Dagur - 08.04.2000, Side 19

Dagur - 08.04.2000, Side 19
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 - 35 í lok október 1948 fór strandferða- skipið m/s Herðu- breið frá Reykjavík, austur og norður um land til Siglu- fjarðar og til baka aftur, með sólar- hríngs stoppi á Ak- ureyrí. í þessarí ferð hvarf pen- ingakassi í umsjá brytans með peningum og beindist grunur strax að áhafnarmeðlimum, sem af málavöxtum að dæma voru fullir nánast alla ferðina. Brytinn hafði einn herbergi niðri í skipinu og hafði lykil á sér, en tveir aðrir Iyklar gengu að herberginu og voru þeir ekki beint úr færi fingralangra. Meðal skipverja var vitað að margir lyklar skipsins gengu að fleiri en einni læsingu. Brytinn fór í Iand á Akureyri og læsti á eftir sér, en inni var læstur peningakassinn með í sér 1.800 krónur (um 30 þúsund á núvirði) auk skuldaviðurkenninga frá 5 skipverjum sem brytinn hafði lánað pen- ing. Við gefum þeim tilhúin nöín: Guðni, Jónas, Magnús, Ingvi og Bragi. Allir þessir menn höfðu nálgast Ián hjá brytanum í herbergi hans og vissu af peningakassan- um í skrifborðsskúffu brytans. Játning dregin til baka Skömmu eftir að brytinn kom aftur um borð varð hann þess var að peningakassinn var horfinn, en engin ummerki sáust um innbrot. Hvarf peningakassans var tilkynnt til rannsóknarlögreglu og beindist grunur að bátsmanninum Guðna. I lyrstu yfir- heyrslu neitaði hann að hafa tekið kassann og sagðist engar upplýsingar geta gefið. En í annarri yfirheyrslu breytti hann framburði sínum og sagðist vilja segja allan sannleikann. Sagði hann að hann hafí ver- ið búinn að eyða peningum sem maður á Þórshöfn hefði Iátið sig fá til áfengiskaupa og ætlað sér að hitta brytann til að fá lán. Hefði hann farið inn í ólæst og mannlaust herbergi brytans og þá flogið í hug að taka eitthvað af peningum skipsins. Hafí hann tekið 1.500 krónur í seðlum og horfíð á braut. Hann hafi verið einn að verki. Þarna virtist málið því upplýst og Guðni fór með skipinu í næstu ferð. En þegar hann kom til baka 12 dögum síðar fór hann á fund rannsóknarlögreglunnar og sagði að í þetta sinn vildi hann segja satt og rétt frá um þjófnaðinn í skipinu. Kastaðu kassanum í sjóinn Nú var frásögn Guðna á þessa leið: Hann hafi síðari hluta dags þess sem peningarnir hurfu farið niður í herbergi sitt og hafí þá Jónas og Bragi verið þar staddir að drekka úr brennivínsflösku sem hann átti. Bragi hafi brugðið sér frá og Jónas þá beðið hann að loka dyrunum. Hafí Jónas þá dregið peningakassa úr koju hans og skipað hon- um að fara út með hann og koma honum í sjóinn. Jónas hefði brugðist illa við spurn- ingum og ítrekað skipan sína. Guðni hafi þá stungið kassanum inn á sig, hlaupið með hann á þilfar og kastað honum í sjó- inn. Þegar hann hafí komið aftur í herbergið hafi Jónas fengið honum 500 króna seðil. Síðar hafi hann frétt af þjófnaðinum og áttað sig á því hvernig í öllu Iá. Rannsókn- arlögreglan yfírheyrði þegar Jónas, sem sagði þessa sfðari frásögn vera tilbúning einan. Þeir voru síðan samprófaðir fyrir lögreglurétti og héldu fast við framburði sína. Voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarð- hald og Bragi daginn eftir og síðan Magn- ús. Rannsóknin beindist að því að upplýsa