Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 7
X>^MT_ Gísli Marteinn Baldursson og Úlafur Teitur Guðnason eru höfundar Bókar aldarinnar sem hefur að geyma rúm- lega 270 topp tiu lista yfir margvísleg svið sem tengjast öidinni sem nú er að ijúka. Bók aldarinnar Bók aldarinnar er heiti á bráðskemmtilegri bók sem fréttamenn- irnir Gísli Marteinn Baldursson og Ólafur Teitur Guðnason hafa tekið saman. Annar höfundur bókarinnar Olafur Teitur Guðnason skil- greinir Bók aldarinnar á eftir- farandi hátt. „Þetta er bók sem er sett saman úr rúmlega 270 topp tíu listum þar sem farið er yfir margvísleg svið. Þar er að finna lista sem byggjast á mats- atriðum eins og vali á merk- ustu stjórnmálamönnunum, áhrifamestu Islendingunum, bestu Iistamönnunum og svo framvegis. Til að raða niður á þá lista fengum við fólk, sem hefur mikla þekkingu á hverju sviði fyrir sig, og bak við hvern lista eru um 20-30 manns. Aðrir Iistar eru hrein og klár tölfræði og til að vinna þá lögðumst við í rannsóknar- vinnu. Við lásum til dæmis dómasafn Hæstaréttar til að geta unnið lista yfir þyngstu dóma sem hafa fallið á öldinni. Bókin skiptist nokkurn veg- inn jafnt í matsatriðalista og staðreyndalista en bókinni sjálfri er skipt niður í fjóra hluta. Sá fyrsti nefnist Saga og arfur. Þar eru listar yfir sögu- lega atburði og mestu afrekin. Annar hluti nefnist Fólk og þar eru eingöngu listar yfir fólk sem hefur skarað fram út. Þriðji kallinn byggist á listum yfir landið, eins og fallegustu staði landsins, veöurfar og annað. Síðasti kaflinn heitir Líf og þar er fjallað um ýmis dægurmál, ritdeilur, vinsælustu leikrit leikhúsanna og fjöl- margt fleira.“ Gísli Marteinn Baldursson segir að listarnir hafi orðið svo margir að þeir hafi þurft að skera þá niður um næstum því helming. „En ég held að það sé erfitt að finna einhvern atburð, eitthvert tískufyrirbrigði, ein- hvern mann eða konu sem var áberandi á öldinni eða skipti máli sem ekki er á einhverjum lista í bókinni. Við val á listum reyndum við að miða við að allt væri inni sem einhverju máli skipti á öldinni." Ekki dómar heldur vísbendingar Þeir félagar viðurkenna að hafa ekki ætíð verið sáttir við niður- stöður á þeim listum sem byggja á persónulegu mati sér- fræðinga á hverju sviði. „Listar yfir bestu plötur og bækur eru ekki endilega samkvæmt okkar smekk,“ segir Gísli Marteinn. „En við vorum auðmjúkir gagn- vart niðurstöðunum þótt þær væru okkur ekki fullkomlega að skapi, enda gerðar af fólki með miklu meiri þekkingu á þessum hlutum en við.“ „Auðvitað verða flestir sem lesa bókina ósammála ein- hverju í henni,“ segir Olafur Teitur. Maður kemst aldrei að endanlegri niðurstöðu sem allir eru sammála um. En ég efast um að hægt verði að komast nær því að setja saman lista yfir það sem er þverskurður af hugmyndum þeirra sem hafa helgað sig tilteknum sviðum og það er hægt að lesa listana sem mjög góða vísbendingu um smekk þess hóps.