Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 14

Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 14
30 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 rDwptr Flest teljum við okk- ur fær um að takast á við elliárin, gráa hárið, beinþynning- una, hrukkurnar og allt það sem gerir hverja konu og hvern mann að myndarlegu gamal- menni. Sumir vilja þó storka aldurslög- málinu með hjálp læknisfræðinnar. Fara t.d. í andlitslyft- ingu eða láta fylla upp í hrukkurnar... Ýmis konar snyrtivörur með ávaxtasýrum eða rakabind- andi efnum eru sagðar geta slétt úr hrukkum en það ku Iítið hald vera í slíkum efn- um til langframa. Hins vegar hefur Iyfjafræðin yfir að ráða Birkir Sveinsson segir lækna hérýmist nota Restylane eða ávaxtasýrur til að bæta hrukkur. andliti. „Efnið hefur þann eigin- Ieika að draga í sig og binda vatn sem eykur rúmmál húðarinnar. Hyaluronic sýran er hluti af eðlilegum súbstans í húðinni en með aldrinum dregur úr henni. Þess vegna verður efnið hluti af eðlilegum umskiptum húðar- innar,“ segir Birkir. Þar sem efn- ið er náttúrulegt brotnar það smám saman niður í húðinni, en situr þar ekki til eilífðar, og er því nokkuð einstaklingsbundið hversu lengi fyllingin dugar. Að sögn Birkis fer það eftir hve blóðrásin er mikil og hversu mikil hreyfing er á svæðinu. „Þetta dugar frá hálfu ári og allt upp undir tvö ár.“ Restylane, sem er eins konar glært hlaup, er sprautað undir húðina og tekur hver meðferð u.þ.b. 30 mínútur. Arangurinn sést strax og fylgikvillar eru fáir, í mesta lagi roði og bólga í nokkra daga. Um ár er síðan Húðlæknastöðin fór að nota Restylane, sem framleitt er í Svíþjóð, og síðan hefur þó nokk- uð af fólki nýtt sér þetta efni til hrukkufyllingar, aðallega konur en ekki eingöngu. „Þetta er fólk alveg upp úr þrítugu. Fólk eldist Hrukkufyllingar ýmsum efnum sem slétt geta úr hrukkum, m.a. stífkrampalyfinu Botulin toxin sem er sprautað undir húð til að lama grunna vöðva - og við það sléttist úr hrukkunum og er mest notað á enni og í kringum augu. Þegar Líf og heilsa hringdi í Húðlækna- stöðina að Smáratorgi 1 fékkst samband við Birki Sveinsson, húð- og kynsjúkdómalækni, og kom í ljós að Botulin toxin hefur ekki verið notað á Islandi gegn hrukkum. Hann segir það hafa verið notað víða í Bandaríkjunum sem hrukku- lyf, m.a. á fínum læknastof- um í Hollywood. Lyfið er hins vegar ekki samþykkt áf Lyfja- og matvælaeftirlíti Bandaríkjanna til nota í fegr- unarskyni. Náttúrulegt hrukkulyf „En við erum hins vegar að nota efni sem við sprautum undir húðina og fyllir upp í hrukkur. Þetta er náttúrulegt effii, hyal- uronic sýra, sem er líka notað til að laga og stækka varir. Efhið heitir Restylane og það hefur gengið mjög vel að nota það,“ segir Birkir en lyfið er sænskt og talsvert er urn að fólk láti sprauta Restylane á ákveðna staði í Maður með djúpar hrukkur upp frá nefi. mjög mishratt og svo er fólk misupptekið af þessu - en flestir eru á milli 40 og 60 / ii ara. Restylane virkar einkum á djúpar hrukk- ur sem myndast milli augnbrúna, stóru línurnar kringum munninn og þverrandir á enni. En ef húðin er almennt orðin hrukkótt, með litlum, fínum hrukkum þá hafa læknar einnig notað ávaxtasýrur til að taka hurtu ystu húðlögin sem styrkir húðina og breytir ásýnd hennar tals- vert. - LÓA Maður búin að láta sprauta Restylane undir húðina. Á nýrri þúsöld er upplagt að breyta til og skipta um mataræði. Nýr líkami á nýrri þúsöld Það er ekki úr vegi að byrja nýtt líf á nýrri þúsöld með grönnum og spengilegum lík- ama og góðri heilsu. Ef megrunar er þörf þarf að huga vandlega að breyttu matar- æði. A þessari öld hefur fita orðið eitt helsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar enda er stór hluti þjóðarinnar yfir æski- legri líkamsþyngd en á þessum áratug hefur létta h'nan orðið sífellt sterkari. Stöðugt fleiri gæta að mataræðinu, borða heilbrigðan og góðan mat og gæta þess að hreyfa sig reglulega. Nú er rétti tíminn til þess að venda sínu kvæði í kross og skipta um lífsstíl. Grænmetið er framtíðin Aðalatriðið er þetta: Gleymdu öllu megr- unaræði og slepptu megrunarkúrunum. Nú gildir aðeins eitt og