Dagur - 18.12.1999, Síða 20

Dagur - 18.12.1999, Síða 20
36- LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 rD^ftr R A Ð K iUGLYSIIi 1 G A R A T V 1 l\l N A U T B 0 Ð 0 T B 0 Ð I I i I í i I Bókasafns- og Upplýsingafræðingur Við Bæjar- og héraðsbókasafn og Héraðskjalasafn Akraness er laus 1 1/2 staða bókasafns - og upplýsingafræðings. Störfin felast annars vegar í umsjón með daglegum rekstri skjalasafnsins s.s skráningu skjala og afgreiðslu erinda, stefnumótun og ráðgjöf við stofnanir Akraneskaupstaðar og öðrum verkefnum í héraðsskjalasafninu og hins vegar eru verkefni tengd Bæjar- og héraðsbóka- safninu, s.s skráningu, upplýsingagjöf og umsjón með notenda tölvum. Önnur menntun sem nýtist á sviði safnafræða t.d sagnfræði eða bókasafnsfræði kemur til greina. Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf. Laun samkv. kjarasamningi Akraneskaupstaðar og STAK. Upplýsingar gefur Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður í síma 431 1664. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. Menningar- og skólafulltrúi Akraness HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK STJÓRNSÝSLA Laus staða læknis við Heilsugæslustöðina Efstaleiti Laus er til umsóknar staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöðina Efstaleiti. Staðan veitist frá 1. mars nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf, sendist til starfsmannasviðs Heilsugæslunnar í Reykjavík, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heimilislækningum og hafi einnig reynslu af því að kenna heimilislækningar, en gert er ráð fyrir því að kennsla fari fram á stöðinni. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir, Gunnar Helgi Guðmundsson í síma 585 1800. Umsóknarfrestur er til 20. janúar nk. Reykjavík, 9. desember 1999. Heilsugæslan í Reykjavík, starfsmannasvið, Barónsstíg 47,101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið Úttekt á grunnskóla Menntamálaráðuneytið hyggst í tilraunaskyni gera úttekt á grunnskóla skólaárið 1999-2000, sbr. lög um grunnskóla nr. 66/1995 og reglugerð nr. 384/1996. Hér með er auglýst eftir sveitarfélagi sem hefur áhuga á að grunnskóli innan þess taki þátt í verkefninu. í úttektinni felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á m.a. stjórnun, kennslu, aðstöðu, samskipti innan skóla og við aðila utan skólans, þjónustu við nemendur og starfsfólk, þróunarstarf og umbætur í skólastarfi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi skóli hafi unnið að sjáfsmati en tekið skal fram að hér er ekki um að ræða úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla skv. 49. gr. gildandi laga um grunnskóla. Kostnaður vegna úttektaraðila greiðist af menntamálaráðuneytinu. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu frá sveitarstjórnum, undirritaðar af viðkomandi skólastjóra, fyrir 20. janúar 2000 á þar til gerðum eyðublöðum. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytis og er einnig að finna á heimasíðu ráðuneytisins www.mrn.stjr.is. Nánari upplýsingar gefur Margrét Harðardóttir deildarstjóri mats- og eftirlitsdeildar menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 17. desember 1999. www.mrn.stjr.is Menntamálaráðuneytið Úttekt á framhaldsskóla Menntamálaráðuneytið hyggst í tilraunaskyni gera úttekt á framhaldsskóla á vorönn 2000, sbr. reglugerð nr. 139/1997. Hér með er auglýst eftir framhaldsskóla sem hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu. í úttektinni felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á m.a. stjórnun, kennslu, aðstöðu, samstarf og samskipti innan skólans og við aðila utan skólans, þjónustu við nemendur og starfsfólk, þróunarstarf og umbætur í skólastarfi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi skóli hafi unnið að sjálfsmati en tekið skal fram að hér er ekki um að ræða úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla, sbr. 23. