Dagur - 17.04.1999, Síða 2
18 - LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
HELGARPOTTURINN
Fjöldi manna var saman komin til að dreypa á
öli og blaðra við félagana á veitingastaðnum
Rex síðastliðið föstudagskvöld. Þarna voru
ýmsir sem ekki þurfa að klæða sig upp fýrir
Rex-ferðir heldur kunna allajafna vel við sig í
jakkafötum, s.s. aðstoðarmaður Davíðs Orri
Hauksson, Todmóbílarinn fýrrverandi Eyþór
Arnalds sem hef-
ur tekist með
undraskjótum ár-
angri að ná mál-
hreim og munnviprum Davíðs eftir að hann
varð borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins..-En
þetta var litfagurt regnbogakrád því auk Dav-
íðsmanna, Ozara, fýrirsæta og sagnfræðinga
voru þarna þau líkamsræktarfrömuðurinn og
vinur litla mannsins, Jónína Benedikts-
dóttir og Jóhannes í Bónus.
Jónína
Benediktsdóttir.
Jóhannes í Bónus.
Sú myndarlega söngkona Hrafnhildur Björnsdóttir sem syngur nú í
uppfærslu Óperunnar á Leðurblökunni, er hreint ekkíein um söngáhug-
ann í fjölskyldunni eins og margan sem sáu forsíðu Lífsins í landinu í gær
hefur vafalaust rennt í grun. Þær eru nefnilega systur, hún og Selma
Björnsdóttir Júróvisjónfari...
Og meira um Selmu. Enn eru ’margar vikur þyar tíf Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva verður hafdin í Jerúsalem en til að stytta áhuga-
sömum stundir skal bent á vefslöð á heimasfðu haldara keþpninnar.
Slóðin er: http//eurovision-pr.walla.co.il. Þar er meðal annars listi yfir
löndin sem taka þátt, nöfn keppenda og laganna þeirra. Eitthvað hefur
þó vafist fyrir ísraelsmönnunum að nota' ö því íslenski keppandin.n er
sagður heita Selma Bjrnsdottir og það getum við náttúrufega
ómögulega samþykkt.
Stjórnmálamennirnir þurfa aldeilis.að standa
sig í kosningabaráttunni þessa dagana þó að
þeir strfði við krankleika og aðra erfiðleika.
Þannig hefur Sighvatur Björgvinsson ver-
ið illa haldinn af brjóskjosi í nokkrár vikur og
þurft að fara reglulega til_ sjúkraþjálfara erí
ekki komist síðustu daga þvf hann hefur set-
ið pikkfastur vest-
ur á (safirði vegna
veðurs. Þá er Páll
Pétursson fé-
lagsmálaráðherra fjarri góðu garhni í kosn-
ingabaráttunni en hann fór í hjartauppskurð
fyrir viku síðan. Hjartaaðgerð er auðvitað heil-
mikil aðgerð en Páli líður vel miðað við að-
stæður og þess vafalaust ekki langt að bíða
að hann komist á stjá á nýjan leik.
Sighvatur
Björgvinsson.
Páll Pétursson.
Spilað verður á um 11 mismunandi tegundir af flautum í Gerðubergi í dag.
á flautudegi
Flautan í öllu sínu veldi verður í aðalhlutverki í Gerðubergi i dag þar sem Dagur
flautunnar er haldinn hátíðlegur...
Akureyrska hljómsveitin 200.000 naglbítar
vinnur nú að upptökum fyrir væntanlegan
disk sem stefnt er að útgáfu á í haust Spurð-
ur um samanburð yið fyrri diskinn og hvort sá
nýi verði líkur þeim fyrri segir Villi naglbítur
(eða er hann 200.000?}, að þeir verði að ein-
hverju leyti Ifkir. Hljómsveitin stefnir að mikilli
spilamennsku í sumar ásamt því að klára að
taka upp lög á diskinn. Eitthvað hefur hugur-
inn leitað út fýrir landsteinana og fyrirspurnir
borist eitthvað eru menn að reyna fýrir sér,
meðal annars að syngja á ensku. „En við ætlúm ekkert að vera í- kafi
þangaðlil éitthvað gerist" segir Villi.
KK (Kristfán Kristjánsson) ftefur lagt af stað í
langferð og mun á næstu 44 dögum halda 42
tónleika. „Vorboðinn Ijúfi” er heiti ferðarínnar
og munu KK og félagar ætla að leggja
áherslu á að tónleikar verði ekki bara á þétt-
býlustu stöðunum, heldur einnig sem mest á
stöðum sem eru ekki alltaf „í leiðinni" þegar
tónleikaferðir eru annars vegar. Margir við-
komustaðanna hafa ekki fengið heimsóknir af
þessu tagi svo árum skiptir ogsumir hafa ekki'
vegasamband nema hluta úr ári (Grímsey reyndar aldrei}. Á þremur
stöðum leiðarinnar mun KK-Band (KK ásamt Þorleifi Guðjónssyni og
Komma) koma fram og á þremur stöðum verður Magnús Eiríksson
KK til fulltingis.
