Dagur - 18.12.1999, Síða 4
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999
WÓÐLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið kl. 20:00
GULLNA HLIÐIÐ
eftir Davíð Stefánsson
Frumsýning annan í jólum
26/12, uppselt,
2. sýn. þri. 28/12 uppselt,
3. sýn. mið 29/12 uppselt,
4. sýn. mið. 5/1 nokkur
sæti laus, 5. sýn. fim. 6/1
nokkur sæti laus, 6. sýn.
lau. 8/1 nokkur sæti laus,
7. sýn. mið. 12/1 nokkur
sæti laus, 8. sýn. fim. 13/1
nokkur sæti laus,
Tónlist: Páll ísólfsson og Jóhann G.
Jóhannsson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Búningar: Elín Edda Árnadóttir
Leikmynd: Þórunn Sigríður
Þorgrímsdóttir
Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason
Leikendur: Anna Kristín
Arngrímsdóttir, Atli Rafn
Sigurðarson, Edda Heiðrún
Backman, Erlingur Gíslason,
Guðrún S. Gísladóttir, Kjartan
Guðjónsson, Ólafur Darri Ólafsson,
Pálmi Gestsson, Randver
Þorláksson, Stefán Karl
Stefánsson, Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir, Tinna
Gunnlaugsdóttir.
GLANNI GLÆPUR í
LATABÆ
- Magnús Scheving og
Sigurður Sigurjónsson.
Fim. 30/12 kl. 14:00,
uppselt, kl. 17:00,
uppselt, sun. 2/1 2000 kl.
14:00, örfá sæti laus, og
kl. 17:00, nokkur sæti
laus , 9/1 2000 kl. 14:00
nokkur sæti laus og kl.
17:00 nokkur sæti laus,
16/1 2000 kl. 14:00
uppselt og kl. 17:00
nokkur sæti laus, 23/1
2000 kl. 14:00 nokkur
sæti laus og kl. 17:00
nokkur sæti laus, 30/1
2000 kl. 14:00 nokkur
sæti laus og kl. 17:00
nokkur sæti laus
KRÍTARHRINGURINN
í KÁKASUS
- Bertolt Brecht
Fös. 7/1, lau. 15/1.
TVEIR TVÖFALDIR
- Ray Cooney
Fös. 14/1, lau. 22/1.
Litla sviðið kl. 20:00
ABEL SNORKO BÝR
EINN
- Eric-Emmanuel Schmitt
þri. 28/12, uppselt, mið.
29/12 uppselt, fim. 30/12
nokkur sæti laus, þri 4/1
laus sæti, mið 5/1 laus
sæti.
Ath. Ekki er hægt að hleypa
gestum inn í salinn eftir að
sýning hefst.
Miðasalan er opin
mánud,- þriðjud. kl. 13-18,
miðvikud.-sunnud. kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka
daga. Sími 551-1200.
Gjafakort í
þjóðleikhúsið - gjöfin
sem lifnar við!
Ða^ttr
„Hetjur hafsins"
Tyrkjaránið árið
BOKfl’ 1627 er einn af
HILLAN þeim atburðum
Islandssögunnar
sem lifað hefur í
þjóðarvitundinni
öldum saman.
Enda stór í snið-
um á íslenskan
mælikvarða, því
ræningjarnir
sunnan úr Bar-
baríinu höfðu á
brott með sér
mörg hundruð íslendinga. Flestir
þeirra áttu ekki afturkvæmt til
fósturlandsins.
Hinu hefur minna verið haldið á
lofti að um svipað Ieyti sem
Tyrkjaránið var framið í Vest-
mannaeyjum - eða á seinni hluta
sextándu aldar og nokkuð fram á
þá sautjándu - voru sjórán býsna
algeng á hafinu umhverfis Island.
Þar voru hins vegar ekki „Tyrkir"
að verki, því þeir voru lítt þekktir
fyrir að sækja svo langt norður,
heldur Englendingar. Reyndar
voru sjórán þeirra stundum fram-
in með opinberu leyfi stjórnvalda,
jtað er að segja þegar þau beindust
gegn Spánverjum eða öðrum óvin-
um ríkisins.
