Dagur - 26.02.2000, Qupperneq 20

Dagur - 26.02.2000, Qupperneq 20
36- LAUGARDAGUK 26. FEBRÚAR 2000 R A Ð j AUGLÝSINGAR AT V1NN A A T V 1 N N A A T V 1 N N A Akureyrarbær Atvinna með liðveislu Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar auglýsir eftir starfsrranni til að vinna við atvinnu með liðveislu. Um er að ræða tímabundna ráðningu til n.k. áramóta í 50% starf. Starfið flest í stuðningi við fatlaða einstaklinga sem eru að hefja störf á almennum vinnumarkaði. Hér er um einstaklingsbundin úrræði fyrir fatlaða að ræða sem byggjast á eftirfarandi þáttum. • Undirbúningi starfsmanns og fyrirtækis • Aðstoð við að læra vinnubrögð • Langtímastuðningi og eftirfylgd. Þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun á félags, heilbrigðs, eða uppeldissviði er æskileg. Umsækjandi þarf að hafa til að bera hæfni í mannlegum samskiptum. Hann þarf að vera sjálfstæður í vinnubrögðum og tilbúinn til að takast á við krefjandi starf. Upplýsingar um starfið veita Hulda Steingrímsdóttir, atvinnuleitarfulltrúi fatlaðra og Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri í síma 460-1400. Umsóknareyðublöð fást í Upplýsingaandyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 3. mars 2000. Heimili einhverfra Heimili einhverfra Trönuhólum 1, óskar eftir fólki með reynslu eða áhuga á störfum með fötluðum. Á heimilinu búa fimm ungir menn. Þar er unnið eftir hugmyndafræði TEACCH um skipulögð vinnubrögð. Um er að ræða mjög áhugaverð og krefjandi störf í vaktavinnu, bæði heilar stöður og hlutastörf. Vegna samsetningar starfsmannahópsins er sérstaklega óskað eftir karlmönnum. Nánari upplýsingar um störfin veitir forstöðumaður Kristín Ásta Halldórsdóttir í síma 557-9760. Umsóknarfrestur ertil 28. febr. n.k. en umsóknir geta gilt í allt að 6 mánuði. Skriflegar umsóknir sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. BIFVELAVIRKI BIFREIÐAVERKSTÆÐI SIGURÐAR VALDIMARSSONAR EHF óskar eftir að ráða bifvélavirkja helst vanan almennum viðgerðum. Verkstæðið sér um þjónustuviðgerðir við Subaru, Nissan, Opel, GM, Isuzu, Saab, Massey Ferguson og ýmis landbúnaðartæki. Reynum að vera með nýjustu tæki hverju sinni og sækja námskeið í þeim nýjungum sem koma. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Valdimarsson í síma 461 2960 eða 893 3288 BIFREIÐARVERKSTÆÐI SIGURÐAR VALDIMARSSONAR EHF ÓSEYRI 5 603 AKUREYRI SÍMI 462 2520 'HMHT' ilti&ái*. Frá Pelamerkurskóla Vegna forfalla er laust starf við Þelamerkurskóla. Um er að ræða aðstoð við tvo nemendur í 1. bekk. Við leitum að kennara, þroskaþjálfa eða leiðbeinanda. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá Karli Erlendssyni í síma 462 1772 eða 462 6555 eða 891 6295 og hjá Unnari Eiríkssyni aðstoðarskólastjóra í síma 462 1772 eða 462 6224. FLUGMÁLASTJÓRN Ræstingastörf á Akureyrarflugvelli Flugmálastjóm auglýsir störf ræstingafólks í flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Um er að ræða hlutastörf. Launakjör: • Laun eru samkvæmt kjarasamningi Verkalýðsfélagsins Einingar. Umsóknir: • Upplýsingar um starfið veitir Anna Dagný Halldórsdóttir hjá Flugmálastjórn í Reykjavík, sími 569 4100 og Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri Flugmálastjórnar á Norðurlandi, sími 462 3011. • Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til starfsmannahalds Flugmálastjórnar. • Umsóknarfrestur rennur út 13. mars. • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. • Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn Islands er ríkisstofnun, sem innir af hendi margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk Flugmálastofnunar er í meginatriðum að hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innan lands og utan, að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður-Atlandshaf. Stofnuninni er skipt í fimm svið sem samtals hafa um 250 starfsmenn um allt land. Flestir þessara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálfun. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa. Blaðamennska Starf blaðamanns á ritstjórn Dags er laust til umsóknar. í boði er spennandi starf fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskum þjóðmálum og mannlífi. Ritstjórn Dags er bæði á Akureyri og í Reykjavík og skulu umsækjendur taka fram á hvorum staðn- um þeir vildu frekar starfa. Umsóknir sendist til ritstjórnar Dags, Þverholti 14,105 Reykjavík i. ^fii3randgpJ^*00 »v Slökkvilið Reykjavíkur Skrifstofu- og starfsmannahald Skrifstofustarf Hjá Slökkviliði Reykjavíkur, skrifstofu- og starfsmannahaldi, er skrifstofustarf laust til umsóknar. Starfið: - Yfirferð og móttökuskráning reikninga í Agresso-bókhaldskerfi, launaskráning í launakerfi Reykjavíkurborgar hjá SKÝRR, bréfa- og málaskráning sem og skönnun bréfa í GoPro, tímaskráning í Navision Financials, bréfayfirlestur, símsvörun, samskipti við innlenda jafnt sem erlenda birgja/viðskiptavini og önnur skrifstofustörf. Hæfniskröfur: - Stúdentspróf eða sambærileg menntun. - Mjög góð íslensku- og tölvukunnátta. - Gott vald á einu Norðurlandamáli og ensku. - Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. - Reynsla af bókhaldsstörfum. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að taka þátt í þróun skrifstofu- og starfsmannahalds slökkviliðsins í miklum breytingum og örri tækniuppbyggingu. Nauðsynlegt er að umsækjandi geti hafið störf í seinasta lagi 15. mars n.k. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um er að ræða 100% starf sem heyrir undir skrifstofu- og starfsmannastjóra Slökkviliðs Reykjavíkur. Upplýsingar veitir Halldór Halldórsson í síma 570-2040 en umsóknum skal skila á skrifstofu Slökkviliðs Reykjavíkur, Skógarhlíð 14, 101 Reykjavík, fyrir 6. mars n.k. Öllum umsóknum verður svarað. Stefna Slökkviliðs Reykjavíkur er að auka hlut kvenna í starfseminni. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík. FRAMBOÐSFRESTUR auglýsir framboðsfrest Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosninga hluta stjórnar og skoðunarmanna félagsins. Tillögur skulu vera um 16 stjórnarmenn, 2 skoðunarmenn og 1 til vara. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með 22. febrúar 2000. Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12 á hádegi þann 29. febrúar 2000. Meðmæli 120 félagsmanna skulu fylgja lista. Kjörstjórn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.