hver af framburðum Guðna væri réttastur og hver í vitorði ef síðasti framburður Guðna væri sá rétti. Guðni stóð fast við sitt og greindi frá því að bæði hann og Jónas hefóu verið vel undir áhrif’um áfengis þeg- ar atburðirnir áttu sér stað. llann hefði verið búinn að eyða af peningum Þórs- hafnarbúans og beðið Jónas um lán, fengið neitun, en síðar um daginn fengið frá Jónasi 500 krónurnar. „Ég var einn af þeim“ Guðni sagði að tveimur dögum eftir að hann fleygði kassanum í sjóinn hefði hann hitt Jónas að máli í kortaldefa skipsins - og enn voru báðir undir áhrifum áfengis. Hefði Jónas skipað honum að þegja um málið. Enn hefðu þeir ræðst við daginn eft- ir og Jónas þá sagt honum að hafa ekki áhyggjur, aldrei kæmist upp hver hafi tekið peningana, en ef svo gerðist myndi hann bjarga málinu. Síðar var Guðni kvaddur til rannsóknarlögreglunnar og þá hafi Jónas sagt við sig að ef í hart færi ætti hann, Guðni, að taka á sig sökina, því hann, Jónas, þyrfti ekki annað en að tala við ákveðinn mann til að kippa þessu öllu í lag. Því fór það svo, sagði Guðni, að hann tók á sig sökina. Eftir þá játningu hafi hann farið að hitta Jónas og sá lofað aftur að kippa öllu í lag. Guðni lagði þunga áherslu á að Jónas segði foreldrum sínum ekki frá játningunni, sem hann lofaði. En þegar verið var að undirbúa skipið fyrir næstu brottför kom faðir Guðna um borð og hitti þá báða tvo - og spurði son sinn hvort rétt væri að hann hefði tekið peningakassann. Því hefði hann játað. Varstu einn, spurði faðirinn og þá hafi hann áttað sig á því að Jónas ætlaði að koma þjófnaðinum yfír á hann og hann því svarað: „Nei, en ég var einn af þeim.“ Þá hafði Jónas orðið reiður. „Þú ætlar þó ekki að fara að blanda mér inn í málið?“ Sakleysið þótti ekki sannað Framburður Jónasar fýrir dómi var auðvit- að á allt aðra leið, sem í grundvallaratrið- um gekk út á að neita allri sök. Guðni hafi einmitt, þegar hann var búinn að játa, beð- ið sig um að segja foreldrum sínum frá þjófnaðinum. Faðir Guðna bar að Jónas hefði sagt sér og konu sinni að Guðni hefði játað þjófn- aðinn á sig. Konan hafí þá sagt að það gæti ekki verið að sonur sinn hefði verið einn í þessu. „Hann játaði það á sig fyrir alla,“ hafi Jónas þá svarað. Svo hafí hann spurt son sinn hvort hann hafí verið einn í þessu og fengið neitun. Svo fór að í þjófnaðarmálinu var höfðað mál gegn Guðna einum. Orð voru á móti orði og taldi réttvísin sig ekki hafa nægar sannanir gegn Jónasi. Oþarfi er að fjölyrða um hvernig það mál fór, en í kjölfarið stefndi Jónas ríkinu og krafðist bóta vegna atvinnutjóns og miskabóta, alls um eina og hálfa milljón á núvirði. En bæði í undirrétti og Hæstarétti var talið að réttmætt hafi verið að úrskurða Jónas í gæsluvarðhald og að við réttarrannsókn hafi ósamkvæmni gætt um nokkur atriði í framburði hans. Ekki væri heldur fram komið það í mála- vöxtum að álíta mætti að Jónas væri sak- laus af afbrotinu, þótt honum hafi ekki verið stefnt. fridrik@ff.is SÖNN, DOMSMAL Fniörik Þór Guömundsson skrifar Fjölteflið. Sérstætt fjöltefli var haldið á Langjökli síðasta mánudag. Hvervar það sem þar telfdi við tíu manns? Bankamenn. í vikunni var kynnt sam- eining íslandsbanka og Fjárfestinga- banka atvinnulífsins og sjást