Dagur - 08.04.2000, Síða 18

Dagur - 08.04.2000, Síða 18
 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 Sólveig Birna listförð- unarfræðingur bauð upp á kennslu í förð- un á þemadögunum. Hér má sjá hana mála Grétu Ýr, sjáif- boðaliða úr hópi nemenda. Heitasti staðurinn i skól- anum er örugglega eld- smiðjan. Hér má sjá áhugasaman nemanda, Jón Trausta, skara í kolin. Skildir og rafbfll I sumar eru þúsund ár liðin frá því að Leifur heppni sigldi til Vínlands. Afþví tilefni mun íslenskt víkingaskip sigla yfir Atlants- hafið til Grænlands og sra tii Ameríku. Með i för verða sextíu og fjórir skildir sem hannaðir voru i Iðnskólanum í Hafnarfirði. Hér má sjá íslenskan nútímavíking handleika einn afskjöldunum er þeir voru í vinnslu á smíðaverkstæði skólans á meðan á þemadögum stóð. myndir: úeh. Fortíð og nútíð mætast í Hafnarfirði þar sem nemendur og kennarar iðnskólans smíða allt frá skjöldum fýrir nú- tíma víkingana, sem halda í sumar í kjölfar Leifs heppna til Amer- íku, til bifreiðar sem gengur fyrir rafmagni. Undanfarna viku hafa staðið yfir þcmadagar í Iðnskólanum f Hafnarfirði. Þar var fj'ölbreytnin höfð í fyrirrúmi. Nemendur og kennarar skemmtu sér vel við ýmis verkefni, allt frá rafbíla- smíð til listaförðunar. Gala- greiðslur, grafíklist, tölvuvinnsla og rennismíð var meðal þess sem í boði var, enda enduspegl- aðist í þemadögunum fjölbreytt námsframboð Iðnskólans í Hafnarfirði, eins og almcnn- ingur getur kynnst á opnu húsi skólans í dag kl. 13-17. Skildir og skreyti Eins og verið hefur í fréttum mun íslenska víkingaskipið ís- Iendingur sigla til Bandaríkj- anna í sumar f tilefni þess að þúsund ár eru liðin frá því að Leifur heppni fann Vínland. Hin vinsæla hönnunardeild Iðn- skólans í Hafnarfirði hefur að undanförnu unnið að hönnun víkingaskjalda sem munu fara með í hina fraeknu ferð. „Þessi skjaldasmíð er liður í samstarfsverkefni okkar með öðrum norrænum skólum. Við erum að gera víkingaskildi fyrir víkingaskipið Islending," sagði Astþór Ragnarsson deildarstjóri hönnunardeildar. „Það kom í okkar hlut að hanna skreytin á skildina. Það á að gera sextíu og fjóra skildi með mismunandi skreyti. Hver nemandi hannaði átján skreyti og valdi síðan úr þrjár tillögur sem verða notað- ar.“ ísiendingur er eftirlíking af Gauksstaðaskipinu sem fannst vel varðveitt í jörðu í Noregi seint á seinustu öld. Skildirnir eru byggðir á þeim skjöldum sem þar voru um borð. Sam- starfsskóli í Svíþjóð mun smfða helming skjaldanna en hinn helmingurinn er settur saman hjá Iðnskólanum. „Við erum að nota þemadagana til að efna niður, setja saman og mála skildina," sagði Ástþór. Sigríður Kristín Sæmunds- dóttir er ein af þeim sem hann- aði skreytingar á skildina: „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Eg var í morgun að saga út efnið í skildina. Það verður gaman þegar íslendingur siglir með þá til Ameríku. Þá get ég sagt: Þetta er mitt verk. Eg gerði þetta.