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996. Kostnaður vegna úttektaraðila greiðist af menntamálaráðuneytinu. Umsóknir, undirritaðar af skólameistara, skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 20. janúar 2000 á þar til gerðum eyðublöðum. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytis og er einnig að finna á heimasíðu ráðuneytisins www.mrn.stjr.is. Nánari upplýsingar veitir María Þ. Gunnlaugsdóttir deildarsérfræðingur í mats- og eftirlitsdeild menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 17. desember 1999. www.mrn.stjr.is fAustur-Hérað Umhverfissvið íbúðir fatlaðra, Egilsstöðum. Alútboð Leitað er tilboða í alverktöku á hönnun og byggingu fjörurra íbúða á einni hæð, ætluðum fötluðum, að Miðvangi 18, Egilsstöðum, ásamt hönnun og frágangi lóðar. Verktaka er gefinn kostur á tveimur möguleikum: a Að hanna og reisa tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús í samræmi við gildandi deiliskipulag, þar sem fjórar íbúðir fyrir fatlaða yrðu allar á jarðhæð, en verktaki byggi íbúðir á efri hæðum hússins á sinn kostnað. Frágangur á sameign, lóð og byggingar að utan skal þá að fullu lokið þegar verkkaupi tekur við sínum eignarhluta. íbúðir í eignarhluta verktaka skulu á sama tíma hafa náð a.m.k. byggingarstigi 5 skv. ÍST 51. b Gert er ráð fyrir 2ja til 3ja hæða húsi á lóðinni skv. deiliskipulagi, en hægt verður að breyta því í eina hæð, sé ekki áhugi á að nýta lóðina til fleiri en fjögurra íbúða. Tilboðið feli í sér að hanna og reisa fjögurra íbúða fjölbýli (raðhús) á einni hæð fyrir fatlaða án sameignar og að fá deiliskipulagi breytt til samræmis. Útboðið tekur til verksins í heild; allrar hönnunar, undirbúnings, efnisöflunar og allrar framkvæmdar verksins. Endanleg útfærsla og fyrirkomulag byggingarinnar er háð samþykki verkkaupa. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Verkkaupi greiðir bjóðendum ekki sérstaklega fyrir tilboðsgerð. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Austur- Héraðs Lyngási 12, 700 Egilsstöðum frá og með mánudeginum 20. desember 1999. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Austur-Héraðs, í lokuðum umbúðum þannig merktum: íbúðir fatlaðra Miðvangi 18 Tilboð Tilboð skal hafa borist skrifstofu Austur-Héraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 26. janúar 2000, og verða þau þá opnuð þar og lesin upp í viðurvist þeirra bjóðenda er viðstaddir kunna að verða. Egilsstöðum 15. desember 1999 Þórhallur Pálsson forstöðumaður umhverfissviðs 4f Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis. Salc ofnfjár í Sparisjóðc Hornafjarðar og nágrennis. Á fund; ar Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis, sem haldinn var 6. október sl., var samþykkt, með heimild rundar, að bjóða til sölu stofnfé í sjóðnum að upphæð kr. 4.992.174 eða 418 hluti hvern að upphæ 43. Bréfin eru föl einstaklingum og fyrirtækjum um land allt. Engin takmörk eru fyrir því hve mörg br ;r aðili má kaupa, atkvæðisréttur eins aðila verður þó aldrei meiri en 5% af heildara lamagni í sparisjóðnum. Kaup á járbréfum í sparisjóðnum veita rétt á skattaafslætti eins og á við um kaup á hlutafé. Upplýsin;, ; eru veittar í Sparisjóði Hornarfjarðar og nágrennis, sími 478 2020, og þar er einnig tekið við kaupbesiðnum. .......... L- ----- — —--------L---- ------SparisjóðurHornafjanðar ognágrennis Undur oq stDrmerkÍ... ai www visiris FYRSTUR MEÐ FRÉTTiRNAÍi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.