hér þeir Magnús Gunnarsson formaður stjórn- ar FBA og Kristján Ragnarsson for- maður stjórnar íslandsbanka handsala samninginn. En hvað mun nýji bank- inn heita? Gils. Árið 1950 kom út hjá Valdimar Jóhannessyni forleggjara í Iðunni þók sem Gils Guðmundsson tók saman, en þetta var fyrsta bókin í röð margra bóka sem síðan hafa komið út, en þær hafa haft meiri áhrif á sagnfræðilega þekkingu þjóðarinnar en flestir trúa. Hverjar eru bækurnar? Botnvörpungur. Um miðja öldina var keyptur hingað til lands mikill fjöldi botnvörputogara, en það var hluti af nýrri stefnu sem mörkuð var í at- vinnumálum þjóðarinnar af þáverandi ríkisstjórn. Hvaða nafni öðru gengu þessir togarar undir? Útvarpsstjórinn. Hann var útvarps- stjóri á árunum 1953 til 1968 og mörgum eru enn í dag hugstæðir þeir áramótaannálar sem hann flutti þjóð- inni á gamlárskvöld. Hver var maður- inn og hver var bróðir hans, þekktur stjórnmálamaður? LAND OG ÞJOÐ 1. Hvað heitir fjallvegurinn milli Út-Hér- aðs og Borgarfjarðar eystri? 2. Fyrir um áratug kom út skáldsaga sem Thor Vilhjálmsson skrifaði en hún fjallaði um hið magnaða Sólborgarmál í Þistilfirði sem kom upp fyrir rúmri öld. Hvað hét sagan? 3. Eftir hverjum er Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók nefndur? 4. Hvar á Vestfjörðum er Borgarfjörður? 5. Á hvaða nesi er Stykkishólmsbær byggður? 6. Laufásvegur er ein af grónustu götum Reykjavíkur - en hún er kennd við húsið Laufás sem við hana stendur. Hver byggði húsið og við hvaða alþekkta stað norðanlands er húsið kennt? 7. Örn Arnarson orti frægt Ijóð um eina af frægustu hetjum Suðurnesjamanna sem Kristján hét - en af honum hefur og verið reist minnismerki í Keflavík. Hvað hét Ijóðið um þennan garp? 8. „Ástin hefur hýrar brár, / en hendur sundurleitar, / ein er mjúk en önnur sár, / en þó báðar heitar.“ Hver orti svo? 9. Hvað hét tíkin fræga sem Albert Guð- mundsson ráðherra átti og miklar deilur risu út af á þeim tíma sem hundahald í Reykjavík var bannað? 10. Hvert er hæsta fjall á Suðurlandi? skrifar •Qæq e -ui 999-\ ja uias jpijjofejjefjejXg ja ipuejjngns e jjefj ejsæjjj 4oj 'Áoirj -5 -pjofjpiajg jnqjnSiq '8 'Jnpujou eSajuiAæ issocj iddoj jba oas uo pigpfj jiiiolj jejq luel’iq • [_ -jnjsojd jba uueq uios jecj - pjoCjepíg piA jsejneg jiyo jujou jo pisnj-j -luuipjo e eunuous uuiæq 1 jling uueq jeSocj dnqsiq uoseujefg jnjjeqjpq ipSSÁq sejneq pjsnjq -9 -isausjpq -c, -unfqjjAjeqipfj/yj jnpuojs uueq piA So jepjefjjeujy epjefjuui jnjsjÁu jo jnpjofjjeSjog -p qpuej e Jpq sSnjj uinjppAquinjj je uuio jba uias joiqajejpqseq juÁssouueqof jopuexojy uinuSujpjjjSeqq jijjo jnpujou jo jiijjoa -SnjjsjopuexojY •£ ’JjpjS uuisouicjq 'Z •pjeqssuje/\ -j * -ejjoqQBj ‘uosejsig -q gjÁpj jba sueq Jjppjq 80 uossuqefqji/y -q jnuijefqji^ jba ejjoq * -euueSoAnuuiAje usiojpiA jijáj eSoj -qejsjos jps ijjioq 80 sjoqjþ sjbjq njsÁjoj Jipun ^pgj jij ppfjj 1BS 11135 ‘sq>I0RngÁ<ÍIVejsijejsos ‘sqqogsjpæjsjjefq ujofjs ‘juuiujpfjsjeundoqsÁu jjjjo jjpujou jjocj njoA 80 ejeSoj -jeundoqsÁu uin gejej jba ueuje'fQ * -jeqqo ujpjQ juujpojjjj 1 jeujnqæq jo ejjoq 4 ygg - jqueqspuejsj ^-jjqojSueq e jyojjpfj epæjsjps ejjocj jpjjoj cuos Aojcdsexj ujbq jba peq # u°Aq

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.