Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 7
X^MTl LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 - 23 Ármann Reynisson er sannur listunnandi og hvatamaður þess að í fyrra var stofnað Félag um sjónlistir á íslandi. Félagið hélt sitt fyrsta opinbera málþing í Leikhúskjallaranum í síðustu viku. Fullt var út úr dyrum og kom það engum meira á óvart en formanninum sem ráð- leggur fólki að kaupa listaverk ekki síður en hlutabréf. „Viljum stofna dag sjónlistarínnar" - Það vakti athygli þegar þii stóðst upp á málþinginu og hvattir fólk til að fjárfesta frekar í listaverkum en gólfflisum. Finnst þérfólk ekki sýna myndlistinni nægan skilning? „Mér hefur fundist áberandi hve myndlistina skortir að ná því flugi sem eðlilegt gæti talist mið- að við hvað þjóðin er orðin menntuð og efnuð. Það þarf að hafa sjónlistir fyrir fólki, helst í uppeldinu og í skólum - en ég kýs heldur að nota það orð vegna þess hve myndlist er orðin tengd myndböndum, tölvum, kvik- myndum og fleiri þáttum. Skólamir þurfa að laða fólk að myndlistinni eins og tónlistinni. Þar hefur verið unnið stórvirki hvað varðar bæði fræðslu og kynningu. Sjálfum þykir mér leitt að fólk skuli missa af ánægjunni af að fylgjast með og njóta góðar mynd- listar á heimilum sínum, en kjósa heldur að leggja ofuráherslu á dauða hluti eins og innréttingar og gólfcfni. Það gleymir því sem er mikilvægast, listaverkunum sem ættu að prýða hvert heimili og setja svip á umhverfið." Skortir ekki fjármuni „Ekki virðist fólk skorta fjármuni því það kaupir hlutabréf í fyrir- tækjum, eingöngu ef því finnst hugmyndin góð en oft án þess að nokkurt verðmætamat liggi fyrir. Auglýsingar móta hugsunarhátt fólks og þá komum við að því að ekkert er gert til að hvetja fólk til listaverkakaupa.“ - Þú eri einn hvalamanna að stofnun Sjónlistafélagsins og mik- ill áhugamaður um myndlisl, eins og hægt er að merkja af heimili þínu og orðum. Hvemigfékkst þú áhuga á myndlist? „Ég var svo lánsamur að kynn- ast myndlist þegar ég var ungling- ur, en þá kom ég oft inn á heimili frændfólks míns sem studdi og safnaði verkum eftir Septem mál- arana. Það má segja að heimili þeirra hafi verið fyrsta listasafnið sem ég komst í kynni við. Þar var haft fyrir mér að skoða, sjá og kynnast úrvals listaverkum. Aftur á móti var takmörkuð áhersla lögð á myndlist í skóla- kerfinu, ef frá er talinn sá tími sem ég var í Kennaraskólanum. Þá var ég svo lánsamur að læra listasögu hjá Benedikt Gunnars- syni listmálara. Hann glæddi nkulega áhuga minn á myndlist." Þekking ervinna „Sfðar fer ég til London í nám og dvelst þar í nokkur ár. Þar fékk ég tækifæri til að ganga í félagsskap sem heitir The Kensington Commerty for Overseas Stu- dents, en í gegnum hann opnuð- ust mér dyr inn í heim, sem ella hefði verið Iokaður. Ég kynntist fólki sem hafði fýrir lífsstíl að fýlgjast með menningarlífinu og byrjaði sjálfur að fara markvisst á söfn og gallerí. Það skiptir máli því öðruvísi lærir maður ekki. Mér finnst öll list auðga lífið og tók þá ákvörðun að gera hana að áhugamáli mínu. Eg tók þá ákvörðun á sama hátt og aðrir ákveða að nýta frítíma sinn til að fara á veiðar eða jeppaferðir. Þetta er spuming um hvaða áherslu maður tekur í lífinu. Eg held því markvisst áfram að auka þekkingu rnína." - Hvemig sinnirðu myndlistará- huganum ? „Hafi maður áhuga á myndlist þarf augað að vera sífelldri í þjálf- un við að skoða og sjá, annars nær það ekki þroska til að skynja hvað því þykir áhugavert. Og þá er jafn mikilvægt að skoða úr\'als sýningu og lélega. Það sama á við um bókmenntir, kvikmjndir og meira að segja matargerð. Ef maður kynnist aldrei andstæðun- um fær maður aldrei lilfinningu lyrir því hvað er betra og hvar smekkur manns Iiggur.