Það mun vafalaust koma lang-
flestum mjög á óvart hversu um-
fangsmikla starfsemi sjóræningjar
stunduðu við Island á íyrrgreind-
um tíma, en um það má lesa í
þessari nýju og stórmerkilegu bók
eftir Helga Þorláksson, sagnfræð-
ing.
Mikilvægi íslandsmiða
Bók Helga íjallar um sjórán og
siglingar Englendinga hér við land
Elías Snæland
Jónsson
ritstjóri
á fimmtíu ára tímabili, frá
1580 til 1630. Gerð er
ágæt grein fyrir tíðarandan-
um á þessum árum. Einnig
mikilvægi Islandsmiða fyrir
sumar nágrannaþjóðirnar
sem sendu hingað fjölda
skipa til veiða á hveiju ári.
Vekur sérstaka athygli að
„sá guli“ var ekki á þeim
tíma eftirsóttasta auðlindin
í sjónum, heldur ættingi
hans - langan - sem þótti
herramannsmatur jafnvel
hjá ensku hirðinni. Þá er
einnig athyglisvert að af
hálfu Englendinga var
gjaman litið á siglingar á Is-
landsmið sem besta sjó-
mannaskóla þess tíma.
En forvitnilegust er lýs-
ing höfundarins á sögu, at-
ferli og örlögum þeirra fjöl-
mörgu manna sem einkum
komu við sögu sjórána hér
við land á þessum tíma - og
reyndar víðar á Norður-Atl-
antshafinu. Og þá ekki að-
eins lýsingar á sjóræningj-
unum heldur einnig ýms-
um þeim dönskum mönn-
um og íslenskum sem lentu
í útistöðum við þijótana, en
sumir þeirra virðast engu
skárri en ræningjarnir sjálfir.
Ránsfengur sjóræningjanna var
yfirleitt hvorki gull né silfur held-
ur hversdagslegri nauðsynjar. Þeir
létu gjarnan greipar sópa um borð
í fiskiskipunum - stálu vistum,
afla, fatnaði, drykkjarföngum og
arsögunni - það er þegar
Jón Gentilmann hefndi sín
á Vestmannaeyingum all-
mörgum árum áður en
Tyrkir komu í fræga heim-
sókn sína.
Spennandi
kynnisferð
Það liggur augljóslega
mildl rannsóknarvinna á
bak við ritun þessarar fróð-
legu bókar. Einkum hefur
höfundurinn kannað ftar-
lega skjöl og aðrar heimild-
ir á Englandi.
En það er ekki sfður frá-
sagnaraðferðin og stíllinn
sem gefur bókinni gildi.
Höfundurinn tekur les-
andann með sér í spenn-
andi sögulega kynnisferð
um ála Atlantshafsins í leit
að harla fjölbreyttum hópi
sjóræningja og annarra
„hetja hafsins“ sem héldu
til Islands stranda fyrir
fjórum öldum eða svo. A
þeirri ferð gefur hann eft-
irminnilegar svipmyndir af
margra þjóða kvikindum
sem standa ljóslifandi fýrir
hugskotssjónum lesand-
ans. Enda er þetta tvímælalaust
með fróðlegri og skemmtilegri
sagnffæðiritum síðari ára.
SJÓRÁN OG SIGLINGAR.
Höfundur: Helgi Þorláksson.
Utgefandi: Mál og menning.
Eitt frægasti sjónræninginn, Kidd að nafni, endaði feril
sinn með þessum hætti í Lundúnaborg.
öðru slíku, og svo auðvitað sjó-
mönnum til að vinna um borð í
sjóræningjaskipunum. Fóru marg-
ir nauðugir í þá vist, en aðrir vilj-
ugir eins og gengur.
Minna var hins vegar um rán á
landi, ef undan er skilin sú heim-
sókn sem einnig hefur lifað í þjóð-
Snjóþung hvers-
dagstilvera á hvolf
Þeir Hank og Jacob finna peningahrúgu og eru ekki á eitt sáttir um hvað eigi að
gera við fenginn. Billy Bob Thornton var á stundum glitrandi flottur í hlutverki
hins hjárænulega Jacob en lengst afnáði hann ekki að afmá greindarglampann
úr augunum.
