Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 2
 ___________■''».!*>teWíj|' 18 - LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 HELGARPOTTURINN Spennandi fréttir berast úr kvikmyndaheiminum en leikmyndahönnuð- urinn Karl Júlíusson. sem meðal annars hefur unnið með Lars von Trier í myndinni „Dancing in the Dark" er kominn til Hollywood að vinna með stórleikaranum Sean Penn að nýrri og athyglisverðri mynd en ekkert hefur heyrst um söguþráðinn. Sagan segir hins vegar að Penn hafi séð myndina Hrafninn flýgur, í hvurri Karl samviskusamlega skilaði af hendi sínu framtaki, og heillast gjörsamlega. f framhaldi af því ku þeir hafa náð saman... Snæbjörn Arngrímsson. Snæbjörn Amgrímsson, útgáfustjóri Bjarts, skaut stærstu bókaforlögunum Máli og menningu og Vöku Helgafelli aldeilis ref fyrir rass þegar hann tryggði sér rétt á bókunum um Harry Potter sem börn heims elska. Bókin stefnir hraðbyri í metsölu hér á landi og reiknað er með að hún seljist í 10-12 þúsund eintökum. Potter þykir mikill happafengur fýrir þetta litla en metnaðarfulla bókaforlag... Önnur bók sem stefnir í svipaða sölu og Harry Potter er Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson Þrátt fyrir mjög misjafna dóma á liðnum árum hafa bækur Ólafs Jóhanns ætíð selst vel en nú þegar dómarnir eru einróma lof er búist við að salan á þessari nýju bók slagi upp í Fyrirgefningu syndanna sem árið 1991 seldist í 13 þúsund eintökum og er með söluhæstu bókum sem gefnar hafa verið út hér á landi... Ólafur Jóhann Ólafsson. Þórunn Valdimars- dóttir. Það vakti athygli þegar við sögðum frá því nýlega að Ólafur Jóhann sæti bæði í útgáfustjórn Vöku-Helgafells og Máls og menningar. Til að hnykkja á því má bæta við að hann situr líka í útgáfustjórn fyrirtækisins Scholastik í New York sem gefur út Harry Potter þar í landi. Sagan seg- ir að metsölurithöfundinum hafi hafa þótt Vaka-Helgafell heldur svifasein að hafa ekki verið fyrir löngu búin að tryggja sér útgáfuréttinn að Pott- er... Næstkomandi mánudag verður tilkynnt um til- nefningar til íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Ólafur Gunnarsson er talinn líklegur til að hljóta tilnefningu fyrir Vetrarferðina og nær útilokað er annað en Ólafur Jóhann Ólafsson verði í hópi hinna útvöldu með sína langbestu bók, Slóð fiðrildanna, sem Pottverj- ar eru sammála um að sé ein af skáldsögum ársins. Þórunn Valdimarsdóttir er talin eiga mikla möguleika með sögulega skáld- sögu sfna Stúlka með fingur. Margar ágætar Ijóðabækur hafa komíð út þetta árið og Pott- verjar veðja á að Þorsteinn frá Hamri hljóti tilnefningu fyrir Ijóðabók- ina Meðan þú vakir. Pottverjar treysta sér ekki til að veðja á hvaða fræði- bækur hljóti náð fýrir augum dómnefndar en eru sammála um að það verði skandall ef hin frábæra bók Páls Valssonar um Jónas Hall- grímsson verði ekki þar á meðal... Stór dagur er í dag hjá þeim tveimur stúlkum sem stóðu efstar í Fegurð- arsamkeppni íslands á síðasta vori. Ungfrú ísland 1999, Katrín Rós Baldursdóttir keppir í Grand Hall Olympia í London um titilinn Miss World 1999 og Ásbjörg Kristinsdóttir sem hreppti annað sætið hér á Fróni leggur upp á til Tókýó að taka þátt í Miss International 1999. Katrín Rós er umkringd fjölskyldu, vinum og samlöndum úti í London en með Ásbjörgu austur til Asíu fer ein góð móðir... Mikaei Torfason stendur í stórræðum þessa dagnna. Hann tók sér frí frá blaða- mennsku á Fókus til þess að gera kvikmynd eftir handriti sem hann hefur sjálfur skrifað og ku sagan fjalla um krakka í Breiðholtinu, ást, vonir og væntingar. Það er kvikmynda- fyrirtækið Zig Zag sem framleiðír myndina en eigendur þess eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson sem er sonur Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndamógúls og Skúla Malmquist Mikael hefur áður fengist við að gera tónlistarmyndbönd og auglýsingar hjá kvikmyndafyrirtækinu Plúton, en það fyrirtæki er