Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 23

Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 23
0*gur_ 'V1'W'h H\'.\yir,A VV''u X Vh;;i M'yHrf.3'ihl) - 4Vf. BÆKUR Saga Landeyja Út er komin Laqd-' eyingabók, *s^ga jarða og ábúðar í Austur-Landeyj- um, eftir Valgeir Sigurðsson, fræði- mann á Þingskál- um. Hann lést 1994, en lokafrágang verksins annaðist Ragnar Böðvarsson, en honum til aðstoðar voru Þorgils Jónsson sagnfræðingur og Ingólfur Sigurðsson. í bóldnni er rakin saga jarða í Austur-Landeyjum og fólks- ins sem þær hcfur setið frá því að sögur hófust til þcssa dags. Saga eignarhalds á jörðum er sögð og gömul og ný landa- merki skráð. Getið er allra bænda og húsmæðra sem heimildir eru til um og ættir þeirra og æviferill raldn og sagt frá börnum þeirra. Myndir í bókinni eru um 500. Óðurtil Reykjavíkur Reykjavík, Á vit nýrra alda, er heitið á nýútkominni bók, þar sem mál og myndir renna saman í óð lil böfuðborgarinnar. Þeir Ragnar Th. Sigurðsson ljós- myndari og Ari Trausti Guð- mundsson eru höfundar, en margir Reykvíkingar hafa einnig lagt nokkuð af mörkun til bókarinnar. Þetta er þriðja bókin sem þeir félagar vinna saman að. Efnisyfirlit um tungumál Tungumál verald- ar eftir Baldur Ragnarsson er efnisyfirlit um tungumál og málaættir, hin fyrsta sinnar tegundar á ís- lensku. Tungumál jarðarbúa eru um eða yfir 4000, og í bókinni er getið um 280 þeirra. Bókin ætti að vera fengur fyrir þá sem áhuga hafa á tungumálum eða Teggja mál fýrir sig, málvísindi eða mál- fræði af einhverju tagi. Há- skólaútgáfan gefur út. Gull í stað máls Fórlagið hefur sent frá sér -skáldsöguna Gúllið í höfðinu eftir Diddu. Hún fjallar um Kötlu, sem er vistmaður á geðdeild og talar ekki.. Hún hefur ekki sagt orð 'í langan ti'ma en segir sögu sína rtióldnni. Nýbúabók Barnabókin Kleinur og karrí eftir Kristínu Steinsdóttur er komin út hjá Vöku-Helgafelli. í bóldnni er sagt frá ungum strák og viðbrögðum þegar ný fjölskylda flytur í húsið. Fjöl- skyldan er indversk og flytúf v' kjallarann, Bjössa til ánægju en nýju fjölskyldunni er ekld eins vel tekið af öllum. Áslaug Jónsdóttir gerði myndir. Ósiðlegur pabbi? íslcndingasagnaútgáfan hefur sent frá sér barnabókina Sunna þýðir sól eftir Kristínu R. Thorlacius. Pabbi Sunnu er grunaður um ósiðlegt atbæfi og er sagan um að sanna sekt hans eða sakleysi. LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 - 39 friðarsveitum Leilvkonan Ashley Judd er á mikilli uppleið sem leikkona. Nýjasta mynd hennar Double Jeopardy þar sem hún leikur á móti Evvan McGregor hefur hlotið mjög góða aðsókn og þau munu innan skamms leika sam- an í annari mynd Eye of the Beholder. Ashley tók sér frí fyrir skömmu til að ganga í bandarísku friðarsveit- irnar. Hún dvaldi um tíma í Sur- inam í Suður-Amcríku, bjó í litlum kofa, heimsótti smáþorp og kynnti sér lífshætti innfæddra. Leikkon- unni þótti heimsóknin slík lífs- reynsla að eftir heimkomuna flutti hún erindi í háskólanum í Kentucky um landið og íbúa þess. Ashley Judd gekk til liðs við friðarsveit Bandarikjanna og dvaldi um tíma í Sur- inam i Suður-Ameriku. KRAKKAHORNIÐ Skot að marki Kalli kanína er mildl áhugakanína um knatt- spyrnu, og er skrambi leikinn með knöttinn. Félagar hans reistu völundarhús til þess að prófa færni hans. Hvaða leið á boltinn að fara til þess að hitta í markið? Brandarar - Hvað er klukkan? - I don’t knovv. - Hvað þýðir það? - Ég veit það ekki. - Hvers vegna ert þú að slá um þig með út- lensku og veist ekki hvað þú segir. Forstjórinn: Til að byrja með færðu 3000 krónur á mánuði í lærlingslaun. Svo færðu miklu hærra kaup seinna. Lærlingurinn: Þakka þér fyrri ég kem þá aft- ur seinna. *** - Mamma ég velti um málaratröppunum inni í stofu. 1 - Biddu pabba að hjálpa þér að reisa þær við. - Það ér ekki hægt haím hangir -ennþá í Ijósakrónunni. Við viljuni hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: •• • . - • • ■ Dagur - Barnahorn ... ' . . ' ... Strandgata 31 :- •'"• >j' ' " 600 Akureyri ' •! . . • .'. •,'fölvupóstur:bjorn@dagur.is STJORNUSPA Vatnsberinn Ástin skapar öll- um raunir. Grænar , eru grænar baun- ir. Fiskarnir Fjórðungi bregður til fósturs nema helmingur sé. Treystu aldrei trekvarttommu- fólki. Hrúturinn Reddaðu þér broddi fyrir jólin. Ábrystir eru eðal- glundur. Nautið Hún veit að þú veist að hún veit að þú veist ekki hvað henni finnst um þig. Rektu úr henni garnirnar og spáðu í þær. Tvíburarnir Þú slappar af í slorinu og steitir á skeri i forinni. Eitthvað óhreint er á sveimi. Krabbinn Geimveran sem þú hittir i dag er ættuð úr Skaga- firði. Láttu Magn- ús samt vita. Ljónið Þú útilokar ekki ástina með rimlagardínum. Konan í næsta húsi er með kíki og í viðbragðs- stöðu. I. ■•'t . . . . ~ rJtZm Meyjan Svaramaðurinn er mættur eftir 20 ár og vill fá að vita hver spurningin var. Bentu honum á frystihólfið. Vogin Málið er að mála ekki skrattann á veginn. Notaðu pólitex, það dekkar betur en djöfullinn. Sporðdrekinn Hjálpartæki ást- arlífsins koma ekki að gagni þegar landa á 27 tonnum af þorski. En lyftari dugar í báðum tilfellum. Bogamaðurinn Það étyttist í hár- kolluna. Hafðu hana póst- móderníska og ■ síða í hnakkann. Steingeitin Ekki vélta þér . upp úr áhyggjum annarra. Vertu snakillur í snjó- húsi sálar þinnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.