Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 16

Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Fluguveiðar að vetri (146) AJlt í lagi. Nú er veiðum lokið, menn lagstir í hýði, búa sig undir að fá ein- hvetja jólagjöf sem varðar fluguveiðar. Rólegt í hnýt- ingum. Eg hef ákveðið að kasta fram ágengu siðferð- islegu umhugsunarefni iyrir lesendur mína fram að vori. Þið ráðið hvort þið beitið þessu bragði. Það er ekki ólöglegt. En er það siðlegt? Forsögurnar eru tvær. Einu sinni sagði ég frá því þegar ég setti í lítinn silungs- titt í Vatnsdalsá. Hafði verið lengi að veiðum og ekki borið á neinum fiski, allra síst stóru staðbundnu urriðunum, sem ég var að reyna við. Þegar ég hafði sett í tittinn dró ég hann hratt inn, svo spriklið og sporðaköstin voru í meira lagi fyrir svo lítinn fisk. Sé ég þá ekki rosalegan urriða koma aðvífandi, elta kvikindið sem ég hafði sett í, og hófst nú æsilegur eltingaleikur sem ég hirði ekki um að lýsa til enda. Sem sagt: það sem vakti áhuga urriðans voru ekki flugurnar mínar, heldur lítill varnarlaus spriklandi fiskur. Víkur nú sögunni að annarri sögu. Ég heyrði sagt frá fluguveiðimanni um dag- inn. Hann veiðir oft í Þingvallavatni. Félagar hans haft veitt því eftirtekt að hann gengur alltaf til Ieiks með litla kaststöng. A henni er spónn. Sem hann kastar eins langt út og hann getur þegar hann byrjar veiðar. Og dregur eins hratt og mögulegt er inn. Þetta endurtekur hann í nokkur skipti. Tekur þá fram flugustöngina og fer að veiða. Skrítið? Nei. Mjög gagnsætt bragð. Hann er að endurtaka söguna mína úr Vatnsdalsá. FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar Spónn!!!!!!! Afklipptur spónn, siðlegt hjálpartæki fiuguveiðimanna? Að koma ránfiskum til Þetta heitir að koma ránfiskum til. Víða í Vesturheimi þekkist að kasta út smáfisk- um þar sem menn fara um stór vötn. Þetta er „lifandi beita“ eins og þeir kalla það. Smásílin eru hálf dauð, en nægilega spriklandi til að engjast í vatninu. Og hvað gerist? Tröllin í nærliggjandi byggð- arlögum líta upp, og sveima að til að kanna hvað sé um að vera. Og þá kasta menn spæni. Þetta er svipað og að binda jarmandi lamb við staur og bíða eftir að úlfurinn komi. Hér er ekki mælt með svona fórnar- kostnaði, í smáfiskum og siðferði. En til eru þeir sem vilja ganga skrefi styttra, og kasta spæni á undan flugu. En vilja ekki veiða á spón. Skiljanlega. Þetta er aðferð vinar vors á Þingvöllum. Þetta nota menn sem lokatilraun þegar veiðin er treg. En auðvitað er spaðaás upp í erminni líka. Skipt um agn Þeir sem útfæra þessa aðferð frekar gera það með nokkrum stæl. Spóninn er dreginn inn með ofsahraða. Þegar þess er vart að fiskur eltir stendur félagi tilbúinn og þeytir flugunni út á móti honum, en spæninum er kippt upp. Flugan á að vera svipuð að lit og lögun og spónninn, en munurinn sá að hún hreyfir sig nógu hægt til að æstur fiskurinn snúi sér að henni þegar spónninn hverfur og gleypir hana! Hægt er að útfæra þetta einn síns liðs, með því einfaldlega að vera nógu fjandi snöggur að kippa spæninum upp og kasta alveg í grænlogandi hvelli á punktinn þar sem hann var. Hin „virðulega" aðferð við þetta er að klippa önglana af spæninum. Þá eru menn ekki að veiða á hann, heldur aug- lýsa að agn sé til í tuskið í vatninu. Spónninn er því notaður til laða fiskana að þeim stað sem maður