Dagur - 17.10.2000, Page 1

Dagur - 17.10.2000, Page 1
Þridjudagur 17. október 2000 Sparisjóðirair á leið í hlutafélag Lagafnunvarp á leið- iiuii sem gerir spari- sjóðimum kleift að sameinast. Hlutafé- lagsformið heppileg- ast fyrir sparisjóðiua segir Guðmuudur Haukssou Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra sagði á fréttamanna- fundi sl. föstudag að í undirbún- ingi væri að leggja fram laga- frumvarp sem gerði sparisjóðun- um í landinu kleift að sameinast í hlutafélag og þá jafnvel með fleiri fjármálastofnunum. Greini- legur vilji er hjá sumum ráða- mönnum sparisjóðanna til að kanna málið og hefur nefnd ver- ið að störfum í sumar að kanna með hvaða hætti hægt er að brey- ta sparisjóðunum í hlutafélag. Hallgrímur Jónasson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Vélstjóra, sagði að það væri nokkuð flókið mál að breyta sparisjóðun- um í hlutafélag. Hann sagði að nefnd hefði starfað í allt sumar en þó væri ekki búið að setja punktinn fyrir aft- an það starf. „Sparisjóðirnir eru svo misjafnir að stærð og uppbyggingu. Sumir eru með urmul af ábyrgðarmönnum meðan aðrir eru með örfáa. Sumir sparisjóðanna eru með stærstan hluta af eigin fé, sem hefur komið frá rekstri í gegnum tíðina. Aðrir eru svo með meiri- hlutann fjármagn frá ábyrgðar- mönnum. Vegna þess hvað þetta er allt ólíkt er afar erfitt að koma þessu heim og saman. En ég er sannfærður um að menn hafa áhuga á að skoða þessa hluti,“ segir Hallgrímur. Hann segist alls ekki vera smeykur við fyrirhugaða samein- ingu bankanna. Hann segir hana skapa spari- sjóðunum ákveðin sókn- arfæri. „Það er fjöldi manns sem vill heldur skipta við minni stofnanir, þar sem öll afgreiðsla er per- sónulegri og hver og einn viðskiptavinur skiptir máli,“ segir Hall- grímur Jónsson. Hlutafélagsfonnlð heppilegast Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON segir að sparisjóðirnir hafi alla tíð kapp- kostað að hafa sem best samstarf sem hafi að sjálfsögðu tekið breytingum í gegnum tíðina. Hann bendir á að þeir hafi kom- ið sér upp neti af dótturfélögum til þess að vera færir um að bjóða sem besta þjónustu. Þetta sam- starfsnet hafi gert sparisjóðun- um kleift að vera samkeppnis- hæfir við bankana. „Við erum enn að þróa þetta samstarf okkar og sfðan er verið að skoða möguleikann á því hvort eitthvert annað rekstrar- form henti okkur betur. Meðal annars hlutafélagsformið í stað þess að nota þetta hefðbundna form sem sparisjóðirnir byggja sinn rekstur á. En það er ekki komin niðurstaða í það mál og því of snemmt að segja til um hvaða stefnu málið tekur. Ég tel að málið hafi ekki fengið nægi- lega kynningu meðal sparisjóð- anna til þess að hægt sé að spá um hver vilji þeirra er. Eg per- sónulega er mjög hlynntur því að sparisjóðirnir verði sameinaðir í hlutafélag," segir Guðmundur. Hann segist vera sannfærður um að hlutafélagsformið væri heppileg leið fyrir sparisjóðina vegna þess að það myndi gera þeim kleift að sækja sér meira eig- ið fé. Hann segist sannfærður um að það sé ekki til betra form fyrir sparisjóðina en hlutafélagsformið. Sjá einnig blaðsiðu 5 -S.ÐÓR Guðmundur Hauksson, sparí- sjóðsstjórí Spron Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Hrein fjarstæða Sú orðrómur hefur gengið um þjóðfélagið að Halldór Asgríms- son, formaður Framsóknar- flokksins, sé að hætta í pólitík og muni taka við sem banka- stjóri hins nýja sameinaða banka sem stefnt er að um ára- mót. Meira að segja skýrði DV frá þessu í slúðurdálkí blaðsins, Sandkorni, í gær. Halldór var spurður um þetta mál. „Þetta hefur aldrei verið nefnt. Aldrei. Þessi saga er hrein Ijarstæða. Ég hef oft þurft að búa við ótrúlega skáldsagna- hæfileika í fjölmiðlum, sem ég hafði haldið að væri ekki hlut- verk þeirra,“ sagði Halldór As- grímsson.-S.dór Landsþing kirkjiumar Biskup íslands sagði í ávarpi sínu við setningu kirkjuþings í gær að kirkjan væri í kreppu um þessar mundir. Fólk hefði lýst vonbrigð- um yfir kirkju sem væri íjarri þeim háleitu markmiðum sem hún vinnur að. Oft virtist tungu- tak kirkjunnar, orðfæri og tján- ingarform fjarlægt samtímanum, og kirkjan ekki í takt við tíman- um. En kreppan væri einnig tækifæri og köllun til dáða, til að sækja fram sem kirkja með ís- lenskri þjóð í bæn. I því sldni væri boðað til Landsþings kirkj- unnar um Jónsmessuna á sumri komanda. „Þjóðkirkjan hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Engin stofnun á lslandi getur sýnt fram á annað eins samhengi í þjóðarsögunni og kirkjan. Þjóð- kirkjan vill standa vörð um það, um leið og hún mætir trúarþörf samtímans með næringu hins heilnæma orðs fagnaðarerindis- ins,“ sagði biskup Islands. Karí Sigurbjörnsson biskup ávarpar Kirkjuþingið í gær. Áætlaður kostnaður vegna stækkunar verksmiðju Norður- áls á Grundartanga úr 90 þús- und tonnum í 240-300 þúsund tonn er talin verða um 45-50 miljarðar króna. Tómas M. Sig- urðsson framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs fyrir- tækisins hendir á að Columbia Ventures sé m.a. nýbúið að selja verksmiðjur sem það átti f Bandaríkjunum, auk þess sem eigið fé Norðuráls sé mjög hátt. Af þeim sökum sé innistæða fyr- ir þessum framkvæmdum og því tækifæri til að nýta það til upp- byggingar á svæði félagsins við Grundartanga. Þá segist hann ekki vita annað en að stækkunin eigi að rúmast innan núverandi aðal- og svæðisskipulags á Grundartanga. Hins vegar gæti þurft að breyta deiliskipulagi. Sjd jréttaskýringu á blaðstðum 12-13 Sími 530 2800 www.ormsson.is DEH-P3100-B • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.