Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 - 27 á ff r Víða verður mikið um dýrðir þegar gamla öldin kveður og sú nýja gengur í garð. Hátíðarkvöld- verðir verða í nokkrum stórum veitingastöðum og samkomuhúsum landsins. Þeirra á meðal eru Perlan og Grillið á Hótel Sögu. Úr eldhúsi Perlunnar Kvöldverðurinn í Perlunni verður á veg- um Reykjavíkur, Menningarborgar 2000. Yfirmatreiðslu- maður er Sturla Birg- isson. Hann segir mikið f réttina borið og ýmislegt sé notað í þá sem ekki sé á hvers manns færi að útvega. Grænmetis- forrétturinn ber það tignarlega nafn: Grænmeti úr garði Levetzows greifa á Bessastöðum í tilefni þess að samkvæmt heimildum var Le- vetzow greifi fyrstur Sturla Birgisson, yfirmatreidslumaður í Perlunni segirymislegt notað í aldamótamatinn, semZnd- fundið er i íslenskum versiunum. f É '4(átíðakiwldtiwðiiy íTerlwwi31. deáemhey 1999 Kampavín Vestfjarðakvartett (Grásleppuhrogn, Marhænuhrogn, silungahrogn og loðnu- hrogn) og jarðarber. Sjávargull úr Breiðafirði Smálúða með grilluðum humri, ferskum spergli, hörpuskelsjylltu ravioli, polenta og humar-madeira sósu Grænmeti úrgarði Levetzows greifa á Bessastöðum Heiðasúpa úr norðlenskri rjúpu Himnasending hertogans - önd undan Esjurótum með skógarsveppum frá Hall- ormsstað. Ofnsteikt andabringa með Albufer sósu, sidtuð andalæri í Brick deigi, rösti kart- öflu, kantarellu sveppum og rótargræn- meti. Finalefrá menningarborgum Evrópu árið 2000: Reykjavík, Bologna, Santiago De Compostela, Helsinki, Bergen, Kraká, Avignon, Brussel og Prag. ‘MatseðíUimv í Qnllimi Canapé Veuve Clicquot Ponsardin Ostnir og kampavín Tattinger Bmt Humar með krabbaravioli og tómatconfit Chablis Premier Cni „Fourchaume" 1996 Gæsalifrarterrine Gewurztraminer Seign de Ribeupierre 1983 Steikt hörpuskel með smokkfiskönmmi og bleksósu Chablis Premier Cru „Fourchaume“ 1996 Villisveppaseyði með trufflum Sancerre 1998 ILreindýrahryggur með steinseljurót og æti- þistlagratíni Cóte Rotie 1994 Hvítt súkkulaði með kókosfroðu Fonseca 20 ára Dessert anno 2000 Fonseca 20 ára Kaffi, koníak og líkjör Petitsfours Á miðnætti skálað í Bollinger hampavíni Á Hátíðarstemmning áaldamótum m manna til að rækta grænmeti hér á Suðvesturhorninu. En margt hefur breyst og kvað Sturla réttinn vera það flókinn að ekki væri leggjandi á venju- legt fólk að útbúa hann. Hann gaf okkur hinsvegar uppskrift að milliréttinum á matseðlinum Heiðasúpa úr norðlenskri rjúpu (Skanuntur fyrir 6-8 maims.) 600 ml rjúpusoð 200 ml Madeira vín 50 gr rjúpur, lifur og hjörtu 1 ltr rjómi 2 stk. einiber 1 tesk. andakraftur 1 tesk. kjúklingakraftur mulinn pipar, svartur 100 gr villisveppir saxaðir (kóngasveppir eða lerldsveppir) Rjúpusoðið er búið til þannig: Bein úr 6 rjúpum (það sem eftir er þegar búið er að taka bringuna frá) brúnuð vel í ofni. Sett í pott með vatni þannig að það hylji beinin. Soðið niður í ca I og 1/2 tíma. Sigtað. Aðferðin við súpuna: Rjúpusoðið er þykkt upp með smjörbollu (smjör og hveiti). Síðan er Madeira sett í annan pott og suðan látin koma upp og soðið í 15 mínútur. Rjómanum bætt f og soðið við vægan hita í 20 mínútur. Þá eru sveppirnir, einiberin tvö, rjúpuhjörtun og Iifrin maukað í matvinnsluvél og bætt út í ijómasoðið ásamt kraftinum. Síðan er rjúpusoð- inu, sem búið er að þykkja, bætt út í. Þetta er kryddað með pipar og salti ef þurfa þykir. (Annars er salt í kraftinum svo ekki er þörf að bæta miklu við.) Gott er að sneiða niður tvær hráar, núpubringur í, þunnar . i In.