það er að breyta mataræðinu. Borða gott en samt heil- næmt og hafa hugann jákvæðan gagnvart þessum breytingum. Þó að margir falli í freistni þegar rjómatertur eða hamborg- arar og franskar eru annars vegar þá er þróunin stöðugt í átt til grænmetis og annarrar hollustu - ekki bara inni á heim- ilunum heldur líka á veitingastöðunum! Kokkar keppast nú við að búa til girnilega grænmetisrétti og salatið getur orðið að- alrétturinn á glæsilegustu veitingastöð- um innan skamms tíma. Það þarf hvorki að vera erfitt né leiðinlegt að missa kíló. Ef þú hefur aflað þér réttrar vitneskju geturðu breytt um mataræði án þess að taka eftir því. Breytingarnar eru nefnilega oftast minni en maður heldur. KYNLIF Ragnheiðup Eíríksdóttír skrifar I kynlífinu er ýmislegt sem fólk gerir sér til gam- ans og víst er að möguleikarnir eru óþrjótandi. Allir eiga sér kynferðislega óra sem líka eru eins misjafnir og við erum mörg. Orarnir þjóna yf- irleitt þeim til- gangi að æsa okkur kynferðislega hvort sem er við sjálfsfróun, í ást- arleik með öðrum eða bara í dag- lega amstrinu. Gunni á sér draum um að kona f svartri skó- síðri regnkápu skipi honum að sleikja stígvélin sín - en hann hefur engan áhuga á að upplifa það í alvöru. Jóna fataserar í hvert skipti sem hún velur zuc- chini í grænmetisborðinu í Nóa- túni að huggulegur kúnni gangi upp að henni og stingi upp á að þau fari afsíðis og bregði á leik - en hún mundi heldur aldrei gera neitt slíkt og er ánægð í dimmu- kynlífi tvisvar í viku með eigin- manni sínum til 23 ára. Bóbó drevmir um að sjá annan karl M'a \WMi P6' Róliróli mann eiga mök við Gógó konu sína á meðan hann gælir við skaut annarrar konu - og hann upplifir það líka stundum. Rólufólk Bóbó og Gógó stunda nefnilega makaskipti. Þau tilheyra þeim hópi fólks sem heitir á erlendri tungu swingers eða rólufólk, eins og ég hef ákveðið að kalla það. Bóbó og Gógó eru búin að vera gift í 17 ár og eiga 2 unglinga, þau eru ánægð í hjónabandinu og lifa kynlífi sem fullnægir þeim báðum - rólið nota þau sem krydd af og til og þeim finnst það að auki styrkja sambandið og gera þau nánari í lífinu. Þetta geta þau gert vegna þess að þau eru fyrir ánægð, fullnægð og treysta hvort öðru. Það er algjör forsenda, til þess að rólið verði ekki að algerri tilfinn- ingamartröð. Ef samband er brothætt, er alls ekki góð hug- mynd að fara að stunda ról til að reyna að bjarga málunum. Það hefur engum tekist enda er þá oftast dulinn ásetningur annarra eða beggja að finna sér eitthvða nýtt og spennandi sem Ieið út úr 6\í\ íiúrí;. (■ p.wn Erlendis eru klúbbar rólufólks algengur vettvangur fyrir áhugasama að hittast, kynnast og leika sér saman. ófullnægjandi sambandi. Kannski með minna samviskubit, þar sem makinn tekur þátt líka en sefur ekki heima á meðan reynt er að hössla á öldurhúsi. Partý Erlendis eru klúlibar rólufójk^al- gengur vettvangur fyrir áhuga- sama að hittast, kynnast og leika sér saman. Klúbbarnir standa þá gjarnan fyrir veislum sem annað hvort eru bara til að kynnast, all- ir klæddir og fínir og fara svo kannski heim eða á hótel seinna • cf, samningar .takast, eða til að daðra brjálæðislega og jafnvel gera eitthvað dónó á staðnum. Klúbbar sem þessir hafa strangar reglur í veislum sínum. Aðallega eru það pör sem mæta en þó er einhleypum konum yfirleitt veitt- ur aðgangur Iíka. Einir karlar eru oftast ekki velkomnir enda talið lfklegra að svoleiðis menn geti verið perrar (hmmm?). Staða kvenna í rólu-klúbbum er líka sterkari þegar kemur að kyn- hneigð þar sem tvíkynhneigð kvenna er mun samþykktari en tvíkynhneigð karla. Varla á íslandi Ójú, meira að segja á íslandi er til þó nokkuð af rólufólki. Á net- inu er nýstofnuð heimasfða ís- lenska róluklúbbsins og svo eru margir duglegir á irkinu (tölvu- spjallrásum) og stofna jafnvel til kynna með þeim hætti. Ég læt slóðir ekki fylgja af tillitssemi við rólara en þeir sem eru virkilega áhugasamir ættu að geta ldórað sig áfram án mikilla kvala. Góða skemmtun í kvöld! Ragnheiður Eiríhsdóttir er hjúkrunarfræðingur. ic.ií (tfu-UH tífyffi u\i léftfta 1 fþþj taiUóy Áahi cii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.