Bókafólkið í landinu ætlar að gera sér glaðan dag á laugardagskvöldið
um aðra helgi, eða í lok viku bókarinnar, sem hefst í næstu viku, þegar
efnt verður til bókaballs í Perlunni. Stendur til að stefna þar saman for-
leggjurum, rithöfundum, bókagerðarmönnum, bóksölum og öllum þeim
sem að bókum koma - utan þeim sem þær lesa. Á Bókaballinu mun Ing-
veldur Ýr Jónsdóttir syngja lög við Ijóð fslenskra skálda en trompið er
stórskáldið Þórarinn Eldjárn sem flytur hátíðarræðu kvöldsins á þann
stórskemmtilega hátt sem honum er lagið.
Kanntu meinlaust slúður og skemmtisögur úr félags-
líftnu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkur fréttir og
ábendingar til birtingar t Helgarpottinum.
Dagur c/o helgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja-
vtk eða á netfangið: ritstjori@dagur.
í dag ld. 14-19 verður haldinn Dag-
ur flautunnar í Gerðubergi og í til-
efni af honum verður fjölbreytt dag-
skrá með flautuleik allra helstu
flautuleikara þjóðarinnar, m.a.
verður frumflutt flautuverk eftir
Charles Ross, sem var sérstaklega
samið fyrir þennan dag en auk þess
verða skringilegar og lítt skringileg-
ar flautur til sýnis og sölu. Gera má
ráð fyrir að aðsókn verði töluverð
enda eru mörg hundruð flautunem-
endur á landinu. Ashildur Haralds-
dóttir flautuleikari er einn skipu-
- leggjanda- dagskrárinnar.
25 flautur í kór
- Af hverju var ákveðið að halda dag
flautunnar?
„1 fyrra var það gítarinn, nú er
það flautan og á næsta ári verður
það eitthvað annað hljóðfæri. En
við vonumst til að þetta verði hefð
að taka svona eitt hljóðfæri fyrir á
hveiju ári.“
- Og hvað er áhugavert á dag-
skránni?
„Það er náttúrulega tónlistin
sjálf. Það er t.d. mjög spennandi að
það er verið að frumflytja nýtt verk
fyrir 25 flautur og Jjað er mjög
sjaldgæft að heyra svona margar
flautur saman - ég veit ekki til þess
að það hafi heyrst svona margar
flautur spila saman á íslandi. Það
kemur mjög sérstakur hljómur þeg-
ar þú ert komin með heila hljóm-
sveit af flautum. Svo spilar CamiIIa
Söderberg verk frá renaissance-
tímabilinu og glænýtt verk eftir
Kjartan Ólafsson. Dagskráin spann-
ar sem sagt tónlist alveg frá rena-
issance-tímanum og fram á daginn
í dag,“ segir Áshildur og bendir á að
í lokaatriðinu megi allir viðstaddir
sem eru trallfærir á flautu og
nötnalæsir taka þátt í samleik. Fólk
fær nótur að Óðinum til gleðinnar
úr 9. sinfóníu Beethovens og Bleika
Pardusinum eftir Henri Machini.
„Við vonumst til að þá verði mikil
þátttaka i salnum þar sem fólk situr
með flauturnar sínar."
Markaðsstemmning
„Svo verður heilmikil markaðs-
stemmning þarna. Það koma
flautusmiðir og flautusalar frá
Frakklandi og Bretlandi. Nótnasal-
ar verða líka þarna, bæði héðan frá
íslandi og erlendis frá. Þannig að
þeir sem hafa áhuga á flautu geta
ekkt látið daginn framhjá sér fara.
Það er líka mjög ólíklegt að svona-
lagað verði endurtekið hér fyrir
þetta hljóðfæri en svona þing eru
haldin í flestum löndum og þar eru
oft mörg þúsUnd manns. Eg fór t.d.
á eitt í New York og þangað komu
um 5000 manns. Já, já.... Svo verð-
ur kaffistofan Iíka opin ef fólk er
orðið alveg aðframkomið. Fólk þarf
sem sagt ekki að taka nesti..."
LÓA
MAÐUR VIKUNNAR ...
... er hinn reykvíski kennari, „stjórnleysinginn“ sanni
sem fyrirvaralaust sendir börnin heim úr skólanum í
trássi við gildandi reglur og kjarasamninga, pínir borg-
arstjórann að samningaborðinu og heimtar fleiri krónur
og aura frá borgarstjóranum. Já maður vikunnar er hinn
stjórnlausi kennari sem tilheyrir einni sterkustu stétt
landsins og fær aldrei nóg.