Dagur - 04.12.1999, Page 4

Dagur - 04.12.1999, Page 4
20 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 D^wir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl 20:00 KRÍTARHRINGURINN f KÁKASUS - Bertolt Brecht 9. sýn. í kvöld lau 4/12 örfá sæti laus, 10. sýn. 8/12 nokkur sæti laus, 11. sýn. 9/12 nokkur sæti laus, 12. sýn. 10/12 nokkursæti laus - Síðasta sýning fyrir jól. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson - Aukasýning í dag lau 4/12 kl. 13:00 uppseK, sun 5/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt. fim 30/12 kl. 14:00 og 17:00 uppselt Sala hafin á janúarsýningum, sun 2/1 2000 kl. 14:00 ogkl. 17:00, sun 9/1 2000 kl. 14:00 ogkl. 17:00. Litla sviðið kl. 20:00 ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Aukasýning sun 5/12 laus sæti, lau 11/12, sun 12/12 uppselt, mið 15/12 uppselt, þri 28/12, nokkur sæti laus, mið 29/12, fim 30/12. Athugið ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Listaklúbbur leikhúskjal- larans Mán 6/12, kl. 20:30 Jólabækurnar - kynning á nýjum bókum og höfundum þeirra. Umsjón Hjalti Rögnvaldsson. Gjafakort f þjóðleikhúsið - gjöf sem lifnar við! Miðasalan er opin mánud. þriðjud. kl. 13-18, mið- vikud.-sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200 www.leikhusid.is - nat@theatre.is Leitað til Moskvu Áratugum saman voru þeir foringjar og fjandvinir i íslenskum stjórnmálum. Einari Olgeirssyni (fyrir miðjuj tókst samt að koma flokki sínum i ríkisstjórn bæði með Hermanni Jónassyni, formanni Framsóknarfiokksins, og Ólafi Thors, formanni Sjálfstæðisflokksins. Líklega hafa sagnfræðingar og aðrir áhugamenn um liðna stjórn- málaatburði skrifað fleiri bæk- ur um sögu Kommúnista- ílokksins og Sósí- alistaflokksins en um aðra íslenska stjómmálaflokka. Og áhuginn á viðfangsefninu hefur enn aukist eftir að fall Sov- étríkjanna varð til þess að opna sérfræðingum leið að sumum þeim skriflegu gögnum sem áður höfðu verið vandlega geymd leyndarmál í skjalasöfnum austur í Moskvu eða í öðrum höfuðstöðv- um kommúnistaríkjanna. „Kæru félagar" eftir Jón Ólafs- son er nýjasta bókin um þetta efni og fjallar um samskipti íslenskra sósíalista við pólitíska trúbræður og meistara í Sovétríkjunum í fjörutíu ár - frá 1920 til 1960. í eftirmála skilgreinir hann bók sína sem „tilraun til að lýsa sovét- tengslum vinstrihreyfingarinnar á Islandi án þess að falla í grylju hinna einföldu og viðteknu skil- greininga" með það að markmiði „að kanna og skýra eðli og merk- ingu flokkstengsíanna" (bls. 302). Enda sé markmið bókarinnar „ekki bara að fjalla um einstök mál heldur einnig að hafa áhrif á hvernig þau eru rædd“ (bls. 303). Það á auðvitað eftir að koma betur í ljós hvort höfundinum tekst þetta síðastnefnda, en vissu- lega varpar hann enn frekara ljósi á þau miklu og beinu tengsl sem voru á milli nokkurra helstu for- ingja kommúnista og sósíalista hér á landi og stjórnendur heimshreyf- ingarinnar í Moskvu. Pólitísk trú og peningar Það sem gerir þessa bók sérstaka samanborið við íyrri rit um sama viðfangsefni, er einkum tvennt. Annars vegar er hér ekki lagt upp með það hugarfar kalda stríðsins sem svo lengi hafa ráðið afstöðu manna á opinberum vettvangi til samskipta við svokölluð risarveldi á þessari öld. Hins vegar hefur höfundurinn fengið aðgang að ýmsum Moskvuskjölum sem varpa skýrara ljósi á hvers vegna leiðtog- ar íslenskra kommúnista