með- framleiðandi að myndinni. Tókur á henni hefjast eftir tvær vikur... Sigurjón Sighvatsson. Hvað segja Sögur af landi um framtíð byggðanna, er yfirskrift fundar sem haldinn verður í Framhaldsskóla Vestfjarða á mánudaginn kemur, en þar mun ungt fólk við skólann ræða byggðamál. Til fundarins mun mæta Stefán Jón Hafstein en nýlokíð erá'Stöð 2 sýningum á þátt- um hans Sögum af landi sem einmitt fjölluðu um þetta stóra mál sem snertir unga fólkið og framtíð þess svo mjög. Einnig mun mæta til skrafs- ins Einar Kr. Guðfinnsson. sem er fyrsti þingmaður Vestfirðinga. Það má því búast við fjörlegum umræðum og jafnvel heitum... Ekkert Wesen verður á Múlanum í kvöld á Sólon íslandus. Þar mun Björn Thoroddsen ásamt félögum flytja tónlist eftir Wes Montgomery Björn er meirháttar jassari og öllum landsmönnum kunnugur fyrir gítarleik sinn. Núna hyggst hann gera Wes Montgomery skil, en hann var þekktur Pandarískur gítarleikari sem braut blað í jass- gítarsögunni kringum miðja öldina. Ásamt Birni leika Gunnar Hrafns- son á bassa og Pétur Grétarsson á trommur... X^íiir „Við ætlum að halda svona samkomur um efni blaðsins i hvert skipti sem það kemur út og þetta er semsagt sá fyrsti, “ segir Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur. mynd: e ól Rómantíkin og aldamótin Útópían ísland? Óskamyndir lands og þjóðar í fortíð og framtíð er umfjöllunarefni á svokallaðri Kaffi-Akademíu í Hlaðvarpanum í dag. Soffía Auður Birgisdóttir mun leiða umræður og hér fræðir hún okkur nánar um efnið: „Kaffi-Akademía er haldin f tilefni af því að út er að koma blað sem Reykjavíkur-Akademían stendur að í samvinnu við Lesbók Morg- unblaðsins og stefnt er að útgáfu annan hvern mánuð. Við ætlum að halda svona samkomur um efni blaðsins í hvert skipti sem það kemur út og þetta er semsagt sá fyrsti. Málshefjendur á þessari fyrstu Kaffi-Akademíu verða þeir Sveinn Yngvi Egilsson og Jón Karl Helga- son. Sveinn Yngvi hefur nýlega sent frá sér fræðiritið: Arfur og umbylting, rannsókn á íslenskri rómantík og mun í spjalli sínu fjalla um tengsl rómantíkurinnar við 21. öldina. Jón Karl er nýbú- inn að gefa út bók erlendis sem heitir The Rewriting of Njáls saga: Translation, Politics and Iceland- inc Sagas og í erindi sínu mun hann ræða um gullöldina og öldu- dalinn, tvær aðferðir til áhrifa. Óska-ísland Blaðið verður hugsað sem milli- stig milli strang-fræðilegrar um- ræðu og dægurumræðu. Það verð- ur þematengt og í þessu fyrsta verða tvö þema, Rómatíkin og aldamótin. Rómatíkska stefnan er áberandi í allri útgáfu núna. Auk bókar Sveins er nýkomin ævisaga Jónasar Hallgrímssonar og bókin Nú heilsar þér á ITafnarslóð eftir Aðalgeir Kristjánsson, sagnfræð- ing. Hún fjallar um fyrri hluta nítjándu aldar, sérstaklega Islend- inga sem voru við nám í Kaup- mannahöfn og meðal annars MAÐUR VIKUNNAR ER HIRÐSKALD! 1 Maður vikunnar er auðvitað enginn annar en Hákon Aðalseinsson sem fór til Noregsgrunda að heim- sækja konung og flytja honum drápu að sið íslenskra hirðskálda fyrri tíma. Það er svo dæmi um hnignandi konungsvald að Haraldur konungur lét ekki sjá sig, þótt hann hafi víst lesið drápuna síðar. En Hákon hefur sýnt og sannað að íslensk skáld kunna enn að yrkja til konunga. Fjölnismenn. Svo er greinasafnið hennar Svövu Jakobsdóttur, þar sem eru þrjár stórar ritgerðir um skáldskap Jónasar og í greinasafni Dagnýjar Kristjánsdóttur eru líka þrjár greinar um Jónas. Stór hluti af rómantíkinni var hugsunin um að skapa „Óska-ís- land" og Fjölnismenn og aðrir rómantíkerar voru auðvitað að berjast fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og vísa til fortíðarinnar, í hina glæstu söguöld. Við áttum að taka þá öld til fyrirmyndar og mynd af íslandi útópíunnar er falin í róm- antísku stefnunni. Þetta er líka eitthvað sem kemur alltaf upp um aldamót. Að gera upp hið liðna og spá í framtíðina." GUN. Hákon Aðalsteinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.