ío •:•.? Bi.í.-.i I i.V.y ,-.-•./ > f iéJ'll'l- ,|í)y \wm\ sneiðar og setja út í súpuna. Það gefur bæði bragð og þykkt. Ekki spillir að setja smá slettu af léttþeytt- um ijóma ofan á. Með þessari súpu er upplagt að borða gróft brauð og sötra gott púrtvín. Úr Grillinu á Sögu Agnar Sverrisson er yfirmatreiðslumaður í Grillinu en honum til aðstoðar um þúsalda- mótin verður 8 manna sveit kokka og nema. Þeir sjá fram á að hafa nóg að gera því Gala-kvöldverðir verða bæði á gamlárs- og nýárskvöld og öllu því besta tjaldað til. Hráefnið í réttina kemur úr öllum átt- um. Nefna má gæsalifur, sérstaklega innflutta frá I’rakk- landi fyrir þetta tæki- færi og ferskar truffl- ur sem hingað koma frá Italíu og Frakk- landi. (Trufflur eru sveppir sem vaxa rétt undir yfirborði jarðar og eru afar eftirsóttir. Stundum eru svín höfð til að leita þeirra en önnur tæknilegri ráð eru Iíka notuð.) Þá má nefna Beluga kavíarinn (sem kostar litlar 120 þúsund krónur kílóið.) Vín er - á boðstólum með öll- um réttunum og kaffi með 15-20 tegundum af heimalöguðu konfekti rekur lestina. Agnar lét okkur í té uppskrift af einum há- tíðaréttinum, steiktri hörpuskel með smokkfiskörmum, bleksósu, vanilluolíu og Basilrisotto: Agnar Sverrisson, yfirmatreiðslumaður í Grillinu, með steikta hörpuskel með smokkfiskörm- um og bleksósu, einn afréttum þúsaldarkvöldsins. Risahörpuskel með ikkfiskörmiun og bleksósu smo Hörpuskel, krydduð með salti og elduð upp úr ólífuolíu (mildri). Smokkfiskarmar settir í hveiti og djúpsteiktir við háan Jiita . L u.þ.b. 1 mínútu. Teknir úr olí- unni og kryddaðir með salti og smá sítrónu. Bleksósa (skammtur fyrir fjóra) 1. matskeið ólífuolía , i ábtí m, mm \ÁmW \\)\aW \\o \ws\9ftbs\0 2 shallottulaukar 'A lárviðarlauf 2 greinar timjan 100 ml hvítvín 10 ml hvítvínsedik 100 ml fiskisoð 100 ml rjómi smokkfiskblek eftir smekk sett út í og kryddað með salti og pip- ar 700 gr smör Aðferð: Shallottulaukur svitaður í potti ásamt lárviðarlaufi og timjan. Hvítvín og hvítvínsedik sett út í og soðið í sýróp. Fisksoð sett út í og soðið niður um helming. Rjómi settur út í og soðið í 2-3 mínútur. Þykkt með smjörinu og að endingu er smokkfisk- blekið sett út í. VaniIIuolía 50 ml Extra virgin ólífuolía 1 stór vanillustöng Aðferð: Olían hituð upp með vanillunni Basilrisotto fyrir4 50 gr forsoðin Ariborio hrísgrjón 25 ml rjómi 25 ml kjúklingasoð 25 gr ferskur parmaostur salt og pipar 5 gr saxað basil Aðferð: Grjónin sett út í pott með kjúklingasoðinu og hrærð sam- an. Rjóminn settur út í, því næst parmaostur. Kryddað og að endingu er saxaða basilið sett út í. *-\.y.AO ?*'“'• ; i gí? kilfiií (Ttíi fisöi tsfi mi\ !Í1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.