“ Galagreiðslur og förðun I hársnyrtideildinni var boðið upp á kennslu í galagreiðslum, förðun og hárþvotti. Oskar Björnsson, nemi í hár- snyrtingu var önnum kafinn við að greiða og snyrta: „Ég er eini strákurinn í fjórða bekknum á hársnyrtibraut Það er gott að vera með öllum stelpunum. Þetta er fínt nám, fjölbreytt og skemmtilegt. Maður umgengst mikið af fólki þannig að maður þarf alltaf að vera á Iéttu nótun- um. Þetta er fjögurra ára nám svo að ég er að útskrifast núna í vor. Þessir þemadagar eru flottir. Við erum í galagreiðslunum núna. Þetta eru fínar samkvæm- isgreiðslur sem eru eiginlega dottnar út. Svona greiðslur eru nær eingöngu keppnisgreiðslur í dag.“ Myndlist Helga Guðrún Helgadóttir myndlistarkennari hélt nám- skeið í grafíkaðferð: „Þetta geng- ur mjög vel. Ég er með áhuga- sama nemendur sem eru tilbún- ir til að gera tilraunir. Þetta byggist á þvf að þau prófa sig áfram í grafíkaðferðinni. Svo sjáum við hver útkoman verður." Hjörtur Skúlason, nemi f hönnunardeild, sat sveittur við grafíkina: „Þetta námskeið er rétt að byrja en það lítur vel út.“ Honum líkar vel við námið í Iðnskólanum: „Hönnunardeildin býður upp á alhliða nám í hönn- un og sköpun hluta úr ólíkum efnum. Þetta nýtist mér við að fá þekkingu á hinum fjölbreytta efnivið sem nota má við list- sköpun.“ Rær og rennismíöi „Okkar þema í dag er renni- smíði," sagði Ómar Ingason er okkur bar að garði á renniverk- stæði skólans þar sem Qöldi nemandi grúfði sig yfir renni- bekkina. „Þetta hefur verið mjög gott. Við höfum fengið góða til- sögn í þessu. Núna erum við að búa til ró.“ Ómar er ekki ókunnugur rennismíðinni: „Ég er nemi í grunndeild málmiðna. Klára á næstu önn. Þetta nám er mjög skemmtilegt. Eg mæli með því.“ Rafbfll Á einu af verskstæðum skólans voru nemendur að vinna hörðum höndum við smíði rafmagnsbíls. „Þetta er meira hvetjandi en að vinna við hefðbundnari verkefni," sagði Jens Karl Ágústsson nemi í vélvirkjun. „Þetta virkjar meira áhugann." Rafmagnsbíllinn sem er hann- aður og smíðaður frá grunni af nemendum og kennurum Iðn- skólans var smám saman að taka á sig mynd. Hann er á stærð við go-kart bíl og drifinn áfram af venjulegum bílarafgeymi. „Þetta gengur vonum framar,“ sagði Jens. „Smíði stýrisbúnaðar er lokið. Þá er hönnun drifbúnað- arins einnig lokið og verið er að vinna í að koma honum fyrir.“ Fjölbreytt nám Iðnskólinn í Hafnarfirði, sem nýlega flutti í nýtt og glæsilegt hús við Flatahraun, býður upp á fjölbreytt iðnnám. Meðal náms- brauta má nefna hönnun, hár- snyrtingu, útstillingu og tækni- teiknun auk hefðbundnari iðn- greina á borð við rafeindavirkj- un, málmiðnir, pípulagnir, múr- smfði, vélvirkjun og margt fleira. Þá býður skólinn upp á ýmis námskeið fyrir almenning. Um fjögur hundruð nemendur stunda nám við skólann, þar af er helmingurinn Hafnfirðingar. - ÚEH Ragnhildur Hauksdóttir, Halla Kristín Árnadóttir og Úskar Björnsson eru öll nemar á hársnyrtideild. Þau skemmtu sér vel við að greiða fínar galagreiðslur á þemadögunum. Myndlist lék stórt hlutverk á þemadögunum. íris Sigurðar- dóttir, Heiða Norðfjörð og Hjörtur Skúlason [við borðið] vinna hér með grafíkaðferðum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.