Dagur - 26.02.2000, Síða 18

Dagur - 26.02.2000, Síða 18
34 - LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 Skáldagenin liggja víða og unga kynslóðin á íslandi yrkir Ijóð og semur sögur af mikl- um þrótti. Það sannar þátt- taka í nýlegri Ijóða-og smá- sagnakeppni þar sem um eitt þúsund börn á aldrinum sex til tólf ára sendu inn efni, mörg hver fleiri en eitt verk. Ritsmíðarnar sem börnin sendu í keppn- ina voru afar fjölbreyttar og þar má glöggt sjá hvað liggur æsku landsins á hjarta. Umhverfisvernd, fegurð landsins, vinátta, vonir og draumar, sólin og lífið og samstaða fjölskyldunnar. Allt er þetta er yrkisefni unga fólksins og ævintýri líka sem alltaf eru sígild, Það var Æskan, í samvinnu við Flug- leiðir og Ríkisútvarpið, sem efndi til keppninnar. Aðalverðlaunin voru flug- ferð til Frankfurt fyrir vinningahafa og foreldri og dvöl þar í þrjá daga. Þau hlutu tvær stúlkur, Arngunnur Arnadótt- ir, 12 ára, fyrir ljóðið Hafið og Sigrún Inga Garðarsdóttir, 9 ára, fyrir Ijóðið Regndropinn. Æskan hefur forgangsrétt að birtingu verðlaunaljóðanna, en skáld- konurnar ungu féllust á að leyfa lesend- um Dags sjá sýnishorn af öðrum rit- smíðum sínum og svara nokkrum spurn- ingum blaðamanns. Sagan varð að Ijóði - Sigrún Inga, sendir þú fleiri Ijóð í keppnina en Regndropann? „Nei, en ég sendi líka tvær sögur. Onnur er álfasaga sem ég samdi í fyrra. Eg skrifa mest sögur en minna af ljóð- um og verðlaunaljóðið mitt var saga fyrst en breyttist svo í Ijóð.“ - Ertu með skáldablóð í æðunum? „Ég veit það nú ekki. Ég held það séu engin stórskáld í ættinni minni en Sig- rún amma mín er verðlaunaþýðandi og henni finnst gaman að fylgjast með því sem ég er að skrifa." - Hefurðu nokkurn tíma fengið verð- laun fyrir ritverk áður? „Nei, en ég las einu sinni upp sögu í Ráðhúsinu." - Segðu mér, áttu margar sögur í skúffu? „Þær eru nú flestar í bókum. Bæði bókum sem ég hef búið til sjálf heima og gefið í gjafir og svo bókum sem ég skrifa í skólanum. Islenskukennarinn minn í Melaskólanum, Edda Pétursdótt- ir, lætur okkur krakkana skrifa mikið, bæði það sem okkur dettur í hug og ljóð eftir aðra. Svo myndskreytum við bæk- urnar. Edda hvatti okkur krakkana til að senda efni í samkeppnina í Æskunni og við gerðum það öll. Ég var ekki sú eina í bekknum sem fékk verðlaun, Birgitta, besta vinkona mín fékk líka." - Varstu lítil þegar þú byrjaðir að skrifa? „Svona sex ára. Ég fæddist úti í Éondon og var þar til fimm ára aldurs en ég held ég hafi ekki skrifað mikið þar. Var samt búin að læra að lesa bæði íslensku og ensku þegar ég kom heim. Mamma og pabbi lásu alltaf mikið fyrir okkur Gunnhildi systur mína þegar við bjuggum úti svo við Iærðum góða ís- lensku og núna les ég ensku á hverju kvöldi til að gleyma henni ekki. Samt eru viss orð sem ég skil ekki alveg.“ - Ruglaði enskan þig ekkert i ríminu þegar þúfórst í Melaskólann? „Nei, það eina sem ég tek eftir er að ég skrifa t stundum eins og gert er út, ekki með tengikrók." - Hverjar eru uppáhalds námsgreinarn- ar þínar í skólanum? „Éeikfimi og enska. Við byrjuðum í Alfasaga Einu sinni voru álfakóngur og drottning sem áttu heima í álfahöll sem var lítið fjall. En einu sinni kom eldgos í fjallinu sem höllin var í og það rann hraun fyrir opið á höllinni og enginn komst inn eða út. Einni öld síðar voru krakkar sem höfðu þennan stað fyrir leiksvæði. En morgun einn kom jarðskjálfti og við það varð grjóthrun í fjallinu og hraunið hrundi frá opinu. Þegar krakkarnir komu var kominn hellir í fjallið. Krakkarnir fóru inn í hellinn en álfarnir voru auðvitað farnir af því þálangaði ekki til þess að búa í fjalli sem gýs. Börnin fóru Iengra inn í hellinn og þá opnuðust göng inn í sjálfa höllina og þar fundu börnin sem hétu Maren, Steini, Asa, Osk, Pétur og Sigurjón álfagersemar. Þetta gerðist auðvitað í gamla daga svo það að finna svona gersemar á þeim tímum er eins og að eignast heilt konungsríki fyrir okkur. Þeir skiptu fjársjóðnum á milli sín og voru lengi að því. Og þegar þau komu heim til sín voru þau öll rík og lifðu vel til æviloka. Það er að segja af álfunum að þeir fluttu í friðsælt fjall