“ Andstæðumar móta gildismatið „Á allra síðustu árum hef ég verið að átta mig á að þetta á við allt í lífinu. Ef við kynnumst ekki and- stæðunum, njótum við ekki til „Mér hefur fundist áberandi hve myndlist- ina skortir að ná því flugi sem eðlilegt gæti talist miðað við hvað þjóðin er orðin menntuð og efnuð.“ fulls þess sem er mikilverðast og best.“ - Varstu lengi að læra á mynd- listina? „Það tók mig langan tíma að ná tökum á að þekkja, skoða og sjá. Fólk guggnar svo oft á að íylgjast með myndlist af því það áttar sig ekki á að það er mikil vinna. Það skiptir máli að hafa yfirsýn yfir allt sviðið því öðruvísi upp- götvar rnaður ekki þá myndlistar- menn sem eru áhugaverðir. Það er Iíka örvandi og svo breytist feg- urðarsmekkurinn með aldri, þroska og lífsreynslu." - Hvað varð til þess að þú stofn- aðir Félag um sjónlistir? „Mér fannst vanta vettvang fyr- ir áhugafólk um sjónlistir, þar sem það gæti hist og talað saman. Fólk með sameiginleg áhugamál hefur alltaf um eitthvað að tala.“ Áhugafólk láti ekki mata sig „Þess utan fannst mér vanta fræðslu fyrir listunnendur, bæði almenns eðlis og kynningu á listamönnum. Það eru margir sem hafa áhuga á að kynnast listinni og menningarlífinu en ná ekki tökum á því, finnst list- heimurinn virka fráhrindandi. Og hann getur verið það, eins og allt sem maður þekkir ekki.“ - Ilvert er markmið félagsins? „Það vill f fyrsta lagi hvetja áhugafólk um sjónlistir til að standa saman á ákveðnum vett- vangi, til að fræðast og öðlast þekkingu á listheiminum. En þegar fram í sækir, gæti félagið stuðlað að og styrkt sjónlistir í landinu. Það er nauðsynlegt að áhugafólk um sjónlistir láti til sín taka þvf það á ekki að láta kerfið mata sig. Það er eðlilegt að ríkið komi inn í þessi mál, en ekki að listin sé eirigöngu rekin og styrkt af því opinbera, því þá eingangrast hún. Félagið hefur sett sér það framtíðarmarkmið að komast í sambönd við hliðstæð félög. Sh'k félög eru starfandi víðast hvar í söfnum og galleríium. Það væri áhugavert fýrir okkur að kynna listunnendum frá öðrum lönd- um okkar list ef við Islendingar ætlum að kynna hana á erlendri grundu." - Hvað hafa félagsmenn verið að gera? „Við höfum haldið nokkrar kynningar og farið í heimsóknir til listamanna. Það komst eng- inn úr félaginu á Feneyjar tvfær- inginn síðastliðið sumar, en til að bæta úr því, fengum við full- trúa Islands, Sigurð Arna, til þess að kynna okkur verkin sem voru á sýningunni.“ Þátttakan kom á óvart „Við höfum meðal annars heim- sótt alþjóðlegu listamiðstöðina í Straumi, en þar eru stöðugar breytingar, fólk er alltaf að koma og fara. Við hittumst á slfkum vettvangi en ekki á formlegum fundum. Mér finnst það úrelt fyrirkomulag. Málþingið er fýrsta opinbera uppákoman sem Sjónlistafélagið stendur að. Við fengum þá hug- mynd að fá Auði Ólafsdóttur listfræðing til að ræða 2000 vandann í myndlist. Eg gerði mér ekki almennilega grein fyrir hver þátttakan myndi verða, en það kom mér skemmtilega á óvart hvað hún var mikil. Ég sé það fyrir mér að hægt væri að halda tvo til þijú slík málþing yfír vetrarmánuðina. Það væri áhugavert að listfræð- ingar eða aðrir sem fjalla um sjónlistir, hefðu frumkvæði að málefnum. Við vitum ekki alltaf hvað þeir eru að fást við, þótt ég hafi komið að máli við Auði í þetta sinn. Á næstunni mun félagið hvetja hagsmunaaðila til þess að koma á fót degi sjónlistar, þannig að einn dagur á ári verði helgaður sjónlistum og þær kvnntar vel og rækilega á opin- berum vettvangi.“ -MEÓ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.