Dagur - 17.04.1999, Side 8

Dagur - 17.04.1999, Side 8
24 - LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 lí J '3 ' j ■ i -■ j1 1 'S 1 #1 é * fifi „Mér er afar vel og hlýlega tekið af almenningi sem virðist hvorki telja mig drambsaman né hrokafullan. En sennilega vona samfyikingarsinnar að ef þeir segi nógu lengi og nógu oft að ég sé haldinn þessum eiginleikum þá muni fólk trúa þeirn." myndir: hilmar þór í opnuviðtali ræðir Davíð Oddsson um stöðu stæðis- flokksins, málefni Samfylkingar og áherslumál í kosninga- baráttunni. - Nú tflía fulltrúar Samfylkingar um Sjálfstæðisflokkinn sem höf- uðandstæðing sinn. Lítur Sjálf- stæðisflokkurinn á Samfylking- unasem höfuðandstæðing sinn? „Ég svara þessari spurningu neitandi. Eg held að Samfylk- ingin telji sig vera að hækka í sér hlutabréfin með því að velja sér svo burðugan andstæðing sem Sjálfstæðisflokkurinn óneit- anlega er. Þetta eru leikræn til- þrif hjá þeim fremur en pólitík." - Gætir þú hugsað þér að starfa með Samfylkingunni í ríkis- stjóm? „Mér finnst óeðlilegt í Iýðræð- islandi að einn floldkur útiloki stjórnarsamstarf með einhverj- um öðrum flokki meðan ekki er um að ræða því meiri öfga- flokka. Hins vegar verð ég að segja að sumt sem maður sér frá Samfylkingunni er þess eðlis að það virðist ekki gott búsílag í málefnasamning. A hinn bóginn sýnist mér að hjá Samfylking- unni séu málefnin meira eða minna öll til sölu.“ - Finnst þér Samfylkingin ekki hafa talað þannig að hún telji að það komi ekki til greina að starfa í rtkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum? „Ef Samfylkingin vill minnka möguleika sína til ríkisstjómar- þátttöku þá sé ég enga ástæðu til athugasemda." - Ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur halda meiri- hluta ætlar þú þá eftir kosningar að skila umboði þínu til stjórnar- myndunar eða endumýið þið Halldór stjórnarsamstarfið? „Ef ríkisstjórn, hver sem hún er, heldur meirihluta þá er ekki nein efni til að skila inn umboði til stjórnarmyndunar. Það þýðir þó ekki endilega að stjórnin sitji áfram. Nýjasta dæmið er frá 1995 þegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur héldu meiri- hluta, að vísu aðeins með einu þingsæti. Það var ekki áhugi, hjá hvorugum flokknum, að biðjast lausnar af því tilefni, hins vegar fór svo að þeir sátu ekki áfram saman í ríkisstjórn.“ - Níí hefur samstarfið t ríkis- stjórninni verið gott. Hvemig hefur það verið t samanburði við Alþýðuflokkinn? „Samstarfið í ríkisstjórninni hefur verið afar gott, um það ber báðum flokkum saman. Eg þekki ekki mörg dæmi þess í ís- Ienskum nútímastjórnmálum að stjórnmálamenn hafi gefið sam- starfsflokki jafn góða einkunn og þessir flokkar hafa gert. Þú spyrð um samstarfið við Alþýðu- flokkinn. í kosningabaráttunni 1995 fór Alþýðuflokkurinn gegn Sjálfstæðisflokknum, reyndi að gera hann tortryggilegan í Evr- ópumálum og sakaði hann um að setja á ofurtolla. Okkur fannst samstarfsflokkurinn fara ómaklega aftan að okkur og það kólnaði mjög milli manna á þessum vikum. Við vissum vel að þetta var bara sýndar- mennska krata í kosningabar- áttu og hún var að sumu leyti skiljanleg. Jóhanna hafði hlaup- ið burtu og með vissum hætti var hún að reyna að drepa Al- þýðuflokkinn. Alþýðuflokks- menn gripu til örþrifaráða og reyndu að ná fylgi frá okkur en það hafði ekki jákvæð áhrif og það fyllti menn vantrausti á áframhaldandi samstarf." - Nú hefur heyrst að sumum framsóknarmönnum þyki Sjálf- stæðisflokkurinn ekki hafa staðið nægilega á bak við Finn Ingólfs- son og Ingibjörgu Pálmadóttur þegar þau hafa verið að gltma við erfið mál. „Ég hef ekki heyrt framsókn- armenn segja þetta en ég hef heyrt stjórnarandstæðinga segja þetta við framsóknarmenn. Eg held að allir sem hafi íylgst með störfum mínum hafi tekið eftir að ég hef brugðið skildi fyrir báða þessa ráðherra, ekki einu sinni heldur oft, ef á þá hefur verið ráðist. Ég tel það ekki neitt þakkarefni heldur sjálfsagðan hlut.“ Hlýlega tekið af almenningi - Hvað með ásakanir um að þið Bjöm Bjarnason séuð að vega að tjáningarfrelsi í landinu með þvt að saka fréttamenn um hlut- drægni ífréttaflutningi? „Ég hef ekki heyrt fréttamenn tala um þetta. Þeir hafa hins vegar sagt mér að vinstri menn hringi mikið í fréttastofurnar. Það geri ég aldrei. Eina dæmið sem menn geta talað um í mínu tilfelli var gagnrýni á fréttastofu Ríkissjónvarpsins eftir borgar- stjórnarkosningar. Ég gerði eng- ar athugasemdir meðan á slagn- um stóð. Gagnrýnin kom eftir kosningarnar og ef aldrei má gagnrýna eftir á, þótt gagnrýni geti verið hörð, þá eru menn orðnir afskaplega viðkvæmir fyr- ir sjálfum sér.“ - Hvað þá með aðrar fullyrð- ingar um að þú sért drambsamur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.