og það kom aldrei aftur eldgos hjá þeim. Sigrún Inga Garðarsdóttir (8 ára) Arngunnur Árnadóttir er með mörg jðrn í eldinum mynd: árni Sigrún Inga Garðarsdóttir skrifar aðallega sögur en sumar þeirra breytast I Ijóð mynd: hilmar Sjávarhljóð og Draumar Sjávarhljóð Kríugarg. Sjórinn leikur við skartgripi hafsins. Lítil bláskcl sem liggur í fjörunni, syngur óð til hafsins. Mávarnir hanga í loftinu eins og fastir í strengjum. Sólin sem drottning Iffsins kemur upp við sjóndeildarhringinn og lýsir upp veröldina og vermir. Dagur. Fallegur dagur. Draumar Draumar eru í lit. Draumur er dynjandi foss, Iágvært suð eða fallegur söngur. Draumar eru óskir um betra líf. Draumur er draumur. Amgunnur Ámadóttir (12 ára) Fleiri verðlaunahafar Þessir krakkar fengu tvær nýjar útgáfu- bækur frá Æskunni og geisladisk frá Skíf- unni sem verðlaun: Alexander Elfarsson Hólmgarði 9, Reykjavík Anna Sæunn Ólafsdóttir 12 ára Bjarnarstöðum, Bárðardal Arni Þór Arnason 11 ára Skildinganesi 12, Reykjavík Árni R. Styrkársson 11 ára Funafold 28, Reykjavík Birgitta Ragnarsdóttir 10 ára Klapparstíg 17, Reykjavík Elín Rún Birgisdóttir 10 ára Stapasíðu 7, Akureyri Guðrún Eydís Ketilsdóttir 10 ára Hlíðarhjalla 31, Kópavogi Haukur Sigurðarson 12 ára Assessorsvágen 1, Bjarred, Svíþjóð Helga Margrét Helgadóttir tólf ára Kálfborgará, Bárðardal, ensku í haust og það eru nokkrir krakk- ar í bekknum sem hafa búið úti í lönd- um. Svo hef ég verið í ballett síðan ég var fjögurra ára.“ - Hlakkarðu ekki til að fara til Frank- furt? „Jú, kannski koma mamma, pabbi og Gunnhildur öll með mér ef þau geta safnað fyrir því.“ - Heldurðu að þú verðir rithöfundur þegar þú verður stór? „Ég er ekki búin að ákveða það.“ Ætlar að verða söng- og leikkona - Arngunnur. Er langt síðan þú byrjaðir að yrkja? „Ég byrjaði þegar ég var 5 eða 6 ára að semja sögur og lítil ljóð og hef haldið því áfram. Mér finnst það bara svo gam- an. Við erum með sögugerðarbækur í skólanum og þær geyma mikið af mín- um sögum og Ijóðum“ - Þar færðu auðvitað brosandi kall eða stjörnur að launum? „Já, oftast.“ - / hvaða skóla ertu? „Vesturbæjarskóla í 7, bekk.“ - Sendi bekkurinn þinn Ijóð og sögur í keppnina? „Nei, ég tók það bara upp hjá sjálfri mér. Það eru samt nokkrar stelpur í bekknum mínum sem yrkja Iíka.“ - Veisiu hvenær þið vinningshafarnir farið til Frankfurt og hvað þið gerið þar? „Nei, ég held það sé ekki ákveðið hvenær við förum og ég hef ekki fengið neina dagskrá ennþá. Við skoðum ör- ugglega eitthvað merkilegt og skemmt- um okkur. Svo verðum við auðvitað að skrifa ferðasögur þegar við komum heim.“ - Áttu þér fleiri áhugamál en skriftirn- ar? „Já, ég spila á klarinett og hef mjög gaman af að synda og dansa. Svo æfi ég djassballett og er að fara að keppa í „free style“ danskeppni í Tónabæ fyrir 10 -12 ára krakka í kvöld. Þar tek ég þátt í einstaklingskeppni." - Ertu búin að æfa dansinn vel sem þú ætlar að sýna? „Ég er ekki búin að æfa hann lengi en mér gengur ágætlega svo ég er bara bjartsýn." - Og hvað ætlarðu svo að verða þegar þú verður stór. Þú virðist hafa úr mörgu að velja. „Ég ætla að verða söng- og leikkona." - Akveðin? Já, ég ætla að minnsta kosti t leiklistar- skóla - Ilefurðu prófað að leika? „Bara jólaleikritum og fleiru í skólan- um. Svo var ég einu sinni á leiklistar- námskeiði og í lok þess var sýnt í Nor- ræna húsinu. Það var skemmtilegt." GUN. Helgi Sigurðsson 10 ára Holti 2, Kirkjubæjarklaustri Hildur Stefánsdóttir 12 ára Háaleitisbraut 51, Reykjavík Hildur Kristfn Stefánsdóttir Skaftahlíð 1, Reykjavík Hrafnkell Guðmundsson 9 ára Lynghaga 4, Reykjavík Kamma Thordarson Sigvaldadóttir 12 ára Háaleitisbraut 109, Reykjavík Katla Hólm Vilbergsdóttir 12 ára Rúpufelli 25, Reykjavík Kristrún Selma Ölversdóttir 11 ára Skólavegi 85 B, Fáskrúðsfirði Lilja Dögg Jónsdóttir 11 ára Brekkubæ 31, Reykjavík Margrét Edda Örnólfsdóttir 12 ára Tómasarhaga 27, Reykjavík Miriam Laufey Gerhardsdóttir 12 ára Gaukshólum 2, Reykjavík Steinunn Harðardóttir 12 ára Holtsgötu 14, Reykjavík Telma Huld Ragnarsdóttir 1 1 ára Einigrund 19, Akranesi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.