Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 8
^LÍPiD 1 LAjJÐJUU j LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 Ég held að efSigmund Freud hefði komist í Píslarsögu sr. Jóns á sínum tfma þá hefðu hans kenningar litið pínulítið öðruvísi út. MATTHÍAS: Talandi um Freud þá er eins gott að hann komst ekki i Písl- arsöguna því sr. Jón missti móður sína mjög ungur að árum og ólst upp á meðal ókunnugra - en sem betur fer kann Hrafn ekkert í Freud. Eftir að hafa gengið með Píslarsögu síra Jóns Magnússonar í kollinum síðan í menntaskóla kom Hrafn Gunnlaugsson þessari mögnuðu sögu prests- ins í Skutulsfirði, sem ofsóttur var af djöflin- um, á hvíta tjaldið um síðustu helgi. Við feng- um einn helsta sérfræð- ing landsins í galdraöld- inni, Matthías Viðar Sæ- mundsson, til að setjast niður með kvikmynda- leikstjóranum og skeggræddu þeir um galdratrúna, píslarsög- una, djöfulganginn og galdrabrennurnar á 17. öldinni og sr. Jón þuml- ung. Var presturinn á Eyri geðveikur, kynóður eða einfægur trúmaður - nú eða ailt í senn... Píslarsaga sr. jóns Magnússonar er nánast einstæð heimild um upplifun manns af galdraof- sóknum á tímum galdrabrenn- anna sem áttu sér stað víða um Evrópu frá því undir lok I 5. ald- ar og fram á þá 18. A Islandi var fyrsta brennan á 14. öld en hin eiginiega galdraöld hófst ekki fyrr en á 17. öld þegar á þriðja tug Islendinga voru brenndir lyrir galdra á árunum 1625- 1685. Sr. Jón varð prestur á Eyri í Skutulsfirðþ þar sem nú er I.sa- jnnrtmóiHliíin' JW; llbiil itwv nrniK»> Ijarðarkaupstaður, árið 1643. Tólf árum síðar veikist presturinn heiftar- lega af ásóknum djöfuls- ins og telur feðga á Kirkjubóli, þá Jóna Jóns- syni, vera valda að djöful- ganginum en þeir höfðu verið kenndir við kuld. Með hjálp Þorleifs Korts- sonar sýslumanns fékk sr. Jón feðgana brennda á báli árið 1656. En ásókn- unum, sem ullu því að hann taldi sig „dauðum maðki líkari en lifandi manneskju", linnti eldd þótt feðgarnir væru tryggilega brunnir upp til ösku. Datt honum þá helst í hug að heimasæt- an á Kirkjubóli, Þuríður Jónsdóttir, hefði haldið uppi merkjum föður sfns og bróður. Hann reyndi að koma henní á bálið en Þuríður var vel liðin kona og almenningur tók að snúast gegnum prestin- um. Píslarsögu sína skrif- aði séra Jón þumlungur því sem varnar- og ákæru- skjal eftir að almenningsálitið tók að snúast gegn honum vet- urinn 1658-9. Þetta er sagan sem kvikmynd Hrafns, Myrkrahöfðinginn, byggir á. Sagan er jafnframt ein merkasta heimild um galdraöld- ina sem Matthías Viðar, dósent við Háskólann, hefur rannsakað árum saman og höfðu rannsókn- ir og skrif Matthíasar mildl áhrif á Hrafn við undirbúning mynd- arinnar. F’essir tveir galdra- áhugamenn hittustá Borginni í vikunni og þegar þeir höfðu sest niður við hornborð í jólaskreytt- um matsalnum lá beint \ið að spyrja í fyrstu hvaðan galdra- áhuginn væri eiginlega sprott- inn. Myrkrahöfðingaleikstjórinn og galdrafræðingurinn stein- þögnuðu og litu galtómir á blaðamann - líkt og engin spurning væri fráleitari, að Teikning úr galdraritinu sem sr. Jón fær kraft úr í myndinni. „Píslarsagan breytist í hvert skipti sem maður les hana. I fyrsta skiptið les maður hana eins og þarna sé snarbrjálaður maður að æla úr sér viðbjóðnum. Næst ferðu að sjá að þarna er einhver réttlæting á ferðinni, maður að verja sig