Dagur - 18.12.1999, Síða 7

Dagur - 18.12.1999, Síða 7
 IBÆKUR íslensk heiðursmerki Háskólaútgáfan- hefur gefið út bók- ina Islcnsk heið- ursmerki eftir Birgi Thorlacius. I bókinni er leit- ast við að rekja sögu fálkaorðunn- ar og annarra íslenskra heið- ursmerkja, svo og þeirra heið- ursmekrja sem efnt var til á dögum konungsdæmisins og sérstaklega voru ætluð íslend- ingum. Einnig er nokkuð fjall- að um dannebrogsorðuna og heiðurspening sem ætlaður var þeim sem þátt tóku í Slésvíku- rófriðnum 1848-1850, en í þeim hópi voru nokkrir íslend- ingar. Ljós landsins Ljósið yfir landinu er sjöunda bók Omars Ragnars- sonar fréttamanns, þar sem hann fléttar saman frá- sögur af fólki og landinu á sinn sérstæða hátt. I þessari bók segir Omar m.a. frá ferð sinni með að- standendur japanskra vísinda- manna sem fórust við Rjúpna- brekkukvísl, en tilgangur fólks- ins var að kveðja sálir hinna látnu. Sagt er frá konu sem seldi allar eigur sínar og hélt upp á hálendi íslands um há- vetur, svo eitthvað sé nefnt af því hvemig höfundurinn fléttar saman landið og mannleg ör- lög. Fróði gefur bókina út. Okkar á milli Mál og menning hefur gefið út bók- ina Okkar á milli eftir Arthúr Björg- vin Bollason, sem er fyrsta ljóðabók hans, en hann er þekktur fyrir störf við fjölmiðl- un og ritstörf. Guðrýn yrkir bamabok Guðrún Helgadótt- ir hefur nú í lyrsta sinn sent frá sér barnabók í bundnu máli og heitir hún hvorki meira né minna en Handagúndavél og ekkert Kristjánsdóttir Vaka-I lelgafell Freydís myndskreytti. gefur út. Ævintýri flughvals Forlagið hefur sent frá sér barnabókina Fallegi flughvalur- inn og sagan af litla stjörnukerfinu. Hér segir frá flughvalnum sem á hverju kvöldi flýgur upp úr Hvalfirðinum og gætir að vellíðan barnanna. Halla Sól- veig Þorgeirsdóttir mynd- skreytti. Bókmennta- umbrot Háskólaútgáfan hef- ur gefið út bókina Umbrot. Bókmenntir og nútími eftir Ast- ráð Eysteinsson. Hún hcfur að geyma 26 greinar um nú- tímabókmenntir, íslenskar og erlendar, og fjalla þær hver á sinn hátt um umbrot sem skipta sköpum fyrir skilning okkar á skáldskap og tengslum hans við aðrar nútímahræring- ar. Bókin veitir innsýn í bók- menntir jafnt sem bókmennta- fræði síðustu áratuga. LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 - 23 ÓJ £j'J j'J 1 Jj ÍjA n L JpJÐ J LA j'JÐJj'JU ) Bestu skáldsögumar Fjöldi skáldsagna kemur út um þessi jól. Dagur velur fimm bestu skáldsögur ársins. Tekið skal fram að bókunum fimm er raðað í stafrófsröð. Andrúms- loft kvíða I fyrstu skáld- sögu sinni Hvíldardögum lýsir Bragi Ólafsson viku í lífi manns á fertugsaldri sem fer í þriggja mánaða sumarfrí. Hann fyllist óöryggi og hversdagsleg- ustu ákvarðanir taka að vefjast fyrir honum. Höfundi tekst mjög vel að skapa sögunni trú- verðugt andrúmsloft og lesand- inn skynjar vel kvíða og efa sögupersónunn- ar. Góð og áhugaverð skáldsaga. Fiör og alvara Kular af degi, þriðja skáldsaga Kristínar Marju Baldursdóttur er hráðskemmtileg saga um hina stoltu heimskonu og kennara Þórsteinu Þórsdóttur sem grípur til sinna ráða þegar atburðir fara úr böndum. Fjör- lega skrifuð bók með alvarleg- um undirtón. Ein af þessum vel heppnuðu sögum þar sem tekst að sameina djúpa alvöru og ríka gamansemi á trúverð- ugan hátt. Heillandi lesning Slóð fiðrild- anna er lang- besta bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Asdís Jóns- dóttir sem í langan tfma hefur rekið sveitahótel á Englandi snýr heim til Islands og horfist í augu við fortíð sína. SIÓÐ MDRII.DANNA OlAtUR JÓHANN ÓtAFSSON Sérlega vel skrifuð skáldsaga sem er allt í senn spennandi, fyndin, angurvær og dramatísk. Falleg og heillandi bók sem hægt er að lesa sér til ánægju aftur og aftur. Sagnfræði og skáldskapur I sögulegri skáldsögu, Stúlka með fingur, sýnir Þórunn Valdi- marsdóttir all- ar sínar bestu hliðar sem sagnfræðingur og skáld. Þetta er þroskasaga Unnar Jónsdóttur sem kynnist forboðinni ást og lætur engan buga sig. Lýsingar á umhverfi, daglegum háttum og starfsvenjum