heldur til, og fá þá á hreyfingu og í árásarhug. Vissulega snjöll hugsun. En er þetta siðferðislega rétt fyrir fluguveiðimenn? Svari hver Svari hver fyrir sig. Eg sé sjálfur ekkert að því að kasta teskeið út í Þingvallavatn og draga hana inn aftur í bandi. Og þó að það sé spónn sem dreginn er inn af veiðihjóli? Það eru rök fyrir því að laða að sér fiska í risastórum stöðuvötnum með svona brögð- um. Þetta er hins vegar ekki aðferð fyrir viðkvæma staði. Og ætti aldrei að nota þar sem annað agn en fluga er bönnuð. Nema með góðfúsu leyfí veiðivarðar. En kannski er þetta óþarfa amstur? Æsiflugur Því nú koma til sögunnar æsiflugur. Eg hafði eitt sinn spurnir af manni sem kom að silungsá sem hann þekkti ekki. Hann setti væna fransisflugu undir, og dró hratt að sér í yfirborðinu. Þannig skáraði hann stóra hylji þar til fiskar virtust koma upp á eftir. Um leið skipti hann yfir í litla svarta púpu sem henn Iét lenda á staðnum þar sem fiskurinn sýndi sig. Og tók. Sjálfur hef ég notað bústnar þurrflugur, jafnvel númer 6-8, til að egna upp lata fiska. Verið búinn að kasta straumflugum og smáflugum. Setti þá eitthvert feitt og fljótandi flykki á, og kastaði út. Um leið og kvikindið lenti dró ég hratt inn. Oft hefur þetta þau áhrif að fiskur tekur, en oftar að hann skellir sér á eftir án töku. Þá hef ég nú ekki alltaf haft vit á að fara í smærra. Stórir muddlerar eru kjörnir til þessa. Hægt er að kasta þeim á flotlínu og láta þá frussa áleiðis til lands yfír þekkta tökustaði. Eða setja þá á sökklínu og draga mjög hratt inn, svo freyði kringum þveran hausinn. Ég reyni alltaf að vera með illa hnýttan muddler á mér, einmitt til að búa til læti með. Spónn eða ekki spónn? Afklipptur spónn til að æsa físka til að taka flugur? Þarna er efinn, myndi Hamlet segja. Fallegt er það ekki. Þetta er hið heimspekilega vandamál sem ég kveð ykk- ur með í þessum pistli dagsins. Kannski er spónn betri en að kasta grjóti í hylinn, eða reka hundinn sinn útí? En hvort tveggja er komið úr vopnabúrum veiðimanna sem leti fískanna gerir kolbrjálaða. ^rT Xidtí-' LltóuR V Ul? D'íöuri i TÍLáh r S TtRKPi' h íRm' V F'ELL' HEST V MF ði/Æi 1 MEhllB IÍEniA QORT fmw &ATNI '•JJ isii '■ SVriQ w W 3 FÆBurifi MW AR HÖKu E 0 R ílriS BIGliR WJíLÆ MANN FISK uR SPÍRA yrioi 'OÖU ! ÚRM STElrifT U uP H SKRÉFl w f/£S SP/L smm 7 RISPA 'Ji KO/VA HÆTTA 6E/15I UÚFA STúHDI mw ÚTLIT uR Hó'AlP Rb tMs 4 ! msm SPOR 'QTTl T TÍGrf ASTA SriUKA HWI HpR- HöFN !£&m siliii HbTuri GRbBA FiWTl FíRAnF mm TKE jglLw V/ðfióT Rojri- uN Wmm ! wr VEHOI EKKt 5TJÓRWA (o FLoKTU, ftTLkCA 1 w W WW- uk PIULDUR mfh Wmh HÆ7TA 4 BKPu r'ett- TæSU 5 KFYRI WF iiw ÍL’AT 9 GREtW. T'iM POKA m m\ RYK- K ORri £KKí R'oTA HÚS HT TÓM £U- EGAR 5V/K jSKA£H pLtm sm- 0 iR Krossgáta nr. 165 Lausn ................. Nafn................... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 165 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 165), Strandgötu 31, 600 Akureyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 163 var „blómabúð". Vinningshafi er Björg Helgadóttir, Munkaþverárstræti 25 á Akureyri, og fær senda bókina Höfðingjahótelið eftir Agöthu Christie. Skjaldborg gefur út. II Þögnin rofin t $, Verðlaun: Þögnin rofin, örlaga- þrungnar saka- málasögur, eftir Kristján Péturs- son. Skjaldborg gefur út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.