fyrir skelfilegum hlutum. íþriðja skiptið séröu að þetta er saga um hagsmunaátök. í fjórða skiptið sérðu að undir þessu öllu hlýtur að liggja einhver ægilega flókin og skrýtin kyn- ferðisleg átök," segir Hrafn. hverjum manni hlyti að vera eðl- islægur áhugi á galdri. Eftír nokkra þögn fengu þeir þó málið á ný og Hrafn var hclst á því að áhuginn hefði vaknað þegar hann um þriggja ára ald- urinn dansaði í kringum jólatréð og heyrði í fyrst sinn Þyrnirósar- lagið „Og kom þá galdrakerling- in, kerlingin...'1. Matthías telur sig hafa verið orðinn eilítið eldri. „Hafa eleki öll börn áhuga á galdri og öðruvísi veruleika? Eg held að þetta sé hluti af þroska hvers harns. En sumir eldast verr en aðrir...“ Galdratrúin í tísku - Menn hufa verið ósammdla um hversu megn galdratrúin var hér ú 17. öldinni, hvað teljið fnð? MATTHÍAS: Það er ekki rétt að nota hugtak eins og „megn“, galdur var hluti af veruleika- Mtssái it\6re»f \rrrav. m\^i\\ws?\ twws íK\hu\kji \Stra6\ .sgtfy skynjun fólks. Hér var eldd um sjúkleika, óeðli eða afkimabar- dús að ræða heldur óumræði- lega staðreynd. Engum kom til hugar að draga mátt galdurs í efa þótt deilt væri um krafta ein- stakra galdramanna. HRAFN: Þetta er hara eins og með kommúnismann - það þyk- ist enginn hafa verið kommún- isti í dag. Þegar húið var að af- hjúpa Stalín urðu hörðustu kommúnistar heilagir sósíal- demókratar. Eg held að þessi galdratrú hafi aldrei verið mcgn en ég held að hún hafí alltaf verið til staðar. Ekkert síður hjá víkingum en á 17. öldinni en Jtað var eitthvað sem kynti undir henni þá - þessi hugmynd komst í tisku. MATTHÍAS: Það hefur dálítið verið rætt um hvort Jónarnir á Kirkjubóli [sem heita Pálar Páls- ___ 6lli UuIjíiK ngS .ÍÍrBH3ím’a^?5 synir í Myrkrahöfðingjan- um] hafi trúað á galdur eður ei. Ættfræðin hefur leitt líkum að því að Jón- arnir hafi verið skyldir Galdra-Leifa, Þorleifi Þórðarsyni, sem var uppi í byrjun 1 7. aldar þegar sær- ingar þóttu tiltölulega eðli- legar og valdsmenn köll- uðu til galdramenn ef ein- hver órói skapaðist í sam- félaginu. Margt bendir til þess að galdraþekkingin hafi varðveist í Kirkju- hólsættinni. HRAFN: ...En var þetta ekki oft í bland? Það að lækna sjúkdóm gat alvcg eins verið að kveða niður galdur? Ég held að annar hver maður hafi verið að fást við galdur. Eg hugsa að enginn Ameríkani hafi viljað kannast við „blow- job“ í einkalífinu fyrr en Bill Clinton varð uppvís af því að hafa gert það í ávala herberginu. Þá fóru allir Ameríkanar að tala um blow-job eins og það væri mjög eðlilegt... MATTHÍAS: Einmitt, og það gerist þarna á 17. öldinni að á mjög skömmum tíma verður það sem þótti mjög eðlilegt - að kveða niður djöfla, læluia Ias- leika í kúm og veikindi í mann- skepnunni - að tabúi. I IRAFN: En er það ekki bara akademískri þekkingu að kenna? Alþýðan hefur senni- lega verið að kukla frá land- námsöld en svo koma mennt- aðir menn að utan, eins og Þorleifur Kortsson og fleiri, og fara að halda því fram að þetta fikt sé stórhættulegt. MATTHÍAS: Já, ja, ekki aðal- lega. Svartigaldur var náttúru- lega dauðasök allar miðaldir. I^að breyttist ekki en hins vegar er rétt hjá Hrafni að akademísk djöflafræði hreytir opinberum viðhorfum í samfélaginu til Saltl,lrs' . i;no/;- níiwmi! nmsiwraKÍl & ttwojfdf icrjj 113

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.