Dagur - 17.04.1999, Síða 6

Dagur - 17.04.1999, Síða 6
LÍFIÐ í LANDINU 22 - LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 Prófið 1. Háttsettur erlendur gestur missir rauövin i borðdúkinn heima hjá þér. Hvernig nærðu blettinum úr dúknum? (Svar: Stráir saltiyfir blettinn og þværð svo) 2. Eiginkonan er farin í húsmæðraorlof og þú ákveður að gera fiskbollur handa börnunum. Hvað þarftu í fiskfarsið? (nefnið 5 atriði) (Svar: fiskur, hveiti, egg, vökvi, kryddj 3. Þú ákveður að baka brauð með matn- um, finnur uppskrift og setur ger í vatn. Við hvaða hitastig lifnar geríð? (Svar: Við 37 gráður) 4. Þú finnur tvenns konar ger í eldhús- skápnum, þurrger og pressuger. Hver er munurínn? (Svar: Þurrger er þurrt I litlum ögnum, sett beint út í þurrefnin en pressugerið er leirkennt og þarf að leysast upp í volgum vökva) 5. Konan er farin I sumarbústað með saumaklúbbnum og þú ákveður að bjóða strákunum í þingflokknum i kvöldmat. Hvað kaupirðu mörg grömm á mann af kjöti með beini í máltíð? (Svar: 200-300 grömm) 6. Barnabörnin heimta harðsoðin egg t morgunmat. Hvað þarftu að sjóða eggin iengi tii að harðsjóða þau? (Svar: 9 mín.) 7. Þú kaupir inn til heimilisins. Þegar þú skoðar áleggspakkana ferðu að velta fyrír þér: Er spægipylsa soðin pylsa? (Svar: Nei) 8. Kílóin eru farin að hlaðast utan á þig svo að þú ferð að hugsa meira um holl- ustuna. Ein af mikilvægari spurningum er: Hvaða fæðutegund gefur mest járn? (Svar: Lifur) 9. Þig langar að brydda upp á nýjungum þegar forstjórar stórfyrirtækja koma í heimsókn. Þér dettur f hug að hafa „brunsch" en hvað er það eiginlega? (Svar: Blanda af morgunverði og hádegisverði) 10. Mikilvægt mál um heilbrigðisskoðun á kjöti er til umfjöllunar í þinginu. Þú ferð að velta fyrir þér: Hver sér eiginlega um að heilbrígðisskoða kjöt í sláturhúsum? (Svar: Dýralæknir eða fulltrúi hans) 11. ísskápurinn er troðfullur og þú veltir fyrir þér hvaö þú getir geymt annars staðar, kannski mjólkina. Við hvaða hita- stig er best að geyma mjólk? (Svar: 2-4 gráður) 12. Þú ert boðinn i Ráðherrabústaðinn og þarft að bursta fínu leðurskóna þina. Hvernig gerírðu það? (Svar: Reimarnar teknar úr, skórnir þvegnir, skóáburður borinn á, skórnir pússaðir, s/likoni úðað yfir og að lokum reimarnar settar í) 13. Lopapeysur krakkanna eru svita- storknar eftir skíðaferðir vetrarins. Hvað þarftu að varast þegar þær eru þvegnar? (Svar: Að vatnið sé ekki heitara en 37 gráður, þá hlaupa þær) 14. Konan erá viðskiptaferðalagi í út- löndum og þú ákveður að taka til hend- inni i þvottahúsinu. Þú ætlar að setja bómullarrúmföt iþvottavélina. Á hvaða hitastig stillirðu? (Svar: 60-90 gráður) 15. Þú hefur óvart sett stuttermabol með I þvottinn. Þegar þú tekur hana úr þvottavélinni sérðu ókosti bómullar. Hverjir eru þeir? (Svar: Hættir til að hlaupa og krumpast I þvotti) 16. Þú sest á tyggjóklessu í sætinu þfnu í þinginu. Hvað gerírðu til að ná henni úr buxunum? (Svar: Setja buxurnar i frysti og ná klessunni svo af) 17. Þú ert í matarveislu i forsætisráð- herrabústaðnum. Þjónninn er að færa til kertastjaka og það fer vax í fötin þín. Hvað gerirðu til að ná vaxinu úr? (Svar: Leggja dagblaðapappir yfír biettinn og strauja) 18. Erlendir