Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 18
34 - LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
Da^ttr'
Christina Aguilera - Christina
Ein afntörgum
Christina Aguilera er ein af þeim mörgu
ungu söngkonum sem slegið hafa í gegn
að undanförnu í hinu nýja R & B. Þar
ruddu brautina t.d. Madonna, Whitney
Houston og Mariah Carey, en þær sem
komið hafa í kjölfarið eru og virðast ætla
að verða óteljandi. Brandie og Monica,
Eryka Badu, Jennifer Lopez og Brittny
Spears eru örfá dæmi um þær vinsæl-
ustu. Aguilera er af tónlistarfólki komin
og stendur því vel sem slík á plötunni
sinni, sem m.a. geymir vinsæl Iög á borð
við Genie in a bottle og Come on over.
Mínus - Hey Joanny
Grjótharðir
Sigurvegarar Músíktilrauna eru nú loks-
ins komnir með plötu. Areiðanlega
þyngstu og kröftugustu synir Hafnarfjarð-
ar og gefa á þessari fyrstu plötu sinni er-
lendum sveitum í sömu deild á borð við
Korn, Deftones Fear factory o.fl. ekkert
eftir hvað það snertir. Var því löngu kom-
inn tími á plötuna eftir marga frábæra
tónleika m.a. með Fugazi í sumar. Eru
lögin samtals 11, öll grjótharður barning-
ur, ekkert slegið af. Dæmi um góðar
smíðar eru, Spastic fiction, In his imm-
age og Kolkrabbinn. Mega Krummi (son-
ur Björgvins Halldórs) og félagar vera
ánægðir með útkomuna.
Karlrembuplatan - Sami titill
Bráðskemmtileg karlremba
Ur hinum fagra sal fjalla og djúpra fjarða
geysast fram á sjónarsviðið karlremburn-
ar, hinar sönnu hetjur Vestfjarða með
plötu nefnda í eigið höfuð. Aðal karl-
remburnar eru Jón Rósberg Mýrdal, Lýð-
ur Árnason og Olafur „Popp“ en auk
þeirra kemur mikill fjöldi annarra við
sögu á plötunni. Bráðskemmtilegt rokk
og popp með mjög svo böldnum textum
er á boðstólnum hjá þessum hetjum ætt-
uðum frá Flateyri og er vfst að margt
ómerkilegra hefur komið þaðan en þessi
plata. Ekki ber að taka innihaldiö of al-
varlega heldur á að taka því með opnum
og glöðum huga. Þekkt nöfn á borð við
Pétur Hjaltested og Sigrúnu Evu Ar-
manns koma við sögu á plötunni m.a.
Afram Flateyri!
Land og synir - Herbergi 313
Entiþá brattir
Land og synir áttu mjög svo mikilli vel-
gengni að fagna í (ýrra og áttu hvert lagið
á fætur öðru sem sló í gegn. Fyrsta platan
fór Iíka vel ofan í unglýð landsins og seld-
ist vel. Nú freista þeir Hreimur Orn og
félagar þess að halda áfram og það að
mestu á sömu braut með nýju plötunni,
Herbergi 313. Ekki vantar að þeir piltarn-
ir séu áfram brattir og bli'ðir í senn í lög-
um sínum og textum. Samt finnst manni
visst nýjabrum vera horfið þannig að sami
hressleikinn svífur ekki yfir eins og fyrst.
En samt vel unnin plata emð ágætum
lögum á borð við, Ailt á hreinu, Lending
407 og Freistingar.
Aldrei er of vel gert fyrir börnin
né of mikið. I tónlistinni á það
við sem annars staðar. Nú fyrir
jólin eru að koma allavega þrjár
plötur sem höfða til þeirra og
vert er að minna á.
Leggur og Skel
Leggur og skel er plata sem
Rafn Jónsson stendur að og
vinnur í góðu samstarfi sem oft
áður við Magnús Þór Sigmunds-
son. Semur Magnús 11 lög og
Rafn eitt lag á þessari plötu auk
þess sem tólfta Iagið er eftir
hina ungu Þórunni Magnúsdótt-
ur og eru þau flest samin við
texta skáldkonunnar Margrétar
Jónsdóttur. Eru þessar smíðar á
þjóðlegum nótum og hinar
smekklegustu. Þrjú Iög eru svo
til viðbótar m.a. Maístjarnan og
Völuvísa. Lögin syngja svo auk
Magnúsar og Þórunnar, Stefán
Hilmars, Hreimur Orn úr Landi
og sonum og Kristjana Stefáns-
dóttir.
Út um græna grundu
Þessi plata var framhaldsverk-
efni Gunnars Þórðarsonar og
Björgvins Halldórssonar á
Vísnaplötunni númer 1, Einu
sinni var og varð mikil metsölu-
plata. Hún er nú endurútgefin
líkt og sú fyrri var í fyrra, en
áður höfðu þær komið út saman
á geisla. Þessi og Leggur og skel
eru ánægjulegar útgáfur til að
kynna íslenskum unglýð rætur
þjóðarinnar í ljóðum og tónlist.
Jaba daba dúúú!!!
Lög úr teiknimyndum
Hér er á ferðinni nokkuð
skemmtileg plata þar sem ís-
Ienskir söngvarar syngja lög úr
ýmsum vinsælum teiknimynd-
um. Eru það hjónin Pétur
Hjaltested og María Björk sem
standa að gerð þessarar plötu
ásamt Eiði Arnarssyni. Mikill
fjöldi söngvara og leikara flytur
svo lögin t.d. Stefán Kari, Grím-
ur Gíslason, Bergsveinn Arelíus-
son úr Sóldögg áðurnefndur
Hreimur Örn og sjálf „Dívan“
Selma Björnsdóttir.
Geirfuglarnir. Fin önnur plata.
GEIRFUGLAGLEÐI
Með eldfjörugri framkomu og
tónlist í mjög svo frísklegum
anda, vöktu sveinarnir í Geir-
fuglunum heldur betur at-
hygli og lukku með fyrstu
plötunni sinni, Drit. Allskyns
dans- og þjóðlagamúsík var á
efnisskránni, frumsamin sem
eftír aðra flutt af fínni kunn-
áttu með fleiri hljóðfærum
en menn áttu almennt að
venjast í skemmtanalífi unga
fólksins. Þar voru til dæmis
notuð Mandólin, harmonida
og fleiri „Skringileg“ hljóð-
færi. Nú rúmu ári eftir út-
komu fyrstu plötunnar eru
Geirfuglarnir mættir með
aðra plötu, sem ber þann lífs-
bjarta titil, Byrjaðu í dag að
elska. Líkt og á forveranum
kennir margra og fjölbreyttra
grasa þar sem áhrif frá svo
ólíkum stöðum sem Rússíá,
S-Ameríku og Evrópu kennir
m.a. Fólk getur semsagt í
senn dansað tangó, stigið
Kósakkadans eða geiflað sig í
rokktakti við að hlutsa á
þessa skemmtilegu og Iifandi
plötu Geirfuglanna. Um
sannkallaða Geirfuglagleði er
að ræða, sem þeir sem mætt
hafa á skemmtun með strák-
unum kannast mæta vel við.
(og þá örugglcga og einna
helst á Grand Rock). Það
fólk, sem og þeir sem hrifust
af fyrri plötunni, ættu ekki að
láta þessa framhjá sér fara.