Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 2
18
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000
HELGARPOTTURINN
Sú eiturskarpa baráttukona, hagfræðingur-
inn Edda Rós Karlsdóttir. hefur nú yfir-
gefið Alþýðusamband íslands og öreigaboð-
skapinn þar og er komin á grænni lendur.
Nú mun hún, samkvæmt þvf sem Helgar-
potturinn heyrir og veit, vera komin til starfa
hjá Búnaðarbanka íslands - verðbréfum, til
hinna nýríku ríkisbubba þar sem Valgerður
Sverrisdóttir viðskíptaráðherra hefur séð
ástæðu til þess að taka í lurginn á. En úr því
Edda Rós er komin í þessi vé þykir helgar-
pottinum rétt að spryja hvort leiðin frá ASÍ til
Samtáka atvinnulífsins hefði ekki verið
beinni' og ef til vill eðlilegri?!
Fyrir helgina mun hafa verið gengið frá kaup-
um Stöðvar 2 á gljáfægðum Range, Rower
Wogue sem hefur til að bera allt það semfor-
stjórajeppar þurfa að hafa, það er jeppar eins-
og sjást stundum fyrir utan Hótel Sögu þegar
Verslunarráðið heldur þar hádegisverðar-
fundi. Fyrir jeppann góða greiddi Stöð 2 ekki
nema átta og hálfa milljón, en hvað munar um
einn kepp í sláturtíðinni þegar kaupa þarf nýj-
an bíl fyrir Jón Ólafsson...
Það eru fleiri en Jón Ólafsson sem eru að fá
í hendur glæsijeppa um þessar mundir. Páll
Pétursson félagsmálaráðherra lét sér
ekki duga neitt minna en Grano Cherokee
Limit V8 og mun hann nú aká-á dýrasta bíl
ráðherrahópsins en svoria jeppar kosta um
og yfir 6 milljónir króná eftir búnaði.
Páll Pétursson.
Sportveiðiblaðið er án vafa glæsilegasta
veiðiblað landsins. Það hefur til þessa verið
gefiö út í Reykjavík en nú hefur ritstjóri þess,
sá frægi maðkaveiðimaður Gunnar Bend-
er, ákveðið að flytja útgáfuna til Akureyrar.
Hann mun sjálfur vera að flytja sig um set frá
Blönduósi til Akureyrar. Sportveiðiblaðið er
nýkomið út og eru þar viðtöl við veiðimenn
að vanda meðal annars þá Finn Ingólfsson
seðlabanakstjóra og Björgvin Halldórsson
poppsöngvara.
Það kemur oft ýmislegt skrýtið og skondið
fram í tvífaraþætti Fókuss í DV. Ekki tekst
þeim alltaf vel upp og stundum eru samlík-
ingarnar örlítið langsóttar, en oftast er eitt-
hvað til í ábendingunni. Þannig gerðist það
síðastliðið haust að Fókus útnefndi tvífara,
Halldór Gylfason leikara og Geirfugl og
stjörnuna á Skjá einum, Egil - silfur-
Helgason. Ekki fannst öllum að þeir væru
líkir, enda kannski aðeins svipur með þeim,
snöggt á litið, sérstaklega á mynd. Það sann-
aðist í gær þegar Morgunblaðinu tókst að ruglast svo hastarlega á
Halldóri og Agli, að hann kallaði Halldór Gylfason, Egil Helgason í
myndatexta.
Leikstjórinn Guðjón Sigvaldason hefur nóg
að gera við að drífa upp leikverk úti á lands-
byggðinni. Hann er núna á Siglufirði að setja
upp ísaðar gellur sem fjallar um breskar stelp-
ur sem koma í fiskvinnu á íslandi og bregða
upp dálítið sérstakri mynd af okkur Frónbúum,
Með þessu verkefni er verið að velga Leikfélag
Siglfirðinga upp af 5 ára Þyrnirósarsvefni og
undanfari þess var hrina umbrota og skjálfta í
formi námskeiða sem nefndur Guðjón stjórnaði. Guöjón Sigvaldason.
Margir muna eftir ísuöu gellunum Ingrid
Jóns, Ásu Hlín og Lollu sem fóru um landið
ásamt Halldóri Björns og fleirum og sýndu
verkið við góðan orðstír.
Egill Helgason.
Gunnar Bender.
Sprækir nemendur í Framhaldsskóla Vest-
fjarða á ísafirði munu efna til mikillar hátíðar
um næstu helgi, Sólrisuhátíðar, sem er eins-
konar árshátíð skólans. Hátíðin er hluti af
opnum dögum skólans. Margt er á dag-
skránni af þessu tilefni, svo sem sýning á
Draumi á Jónsmessunótt. Framhaldsskóla-
nemar á ísafirði hyggjast ekki setja upp leik-
sýningu fyrir hálftómu húsi og buðu meðal
annars öllum alþingsismönnum okkar með
töluvupósti að koma á sýninguna. Margir
þeirra hafa látið í sér heyra en reyndar allir afboðað komu sína. Sé
gripiö niður (skeyti þeirra, sem helgarpotturinn hefur fengið að glugga
í, kemur fram að um næstu helgi verði ísólfur Gylfi í Finnlandi,
Halldór Ásgrímsson afboðar komu sína vegna Rússlandsferðar,
Hjálmar Jónsson á fundi hjá Norðurlandaráði og Árni Ragnar
Árnason telur alls óvíst að hann komist á æskuslóðir sínar fyrir vest-
an um næstu helgi, en biður þó fyrir góðar kveðjur heim ...
fl
i
„Prófin eru opin
öllum sem hafa
áhuga. Það þarf
bara að geta
sungið með rétt-
um stíl og áhersl-
um, “ segir Mich-
ael Jón Clarke,
tónlistarkennari.