þingmenn eru að koma i heimsókn. Þú hafðir ætlað þér að hafa skinku á boðstólum en ferð að velta fyrír þér: Úr hvaða kjöttegund er skinka unn- in? (Svar: Svínakjöti) 19. Þér dettur líka í hug að hafa dilkakjöt íveislunni og ferð i búðina. Afgreiðslu- fólkið kannast ekkert við dilkakjöt. Hvað er annað nafn á því? (Svar: Lambakjöt) 20. Þú ferð í þína árlegu heimsókn út á land og heimsækir mörg býli, meðal ann- ars eitt hænsnabú. Hvaða afurð önnur en kjöt fæst frá hænum? (Svar: Egg) 21. Þú ert búinn að finna uppskriftir og byrjar að elda. Hvað þýða skammstafan- irnar tsk, msk, I, g og kg? (Svar: teskeið, matskeið, lltri, grömm og kilógrömm) Hámarkseinkunn úr prófinu er 10,5. Próf- ið var unnið í samvinnu við Hússtjórnar- skólann á Hallormsstað. Bestu þakkir til Húsaskóla. Finnur Ingólfsson: Tek alltafupp úr íþróttatöskunni. mynd: e.ól. Jón Bjarnason: Pönnukökur eru mitt sérsvið. mynd: rannveig Hvað er til ráða þegar rauðvín fer í skínandi hvítan borð- dúkinn, þjónninn missir vax í fötin þín eða krakkamir heimta harð- soðin egg? Karlar þurfa að kunna á ýmsu skil þegar þeir fara í framboð þvíað hver veit hvaða mál geta komið inn á þeirra borð. Dagur lagðir próf í heimilisfræðum fyrir nokkra frambjóð- endur flokkanna og flestir tóku því vel, sumir meira að segja svo vel að þeir gátu ekki stillt sig um að segja brandara. Við látum það flakka hér á eftir. Baka pönnukökur „Eg strauja yfirleitt mín föt og bursta skóna enda eru þeir voðalega sjaldan burstaðir en konan mín straujar allan al- mennan fatnað. Við göngum svo í heimilisstörfin og hún miklu meira en ég. Pönnukökubakstur hefur verið óumdeilt sérmál mitt á heimilinu. A sunnudags- morgnum dunda ég mér oft við að baka pönnukökur," segir Jón Bjarnason, 55 ára, skólastjóri á Hólum, sem jafnframt skipar fyrsta sæti Vinstri hreyfingarinn- ar - græns framboðs á Norður- Iandi vestra. - Eldarðu reglulega? „Ekki reglulega. Ég er nátt- úrulega þaulvanur að fóðra skepnur. Þó að maður sé miklu nákvæmari í fóðrun á dýrum en mönnum þá fær maður tilfinn- ingu fyrir mat.“ - Kemurðu eitthvað ndlægt þvottum? „Það er vandamálið, ég man aldrei prógrömmin á þvottavél- inni svo að konan verður alltaf að skrifa lista." Konan mín er ráðrík „Ég fæ aðeins að koma nærri heimilisstörfum en vandamálið er það að konan mín er ráðrík og meiri snillingur en ég, þar af leiðandi er þetta að stórum hluta í hennar höndum. En ég fylgist mjög grannt með því hvernig hún stendur að þessu. Ég hef Iitla reynslu í að iðka þetta en ef til þess kemur gríp ég hiklaust til þess og stend þá að því eins og það var lagt fyrir,“ segir Finnur Ingólfsson, 44 ára, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. - En sérðu um þig sjálfur hvað fötin varðar? „Já, ég sé um að bursta skóna og slíkt. Ég er alveg sjálfbjarga. Ég sé ekki um að þvo en ég kann það og get gert það en konan mín sér yfirleitt um það fyrir mig. Hún er stundum alveg ofboðslega hörð við mig út af því hversu skítugt er í íþróttatöskunni hjá mér. Ég sé alveg um að taka upp úr henni og koma því í þvottavélina." Ekkert hræddur við skrúbbinn „Ég fór að heiman 15 ára gamall í skóla og þurfti þá að kunna að festa tölur, ná úr blettum og