Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 15

Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 - 31 iSI7) : j alheims „íslenski búningurinn er það fallegasta, “ seglr Ásbjörg. Með þessum bláa kyrtli ber hún gyllt belti og gylltan kross. skálmar, utanástungnir vasar og stunginn kragi. Svört buxnadragt úr mynstruöu glansandi efni. Svart stutt pils og annað hné- sítt með glimmermynstri. Svartur kjóll með glimmer- mynstri. Svartur satínkjóll, drag- síður. Svart satínpíls, skósítt með klaufar upp í hliðam- ar og blússa við úr sama efni. Hvítt peysusett: erma- laus bolur og mittissíð ein- hneppt peysa. Milligrátt peysusett, innanundirpeysan með kvartermum, jaltkapeysa með belti. Grár bolur úr angóraull. Blúndutoppur, Ijósblár, aðeins gegnsær. Bolir, skyrtur og topp- ar af ýmsum litum. Undirföt, sokkbuxur og baðföt. Megnið af þessum fatnaði hefur Asbjörg fengið lánaðan hjá versluninni Blues. Sokkabuxurnar eru gjöf frá Oroblu og undir- og sundföt eru frá Knickerbox. Auk þessa sagði Ás- björg nokkra síðkjóla sem ekki væru komn- ir í þennan biðsal, fljóta með til Tókýó og fallega skartgripi fékk hún Ieigða sem hæfa hveiju dressi fyrir sig, eyrnalokka, hringi, hálsmen. „Sumar stúlkur eru svo mikið styrktar fyrir svona keppni að þær koma með heilu ferðatöskurnar bara undir skartgripi. Eg hef ekki svo mikið við.“ Sjálf sér hún um sína förðun og hárgreiðslu og er búin að fá leiðbeiningar sérfróðra í Face og Kompaníinu um þau efni. Að mörgu er að hyggja þegar lagt er í langferð, ekki síst þegar keppt skal i fegurðar- samkeppni. myndir: pjetur Betra er að gleyma ekki sundfötunum, þau verða meðal þess sem Ásbjörg kemur fram í á lokakvöldinu. Rauða peysan og svörtu buxurnar sem hún er í á myndinni verða Hka með í för. í dag leggur Ásbjörg Kristinsdóttir af stað áleiðis til Tókýó í keppni um titilinn Miss International 1999. En hvað skyldi fegurðar- drottning á leið í al- heimskeppni taka með sér og hvaða aðstoð fær hún? Þarf hún að kaupa alla hluti eða fær hún lánuð föt og skart? Til að fá svör við því lögðu blaða- maður og ljósmyndari leið sína upp í holtið breiða nú í vikunni, þangað sem Elliðaárdalurinn blasir við, Arbærinn og bak við hann Esjan. Þar var Asbjörg að byija að pakka niður fyrir ferðina og notaði til þess fullveldisdaginn enda frí þá í Háskólanum en þar stundar hún nám í verkfræði. Borðstofuborðið er þakið falleg- um fötum, buxnadrögtum og blússum, toppum, pilsum og peysum. Hún ætlar að dvelja 10 daga í Tókýó en á leiðinni stoppar hún í París, þar sem öll evrópska fegurðin safriast saman og íylgist að eftir það. Móðir Asbjargar fer með henni og verður ein í klappliðinu íyrir Islands hönd. Blaðamaður spyr hikandi hvort þær mæðgur viti hvernig veðráttan sé þar eystra og léttir þegar fegurðardrottning- unni fínnst það ekkert sveitó og upplýsir að þær hafí verið að skoða það á Netinu. Gráðurnar séu +13 og upp í 20 yfir daginn en fari niður í 3 á kvöldin. „Þess- vegna tek ég með mér peysur og einn hlýjan jakka,“ segir hún og er að spá í að vera í jakkanum á leiðinni til Parísar. Hún ætlar líka að vera í þægilegum skóm á ferðalaginu og vemda fæturna svo þeir komist nú í finu háhæl- uðu skóna þegar mest á ríður. Tuttugu alklæðnaðir Ásbjörg kveðst taka með sér 10 hversdagsklæðnaði og 10 kvöld- klæðnaði. „íslenski búningurinn er það lang fallegasta,“ segir hún og sýnir bláan kyrtil með slæðu. Honum íylgir gyllt belti og gylltur kross til að hafa um hálsinn. Allt leigt af Jórunni Karlsdóttur. „Hjá henni fæ ég líka tvo kjóla, hvítan og rauðan. Þeim hvíta verð ég í kvöldið sem keppnin fer fram og ber við hann faílegt hálsmen með semalíusteinum. Við rauða kjól- inn hef ég gyllt men með rauðum steinum.“ Það sem blasir við á borðstofuborðinu er: Steingrá buxnadragt, jakkinn síður. Svört buxnadragt; jakldnn stutt- ur með klaufar upp í ermar og Vön pinnahælunum Nokkur pör af skóm eru nauðsyn- leg, til dæmis lokaðir svartir skór við þjóðbúninginn, opnir svartir við rauða kjólinn og lokaðir hvítir við hvíta kjólinn, allir með 10 cm pinnahælum. Aðspurð segist Ás- björg hafa æfst vel f að ganga á slíkum pinnum lyrir keppnina í vor auk þess sem hún hafí verið í samkvæmisdönsum í 10 ár og þá vanist slíku skótaui. Bæklingar uin Tókýó eru komnir í hús. „Það er nauðsynleg að vita eitthvað um borgina sem maður er að heimsækja og siði og venjur japönsku þjóðarinnar,“ segir þessi fallega stúlka sem án efa verður íslenskri þjóð til sóma hvar sem hún fer. GUN. Ásbjörg i hvíta kjólnum sem hún íklæðist keppniskvöldið. fíá f verður hún í hvítum lokuðum skóm og með fallegt hálsmen. A leið í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.