............- -
Leita að
söngfólki
í Tónlistarskólanum á Akureyri er verið að undirbúa tónleika þar sem tekin verða
fýrir lög úr söngleikjum. Verið er að leita að söngvurum og gefst fólki kostur á að
fara í raddpróf.
„Við erum að leita að fólki með
söngleikjaraddir og sem þekkir
þann stíl. Fólk getur komið með
söngleikjalag sem það kann, helst
utanbókar, og flutt. Þetta má líka
vera popplag, en fólk verður að
sýna hvað það kann, án þess að
vera haltrandi. I prufusöng þarf þó
ekki að gera allt fullkomið heldur
þarf að sýna ákveðna hæfileika,"
segir Michael Jón Clarke söng-
kennari. Hann er í undirbúnings-
nefnd fyrir tónleikana ásamt þeim
Pálma Gunnarssyni og Sif Ragn-
hildardóttur og verða raddprófin á
miðvikudagskvöldið í Tónlistarskól-
anum. Michael segir að á undan
prófunum sé kóræfing sem hefjist
klukkan 18.00 og þeim sem hyggj-
ast taka þátt í prófunum sé guðvel-
komið að koma þangað og hlusta.
Hver tónlistarstefna
hefur sinn stíl
Söngleikjatónleikarnir verða í byrj-
un apríl og segir Michael efn-
iskránna vcra svolítið óvenjulega.
Þar verði fluttar fjórar til fimm
syrpur af söngleikjalögum sem
spanni söngleiki frá South Pacific
og Oldahoma og að Óperudraug
Andrews Loyd-Webber. Hann segir
að ekki sé aðeins verið að leita að
fólki til þess að koma fram í þessum
syrpum heldur fólki sem langi til
þess að syngja. Það þurfi ekki endi-
lega að vera söngmenntað fólk.
„Prófin eru opin öllum sem hafa
áhuga. Það þarf bara að geta sung-
ið með réttum stíl og áherslum.
Þetta þarf að vera einhver sem vill
koma fram. Það er alltaf áhugi á
söngleikjum. Fólki finnst þetta al-
veg ofboðslega gaman, en þetta
þarf að gera alveg geysilega vel.
Þetta þarf líka að vera í takt við
músíkina. Það þýðir ekkert að syngja
söngleikjatónlist eins og óperur.
Það þýðir heldur ekki að syngja óp-
erusöng eins og popptónlist. Hver
tónlistarstefna hefur sinn stíl og
sérstakar aðferir."
Tóhleikarnir verða 5. apríl í
Iþróttaskemmunni og það verður
heilmikið um að vera þá vikuna,
segir Michael Jón. „Hljómsveitin
verður skipuð gæðakröftum héðan
og víðar að. Þar verður valinn mað-
ur í hverju rúmi. Pálmi Gunnars-
son verður á bassa og við erum að
gera okkur vonir um að Kjartan
Valdimarsson geti spilað með okk-
ur. Þetta vérður svona 6 til 7
manna band. I þessari sörnu viku
verður Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands með tónleika og það er mein-
ingin að þetta verði tónlistarvika á
Akureyri með ýmsum uppákomum.
Ég held að það dragi ekki úr að-
sókninni," segir hann.
Leita að nýju fólki
Einhverjir þekktir söngvarar koma
fram á tónleikunum, en Michael
vill ekki nefna nein nöfn. Þau
Pálmi Gunnarsson og Sif Ragnhild-
ardóttir hafa verið nefnd til sög-
unnar en þau eru bæði í ncfndinni
sem sér um raddprófin og Sif dvel-
ur nú norðan heiða og nemur söng
hjá Michael. Hann vill ekl<i viður-
kenna að hann setji þumalskrúfu á
þau. „Það er ekki búið að taka nein-
ar ákvarðanir ennþá en við viljum
helst finna nýja talcnta sem ekki
hafa fengið að njóta sín. Við erum
fyrst og fremst að leita að nýju,
ungu eða gömlu fólki og við viljum
gjarnan að það gefi sig fram. Það
þýðir ekkert að vera feiminn við að
gefa sig fram. Ef fólk ætlar að gera
eitthvað þá verður fólk að gjöra svo
vel að hrista af sér slenið og mæta.“
-PJESTA
MAÐUR VIKUNNAR ER OFURLAUNAMAÐUR!
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins er banki vikunn-
ar, framkvæmdastjórar FBA menn vikunnar og að-
albankastjórinn Bjarni Ármannsson því sjálfkjör-
inn ofurmaður vikunnar. Allt auðvitað vegna þess
að þeir skila bankanum með ofurhagnaði og fá í
staðinn ofurlaun þannig að jafnvel hefðbundnir
hálaunamenn á borð við forsetann og forsætis-
ráðherrann blikna við samanburð. Er ekki rétt að
verkalýðshreyfingin fái þá til að semja fýrir sig?
Bjarni Ármannsson.