menn
verði að reikna með að týna
einni eða tveimur eða fimmtán
flugum!
Uppi og niðri
Leiðsögn Garðars gladdi mig,
því hann áminnti menn að veiða
á grynningum eins og djúpálum.
Þá notar hann flotlínu með fjög-
urra punda taumi, og dregur yfir
grynningar. „Virkilega fallegir
fiskar,“ koma stundum á grunn-
ið. Og á fögrum kvöldum byrjar
bleikjan að taka uppi, þá sé tími
þurrflugunnar.
Garðar segir að hann sé jafn-
an með þijár línur og menn eigi
að vera duglegir að skipta eftir
aðstæðum: flotlína, flot með
sökkenda, hægtsökkvandi.
Veiðimenn eru einkum að elt-
ast við „kuðungableikjur" sem
fara með botni og éta bobba.
Púpumar eru ætlaðar þeim. Síla-
bleikjan er líklega vænni, draum-
urinn um eina 10-14 punda ræt-
ist þegar straumfluga fer á réttan
stað. Og svo er það urriðinn sjálf-
ur, konungur vatnsins, 6-8 pund-
arar koma á hverju ári, og tvöfalt
stærri fískar sýna sig þegar vel
liggur á þeim.
Kjörveiðitími
Minnugur næturvaktanna okkar
spurði ég um kjörveiðitíma á
Þingt'öIIum. „Hvenær sem er,“
sögðu þeir, en bættu um betur:
hitinn mætti gjaman vera 10-14
gráður, 2-3 vindstig, og ekki verra
að golan væri á móti! Þurrflugan
getur komið sér vel við þessar að-
stæður, kringum ijórtán gráður
ættu menn að athuga vel hvort
taka er byijuð uppi. Reyndar alltaf
að hafa augun hjá sér; það er
nefnilega þama eins og svo víða
annars staðar að hreyfíng físka er
meiri en æstir og taugatrekktir
veiðimenn veita atbygli þegar þeir
ana áfram. Ein skvetta, ein bylta,
getur Ieitt ijársjóð vatnsins í ljós!
Hvar? Hvenær?
Það kom í ljós í viðræðum við
aðra veiðimenn og gamla hunda
á bökkum Þingvallavatns að það
hefur alið af sér margar kenn-
ingar. Garðar og Daníel gefa þá
almennu leiðsögn að vel veiðist í
vatninu allt sumarið. Engin
ástæða til að hætta eftir miðjan
júní þótt murtan sé mætt! Hins
vegar verður að geta þess að
margir viðmælenda telja fiski-
ferð nokkra eftir tíma sumars,
og aðhyggnir veiðimenn verði að
átta sig á því að staður sem gef-
ur vel að vori kann að dofna
verulega með sumri. Náttúran
er síbreytileg, munið það.
Til mikils að vinna
Eitt eiga menn að varast: að
skilja afla við sig; minkurinn er
víst skæður! Sjálfur er ég harð-
ákveðinn að kynna mér leyndar-
dóma vatnsins í sumar, kasta
peacok með kúluhaus fyrir kuð-
ungableikju, setja út fagra
straumflugu fyrir sílableikju, og
þegar stóri urriðinn byltir sér í
skorpunni ætla ég honum mikið
leynivopn sem ég mun senda út
með fagurlegri sveiflu og heita á
skáldið Jónas um leið.
1 77Z=s\ ;—i Kúríu:- ríMrí 5 ... (/ oir í &LoB CsAT H'AT'fö V PiiKAR
R y / V fxKi/1 '
LÓríCurí
IúKMÍT MArírí v oi-ti
’m h iliiilii ilil
W SA uA MIKU L'lT/LL
Kwt^ív TJMT LVríO AUKIST
svkm i T $U§WU * SKIPA' LÆjÉtI BR0T- LEGA SPOTTI
Rvj/UTTJ
AbKTlH KoA 'JkKWA
^— 5vei H írírí- Xf.L' {öRu- SR'oBup. 5
SKáfil ZflríS- FLbTufi.
LiSL 'om\ti SCKoTfl M/ET t| R fLAS bsmúj
Totit BflríO STflfuk
í? • 'flTT &AL\ HLuT L'ERT 3
«ÆG- FMA TflRRiR FALS AVöxt-
TU5K- uríA Ejhkst. BL'oTA ILL
hla ss SKAuT
;:|i HAfNfl, Fuql B'ATnR Fuu- Kom- te&A
PjÖRllé
STAR\ ‘AfLOQ 1 Wrí SKoRT- ÍL& HtlTiR T mm- htrírí
TXi&T 54MS <50)66- uR OR'AtT- uR
r (p K'flö SKLurí REKA LVKT
uPÖ- GÖTM l GÆLu- ríflírí
Yisama » tlssca iiíií Kem 5V£kS- uR KV/VST- UK PKAR StAt- uF . KÉMST HASKl
st/ot ÍÍLurlO- qR
9 II fc F£LL —w FR'10 FLudfl
r> kuríuQ, Vifi- KVÆl'M OP
ÚM6t STJ&iMA ipm H S SLAna- Arí m t- ÉÍ
Krossgáta nr. 130
Lausnarorðið er .........
Nafn
Heimilisfang..........................
Póstnúmer og staður ..............
Helgarkrossgáta 130
munur á grönnum og breiðum sérhljóðum.
Lausnarorð gátunnar á að skrifa á lausnarseð-
ilinn og senda til Dags, Strandgötu 31, 600
Akureyri merktan: Helgarkrossgáta nr. 130.
Einnig er hægt að senda símbréf í númer 460
6171.
1 verðlaun fyrir helgarkrossgátu 130 er bók-
in „Falsarinn og dómari hans“ eftir Jón
Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar gefur út.
Lausnarorð helgarkrossgátu 128 var
„klæðaskápur". Vinningshafi er Laufey Val-
steinsdóttir, Kvíum II í Þverárhlíð, 311 Borg-
arnes og fær senda bókina „Þeir vörðuðu veg-
inn“ eftir Unni Karlsdóttur og Stefán Þór Sæ-
mundsson. Bókaútgáfan Hólar gefur út.
Lausnarorð krossgátu nr. 129 verður til-
kynnt ásamt nafni vinningshafa þegar helgar-
krossgáta nr. 131 birtist.