og sósí- alista leituðu ásjár í Moskvu og að hvetju þeir voru að leita þar eystra. Hann vitnar víða í þessi skjöl og birtir sum þeirra í heild sinni í ís- lenskri þýðingu. Að því er mikill fengur. Októberbyltingin var að sjálf- sögðu upphaf alls í þessu efni. Þegar bolsévíkum tókst að festa sig í sessi með sigri í borgarastyrj- öldinni sem fylgdi í kjölfar bylting- arinnar sáu margir róttækir vinstrimenn glæsilegar pólitískar hillingar þar eystra og fordæmi til að fylgja í öðrum löndum. Næstu ár og áratugi leituðu kommúnistar alls staðar ekki aðeins lærdóms og Ieiðsagnar þeirra manna sem sannanlega höfðu gert byltingu í verki, heldur einnig beins fjár- stuðnings og úrskurðar í innbyrðis deilumálum. Hreyfingin var að mörgu leyti eins og alþjóðleg trú- arhreyfing og fljótlega fór það svo að hinn óskeikuli „páfi“ hennar varð Jósef Stalin eða þeir menn sem hann setti til að þjóna sér. Þótt ýmsir hafi vafalaust mestan áhuga á því í þessari bók sem snýr að skýrslum íslenskra kommún- istaleiðtoga til félaganna í Moskvu og beiðnum þeirra um fjárstuðn- ing í ýmsu formi - og vissulega er margt forvitnilegt í þeim plöggum - þá situr þó ekki síður eftir í huga þess sem hér skrifar hversu sam- skiptin líkjast um margt trúar- bragðasögu fyrri alda með dýrð- lingum sínum og djöflum, upp- fræðslu í hinum helgu fræðum, endalausum átökum um hina einu réttu kenningu (sem tók oft breyt- ingum eftir valdahagsmunum í Moskvu) - þrætum þar sem allt orðaval var með þeim hætti að innvígða þurfti til að skilja um hvað var deilt. Og svo auðvitað yf- irtöku óprúttinna valdastreitu- manna sem var ekkert heilagt nema þeirra eigin völd, sem byggðust fljótlega á rannsóknar- rétti, útskúfun og eyðingu and- stæðinganna í nafni baráttu gegn villutrú. Bók Jóns Olafssonar er vissu- Iega góður áfangi á leið til aukins skilnings á hlut Islendinga í þess- um áhrifamikla pólitíska trúar- söfnuði tuttugustu aldarinnar. KÆRU FÉLAGAR. Höfundur: Jón Olafsson. Útgefandi: Mál og menning. Breyskleiki mannsins * ★ 1/2 Myrkrahöfðing- inn Sýnd í Háskóla- bíói. Leikstjóm, tón- list, klipping, útlit leikmynd- ar: Hrafn Gunnlaugsson. Handrit: Bo Jonsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjám. Kvikmyndataka: Ari Kristins- son. Leikendur: Hilmir Snær Guðnason, Sara Dögg Asgeirs- dóttir, Hallgrímur H. Helgason, Alexandra Rapaport, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Gunnar Jónsson, Sveinn M. Eiðsson, Atli Rafii Sigurðsson, Jón Sig- urbjömsson, Jón Tryggvason, Benedikt Árnason, Kjartan Gunnarsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Höskuldur Skagljörð, Marta Hauksdóttir, Guðmundur Bogason og Krist- ján Jónsson. Það kemur sennilega engum á óvart að Hrafn Gunnlaugsson sat lengi með Pfslarsögu sr. Jóns Magnússonar, sem Myrkrarhöfð- inginn byggir á, í hjarta áður en hann kom henni á hvíta tjaldið. Síra Jón og Hrafn eru sem sniðn- ir hvor fyrir annan og hin myrka galdraöld sem hér rfkti á 17. öld eins og sérpöntuð af Hrafni. Reyndar hafa menn ekki alltaf verið sammála um hversu myrk þessi öld var, hversu djúpt gal- dra- og djöflaóttinn gróf sig inn í sálu 17. aldar manna hér á landi. í Píslarsögunni eru stórbrotnar Iýsingar Jóns á hryllilegum ágan- gi djöfulsins og hafa sumir talið að þar fáist „ágæt hugmynd um sálar- ástand manna á þeim tímum“. Sig- urði Nordal þótti það hin mesta firra og telur sr. Jón