“ „Eg vona að menn taki bók- ina ekki of hátíðlega," bætir Gísli Marteinn við. „En ég tel til dæmis frábært að kominn sé listi yfir þær skáldsögur sem sérfræðingar telja vera bestu skáldsögur á öldinni. En ég held að menn átti sig fljótlega á því að þessa lista beri ekki að taka sem endanlegum dómi, heldur vísbendingu. Við reynd- um líka að gefa fólki tóninn um að bókin ætti fyrst og fremst að vera skemtileg lesn- ing um áhugaverða atburði. Framarlega í bókinni er til dæmis listi yfir merkilegustu kosningaúrslitin í kosningum á Islandi. Þar eru níu efstu sætin kosningar sem skiptu verulegu máli fyrir þjóðina, til dæmis er kjör Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980 í efsta sæti. En í 10. sæti höfum við mjög kosningu í Héraðsskólanum á Laugar- vatni árið 1932 þar sem kosið var um það hver væri mestur maður, lífs eða liðinn. Þar fékk Jónas Jónsson frá Hriflu einu atkvæði meira en Jesús Kristur frá Nazaret. Nú eru þetta ekki ein af tíu merkustu kosninga- úrslitum en við höfðum þetta engu að síður með til að létta bókina og gefa mönnum þann tón að niðurstöðurnar bæri ekki að taka eins og heilögum sannleika." „Eg held að bókin örvi áhuga fólks á að Iesa nánar um hina óvíðjafnanlegu öld sem er að ljúka. Við reyndum eftir megni að tjalla um hvert atriði listana og ég held að það sé ágætt sögulegt yfirlit," segir Ólafur Teitur. „Það er hið besta mál að eiga uppgjör eins og þetta yfir 20. öldina, og margir væru eflaust þakklátir fyrir að eiga nú slíka bók um 18. eða 19. öldina." Þess skal að lokum getið að þessi áhugaverða bók er prýdd fjölmörgum myndum sem fréttaljósmyndarar völdu og voru sammála um að séu í hópi bestu fréttaljósmynda ald- arinnar. FS Kjördæmi þar sem flestir skilja: 1. Reykjanes, 2,19 skilnaðir á hverja 1.000 íbúa 2. Reykjavík, 2,11 3. Suðurland 1,86 4. Norðurland eystra 1,62 5. Vestfirðir 1,59 6. Vesturland 1,56 7. Norðurland vestra 1,33 8. Austurland 1,28 Mestu töffararnir: 1. Rúnar Júlíusson 2. Jón Baldvin Hannibalsson 3. Haukur og Öm Clausen 4. Þorsteinn Jónsson, flugmaður 5. Jóhannes Jónsson á Borg 6. Óttar Felix Hauksson 7. Ingólfur Guðbrandsson 8. Ragnar Bjarnason 9. Björgvin Halldórsson 10. Bóbó á Holtinu Bestu skáldsögurnar: 1. íslandsklukkan eftir Halldór Laxness 2. Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness 3. Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson 4. Gerpla eftir Halldór Laxness 5. Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg Bergsson 6. Heimsljós eftir Halldór Laxness 7. Halla og Heiðarbýlið eftir Jón Trausta 8. Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson 9. Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson 10. Land og synir eftir Indriða G. Þorsteinsson Umdeildasta sjónvarpsefnið. 1. Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, eftir Baldur Hermanns- son 2. Fiskur undir steini, eftir Ólaf Hauk Símonarson og Þor- stein Jónsson 3. Lífsbjörg í Norðurhöfum, eftir Magnús Guðmundsson 4. Vandarhögg, eftir Jökul Jakobsson og Hrafn Gunnlaugs- son 5. Blóðrautt sólarlag, eftir Hrafn Gunnlaugsson 6. Líftil einhvers, leikrit eftir Nínu Björk Ámadóttur 7. Dómsdagur, sjónvarpsmynd eftir Egil Eðvarðsson 8. Sjö bræður, finnskir sjónvarpsþættir í tíu hlutum 9. „Dillibossa" - auglýsing Sjónvarpsins eftir Rósu Ingólfs- dóttur 10. Bankaþátturinn, umsjón Ólafur Ragnar Grímsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.