★ ★ ★
EINFÖLD
RÁÐAGERÐ (A
simple plan)
Leikstjóri: Sam
Raimi.
Handrit eftir
skáldsögu Scott
Smith.
Aðalhlutverk:
Billy Bob
Thomton, BiII
Paxton og
Bridget Fonda.
Þegar ég villtist óvart inn á þcssa
mynd í vikunni átti ég satt að
segja von á tveggja tíma Ieiðind-
um og ekki batnaði skapið eftir
að hafa horft á skjáauglýsingar í
heila eilífð og svo hreyfanlegar
auglýsingar í aðra eilífð. En þeg-
ar myndin tók loks að rúlla lak
umsvifalaust úr manni allur pirr-
ingur, hann gufaði upp um leið
og snjóþungar og fannhvítar
myndirnar tóku að líða eftir
tjaldinu í þessari mynd sem
reyndist vera einföld en ágætlega
gerð dæmisaga um hvernig ofur-
hversdagslegt gæðafólk er reiðu-
búið að hætta sálarrónni fyrir
peningafúlgu. Hversu lítið þarf
til að hvunndagsmennið fleygi
upp í vindinn uppeldinu og sann-
færingunni um mikilvægi þess að
vera umfram allt góð manneskja.
Mikil sómamynd
Smábæjarmennirnir Hank
Mitchell (Bill Paxton), bróðir
hans Jacob (BiIIy Bob Thornton)
og Lou vinur Jacobs rekast óvart
á flugvélaflak inni í miðjum skógi
(í flottri snævi þakinni senu þar
sem ekkert rýfur þögnina nema
fljúgandi tinnusvartar krákur) og
þar inni er taska úttroðin af pen-
ingaseðlum. Fyrstu viðbrögð
hins hamingjusama hversdags-
mennis Hanks er að fara með
skjattann til lögreglunnar, þeir
greindarskertu náungar Jacob og
Lou fara hins vegar strax að Iáta
sig dreyma um trukkana, eigin-
konuna og bóndabæinn sem fyr-
ir slíka peningahrúgu má kaupa.
Hank er freistað, eigandi pening-
anna er nú einu sinni steindauð-
ur og ólíklegt að hann sakni þeir-
ra. Eftir nokkrar fortölur tekur
hinn geðprúði verðandi faðir af
skarið, hann skuli geyma pening-
ana þar til ljóst sé að þeirra verði
ekki saknað. Því næst geti þeir
skipt með sér fjársjóðnum. Eig-
inkonunni hans óléttu (Bridget
Fonda) líst illa á uppátækið í eitt
augnablik en snýst svo á sveif
með gróðavoninni mun snarar
en eiginmaðurinn. Hún tekur
málið upp á sína arma, bendir á
ýmsar leiðir til að hylja spor fé-
laganna og rjúfa tengsl þeirra við
flugvélina. Smám saman hlcðst
hvert óvilja- en voðaverkið ofan á
annað og félagarnir sökkva æ
dýpra í fen græðginnar. Ekki svo
að skilja að hversdagsfólkið taki
hamskiptum og verði illt í gegn,
nei, slægðin ristir bara ekki nógu
djúpt og viðbrögð einnar vesæll-
ar mannssálar er ekki alltaf fyrir-
sjáanleg þegar tilveran hrekkur
út af sporinu.
SUMSÉ: Þetta er mikil sóma-
mynd, vel upp byggð, vel tekin,
klippingar smekklegar og boð-
skapurinn kýrskýr. Hún er stór-
vel leikin og ef ekki hefði verið
fyrir helsti snilldarsprettalaust
handrit og köflóttan leik Thornt-
on (sem var alltof greindarlegur
til augnanna til að geta leikið
greindarskertan utanveltubesefa)
þá væri þetta A-mynd. Hún er
hins vegar frekar A mt'nus - en al-
veg stórfín og notalegasta afþrey-
>ng-
KVIK-
MYNDIR