svoleiðis. Ég er vanur að sjá um mín föt að mestu leyti sjálfur. Við áttum fjögur börn og unnum bæði úti og auðvitað höfum við skipst á heimilisverkum," segir Sighvatur Björgvinsson, 57 ára, efsti maður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Eiginkona Sighvats sér oftar um matseldina en hann, að öðru leyti skiptast heimilisverkin nokkurn veginn jafnt. - Þú ert ekkert hræddur við þvottavélina eða ryksuguna...? „Eða gólfskrúbbinn...nei, nei, ég er ekkert hræddur við þetta.“ Þvotturinn minn veikleiki „Ég er bestur í að strauja. Ég neyddist til að læra straujun á ákveðnu tímabili á minni ævi því að þegar menn búa einir þá straujast fötin ekki sjálfkrafa. Neyðin kenndi naktri konu að spinna í mínu tilviki. Eftir að ég hóf sambúð sá ég að ég var sér- fræðingurinn á heimilinu í að strauja þannig að konur hafa greinilega slakað á f þessum efn- um,“ segir Lúðvík Bergvinsson, 34 ára, 2. maður Samfylkingar- innar á Suðurlandi. „Ef það er verið að elda betri mat þá er ég settur í verkið. Ég kann nokkra rétti og gef mig út fyrir að vera mjög góðan í að kokka humar. Annars eru þvott- arnir minn veikleiki, ég held að það sé meðal annars vegna þess að frúin telji að ég geti átt það til að lita viðkvæman þvott heimilisfólksins." Ejda og skúra „Ég set í þvottavél og ég elda og skúra gólfin og mála og geri það sem þarf á heimilinu. Ég mála meira að segja húsið að utan ef því er að skipta. Ég hjálpa til meira en flestir meðalskussar,“ segir Sigurður R. Þórðarson, 54 ára, efsti maður á lista frjáls- lyndra á Vesturlandi. „Konan mín er innkaupastjóri og vinnur langan vinnudag, oft mun lengri en ég svo að ég sé gjarnan um að elda og ryksuga. Mér finnst skemmtilegast að þrífa. Ég hef verið töluvert á sjó og lent í því að sjá um að spúla dallinn. Mér líður alltaf djöfull vel þegar það er búið að ryksuga og taka til og gera svolítið fínt.“ Elda flestan mat „Ég hef vit á matseld því að ég bý til allan hátíðarmat heima hjá mér og flestan mat fyrir okkur hjónin ef við erum bara tvö. Þetta er gamalt áhugamál hjá mér. En ég kann engar bakning- ar,“ segir Sverrir Hermannsson, 69 ára, 1. maður fijálslyndra í Reykjavík. - Hvað með önnur heimilis- störf? „Nei, þar er ég mjög slakur. Ég vinn í garðinum og sé líka um innkaup á öllum mat og allt sem að okkar birgðageymslum lýtur.“ Undragóð naglasúpa „Ég er gamall kokkur á togara, var það eitt sumar í æsku minni og bý að návígi við bókina Helgu Sig. Ég gef sjálfum mér bærilega einkunn á heimili," segir Össur Skarphéðinsson, 46 ára, 2. mað- ur á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Ég er bestur í því að þrífa kló- sett, skúra og taka stigann en ég er jafnframt undragóður í að búa til naglasúpur, það er að segja að búa til léttan málsverð að kveldi þegar við höfum bæði gleymt að kaupa inn og lítið er tik“ - Er eitthvað sem þú gerir ekki? „Ég er ofboðslegur klaufi við að strauja skyrtur en ansi góður við að strauja buxur.“ Lægstu einkunnir Kjartan Jónsson 6,0 Kristján L. MöIIer 6,0 Halldór Brynjúlfsson 5,5 Ragnar A. Þórsson 5,0 Halldór Hermannsson 4,0 Methúsalem Þórisson 4,0 Júlíus Valdimarsson 1,0 Valdimar Jóhannesson 0,5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.