hafa verið sérvitran gaur. Nordal bendir jafn- framt á að ekki löngu eftir að sr. Jón var að ærast af ásóknum djöfulsins var Arni Magnússon að safna hér gaman- sömum þjóðsögum af samskiptum Sæ- mundar fróða og kölska - þar sem sá í neðra tapar ávallt fyrir klerki. Benda þjóðsögurnar til að hér hafi verið ansi tvíbent afstaða til djöfulsins og það er sú afstaða sem Hrafn að- hyllist með leikstjórn sinni og túlkun í myndinni. Sjaldan dauð stund Uppbygging myndarinnar er með ágætum. Við sjáum strax við hvað sr. Jón á að etja þegar hafwv tekur við brauðinu og gömlu ekkjunni á Eyri. Þegar Jón mætir á svæðið stendur yfir svallkennd trúarathöfn í kirkjunni. Okkur er einnig gert Ijóst að hold hans rís ekki með eiginkonunni heldur fær hann strax augastað á heima- sætunni á Kirkjubóli, dóttur og systur þeirra Pála Pálssona sem Jón fær síðar brennda fyrir gald- ur. I myndinni fá margir af kost- um Hrafns og samstarfsmanna hans að njóta sín. Myndin geng- ur tiltölulega hratt fyrir sig og sjaldan dauðir punktar. Hríðin, froststillurnar, skafrenningsslæð- urnar taka sig vel út, tökustaðir eru flottir og kirkjan að Eyri kúr- ir við glæsilegan hamar og sjó- barða dranga. Híbýli eru flest þröng og kæfandi eins og vera ber, fólkið er tiltölulega óhreint og búningar fínir. Tvíhyggjan flækist fýrir Tvíbent afstaða til galdratrúar- innar er hins vegar í senn kostur og veikleiki myndarinnar. Sr. Jón yngri (Hilmir Snær Guðnason) er í raun sá'eini sem trúir á mátt galdurs og ágang djöfla í mynd- inni. Kuklið í þeim Pálum á Kírkjubóli er fremur framsett sem prakkarastrik, þeir glettast við skoffínið á Eyri og enginn tekur þær glettur alvarlega, nema sr. Jón. Af því leiðir að fremur létt er yfir myndinni, þrátt fyrir kuldann og illviðrin, og af henni stafar ekki drunga, skelfingu, ógn eða háska. Fyrir vikið verða flest sóknarbörnin dálítið reikul í leik sínum - þótt flest þeirra séu afspyrnu vel valin sjónrænt séð (sérstaklega var ekkjan mögnuð ásjóna) - og ekki virðist hafa verið íylli- lega á hreinu í hvorn fótinn þau ættu að stíga í Ieik sínum. Ymsir gera þó vel, bæði auka- og aðal- leikarar. Hilmir Snær fer vel með sitt, mál- rómurinn valdsmanns- Iegur en næmur, svip- brigðin hófstillt og oft ferst honum afar vel að gefa í skyn fremur en að stafa fullum fet- um. Sara Dögg sem leikur heimasætuna á Kirkjubóli er sr. Jón reynir ítrekað að kom- ast yfir, er tilgerðar- Iaus og blátt áfram og kemst vel frá sínu. En nærmyndir af þöglum, tilfinningaþrungnum andlitum þeirra, sem eru nauð- synleg í hófi, verða heldur tóm- legar í óhófi. SUM SÉ: Myrkrahöfðingjan- um skrikar að nokliru leyti fótur á svelli tvíhyggjunnar. Meginá- hersla er lögð á nakta dramatík en svo allsnakta að hana skortir dýpt svo áhorfandinn nær ekki að titra með persónum. Hrafn tekur afstöðu í þessari mynd, hann birtir sr. Jón sem breyskan mann og steingeldir hann ekki sem geðsjúkan ofsatrúarmann, en hann leyfir sér elíki hlaupa nógu langt með tvíhyggjuna. Til þess er hann sennilega of hallur undir þá skoðun Nordals að sr. Jón sé frávik. I stað þess að gera hrollvekju úr Píslarsögunni má því segja að Hrafn taki í sama streng og þjóðsögurnar um Sæ- mund fróða. Hann býr til gaman- sama mynd með kjarnyrtum texta, fallegri myndatöku, vel uppsettum senum en með reik- ulli persónusköpun. KVIK- MYfMDIR ;ÉJ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.