fólks eru sérlega vel gerðar og úr verður traust og lifandi aldarfarslýsing. Ástarsaga sögunnar er bæði djörf og falleg. Sérlega vel heppnuð bók. Kraftur og dramtík Vetrarferðin, þriðja bókin í þrí- leik Ólafs Gunnarssonar er ein dramatískasta skáldsaga seinni ára. Sögusviðið er Reykjavík á stríðsárunum og aðalpersónan Sigrún verður að ganga í gegn- um miklar hörmungar. Þetta er fjölmenn skáldsaga með breysk- um og áhugaverðum persónum sem láta stjórnast af hvötum sínum. Kröftug frásögn og sterk persónusköp- un halda les- andanum rækilega við efnið á tæp- um 500 síð- um. Feikilega góð skáld- saga. Fræðibækur og ævisögur Óvenju mikið af góðum fræðibókum og ævisögum hefur komið út fyrir þessi jól. Dagur fékk lestrarhesta til að velja úr bunkanum fimm þær bestu að þeirra mati. Niðurstaðan er birt hér á síðunni - og er bókunum fimm raðað í stafrófsröð. Einar Benediktsson í öllu sínu veldi Annað bindi ævisögu Einars Benediktsson- ar skálds hefst árið 1907 þeg- ar hann er að fara með fjöl- skylduna til Bretlands með ekkert í hönd- unum nema trúna á sjálfan sig og nokkrar eignir á íslandi sem geta orðið bakhjarl hans ef í harðbakkann slær, en lýkur tíu árum síðar, árið 1917, þegar Einar er orðinn milljónamæring- ur en finnst engu að síður nær dauða en Iífi af drykkju í fá- tækrahverfi Kristianíu (Osló). A þessu tíu ára tímabili hefur Einar lifað og starfað með þeim hætti sem fljótlega varð efni í þjóðsögur. Guðjón Friðriksson hefur kafað ofan í heimildir víða um lönd og unnið afbragðsvel úr þeim. Einar Benediktsson birtist hér í öllu sínu veldi á hátindi veraldlegrar velgengni sinnar. Einstök sýn I þessari minnisstæðu bók lýsir sálfræðingurinn Kay Redfield Jamison baráttu sinni við geð- hvarfasýki. Bókin hefur vakið athygli víða um heim enda birtir hún einstaka sýn inn í hugar- heim og líf konu sem tekst að ná tökum á geðveiki. Bókin er skrifuð af miklu hugrekki og heiðarleika. Jamison er flinkur stílisti og stíllinn fangar lesandann strax á fyrstu síðunum. Menn þurfa ekki að hafa sérstakan áhuga á geðhvarfasýki til að kunna að meta þessa bók. Þetta er bók sem ætti að snerta alla sem láta sig mannleg örlög einhverju varða. Áhrifamikil mynd af lista skáldinu góða Páll Vals- son, ís- lenskufræð- ingur, sem lengi hefur rannsakað ævi og verk þessa höf- uðskálds ís~ lendinga á nítjándu öldinni, gefur í þessari nýju ævisögu mun nákvæmari og heilsteyptari mynd af Jónasi Hallgrímssyni en öðrum hefur auðnast. Jónas birtist hér les- endum sem dugmikill og at- orkusamur maður, jafnt við nám sem fræðistörf. ÆviferiII og skáldskapur Jónasar er hér listilega fléttaður saman. Þetta er myndarleg bók sem gefur heilsteypta og áhrifa- mikla mynd af listaskáldinu góða. Með henni hefur Jónas Hallgrímsson fengið þá ævi- sögu sem lengi hefur verið beð- ið eftir. 8000 snjallyrði Tryggvi Gísla- son, skóla- meistari Menntaskól- ans á Akureyri, hefur tekið saman þetta safn tilvitnana og fleygra orða. í bókinni eru um 8000 uppflettiorð sem eru meðal þess sem snjallast hefur verið sagt hér á landi. Fjöldi erlendra tilvitnana er einnig í bókinni. Það gefur þess- ari bók aukið gildi að hverri til- vitnun fylgja ítarlegar upplýsing- ar og skýringar á orðum og orð- tökum. Þetta er bók sem sárlega hefur vantað á íslenskan bóka- markað. Það er sannarlega feng- ur að henni. Enskir sjóræningjar á Islandsmiðum I þessari nýju og stór- merkilegu bók eftir Helga Þor- láksson, sagnfræðing, kemur skýrt fram hversu umfangs- mikla starfsemi enskir sjóræn- ingjar stunduðu við ísland á ár- unum frá 1580 til 1630. Helgi gerir góða grein fyrir tíðarand- anum á þessum árum og mikil- vægi lslandsmiða, en forvitni- legust er lýsing höfundarins á sögu, atferli og örlögum þeirra fjölmörgu manna sem einkum komu við sögu sjórána hér við land á þessum tíma. Heimildarvinnan, frásagnar- aðferðin og stíllinn gera þetta af einu fróðlegasta og skemmti- legasta sagnfræðiriti síðustu ára.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.