Dagur - 20.01.2001, Qupperneq 21
21 - LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001
RAÐAUGLÝSINGAR
n
S T Y R K I R
ívrópsY'-
Landsnefnd um Evrópskt
tungumálaár 2001
Styrkir ESB til verkefna á
Evrópsku tungumálaári 2001
Landsnefnd um Evrópskt tungumálaár 2001 vekur
athygli á að síðari umsóknarfrestur um styrki
framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til verkefna
á tungumálaárinu er 15. febrúar n.k. Styrkupphæðin
getur orðið mest 50% af styrkbærum heildarkostnaði
við verkefni. Styrkupphæðir nema 10.000-100.000
evra (u.þ.b. 800.000-8.000.000 kr). Forgang hafa
m.a. verkefni sem ná til fleiri en eins lands. Þeir sem
geta sótt um styrki eru mennta- og
menningarstofnanir, stofnanir og samtök á vegum
bæjar- og sveitarstjórna, frjáls félagasamtök,
rannsóknarstofnanir, aðilar vinnumarkaðarins og
fyrirtæki. Skilyrði fyrir styrkveitingu eru m.a. að
verkefnið, sem sótt er um styrk til, sé unnið á
tímabilinu 1. júní til 31. desember 2001 og að það
fullnægi vissum skilyrðum sem Evrópusambandið
hefur sett.
Vakin er athygli á að upplýsingar um Evrópskt
tungumálaár 2001 er að finna á heimasíðu
menntamálaráðuneytisins: www.mrn.stjr.is.
Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB um
tungumálaárið er:
http://europa.eu.int/comm/education/languages/acti
ons/year2001 .html. Þar er m.a. að finna
umsóknareyðublöð fyrir styrkina.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá
verkefnisstjóra Evrópsks tungumálaárs 2001,
Jórunni Tómasdóttur, sími: 560 9500, netfang:
jorunn.tomasdottir@mrn.stjr.is og hjá Maríu
Gunnlaugsdóttur, deildarsérfræðingi í
menntamálaráðuneytinu, sími: 560 9500,
netfang: maria.gunnlaugsdottir@mrn.stjr.is.
Umsóknum ber að skila til ofangreindra.
Landsnefnd um Evrópskt tungumálaár 2001
16. janúar 2001
Y M I S L E G T
VIIMIXIUIVIÁLA
STOFIM LJIM
Verkþjálfunarsetur ?
húsnæði óskast.
Óskum að taka á leigu atvinnuhúsnæði 500 -
600 fm. sem hýsa mun verkþjáifunarsetur fyrir
ungt fólk. Húsnæðið þarf að vera með
aðkeyrsludyrum og vera möguleiki á að setja
upp kennslu- og vinnustofur og
nemendaaðstöðu.
Tilboð berist til Margrétar Kristínar
Gunnarsdóttur hjá Vinnumálastofnun,
Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu, 150 Reykjavík,
fyrir 25. janúar. Hún veitir jafnframt frekari
upplýsingar ef óskað er í síma 515-4800.
Vinnumálastofnun.
A T V I N N A
Leikskólar
Hafnarfjarðar
Leikskólakennarar óskast til starfa
Vesturkot
Lögð er áhersla á einfaldleika, einbeitingu, frið og festu
í umhverfinu.
Einnig laus staða aðstoðarleikskólastjóra. Upplýsingar
gefur leikskólastjóri í s. 565-0220.
Hvammur
Lögð er áhersla á leik, hreyfingu og tónlist. Upplýsingar
gefa leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri í s. 565-
0499.
Hlíðarberg
Lögð er áhersla á frjálsan leik og hreyfiuppeldi.
Sérstök áhersla er á samstarf leik-og grunnskóla.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í s. 565-0556.
Nýr leikskóli v/Háholt
Lögð verður áhersla á að efla hugmyndaflug og
sköpunargáfu barnanna og að
þau fái tækifæri til að endurskapa reynslu sína í
gegnum leik.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í s. 860-8598 eða
585-5800.
Einnig veitir leikskólafulltrúi upplýsingar
í s. 585-5800.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
launanefndar sveitarfélaga og FÍL/STH.
Vakin er athygli á því að ef ekki tekst að ráða
leikskólakennara í stöðurnar kemur til greina að ráða
fólk með aðra uppeldismenntun eða reynslu.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði
Fjölbrautarskóli
Suðurlands
Kennsla
Laus eru til umsóknar tvö hlutastörf á komandi vorönn í
Fjölbrautaskóli Suðurlands. Annars vegar er um að
ræða hálft starf í ferðagreinum og hins vegar vegar
stundakennsla í rekstrargreinum í meistaraskóla.
Nánari upplýsingar veita skólameistari og
aðstoðarskólameistari í síma 482-2111. Umsóknir
berist skólameistara eigi síðar en 26.janúar ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf.
Skólameistari.
TIL SttLU
Eigum nýja Polaris
VÉLSLEÐA
til afgreiðslu strax:
INDY XCF 440 55 hö. árg. 1999 á kr. 668.665,-
INDY 500 75 hö. árg. 1999 á kr. 682.300,-
INDY XC 700 125hö. árg. 1999 á kr. 865.200,-
INDY Sup.Sport 65 65. hö. árg. 2000 á kr. 659.485,-
INDY 340 DL 45 hö. árg. 2000 á kr. 574.400,-
INDY Sport Tour 65 hö. árg. 2001 á kr. 723.670,-
Árs ábyrgð. Einnig vandaður vélsleðafatnaður og
fleira, svo sem hjálmar, hanskar og skór.
ÁSGEIR EINARSSON EHF. Kópavogi.
Sími 564-4580 FAX 564-4581
U T R 0 Ð
UTBOÐ
i
F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í
svart pípuefni og tengistykki vegna lagna við 4. áfanga
gufaðveitu og skiljustöð.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar.
Opnun tilboða: 7. febrúar 2001, kl. 11:00 á sama
stað.
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er
óskað eftir tilboðum í endurmálun í ýmsum fasteignum
Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á kr.1000,-
Opnun tilboða: 7. febrúar 2001, kl. 14:00 á sama
stað.
F.h. Strætisvagna Reykjavíkur er óskað eftir
tilboðum í 25 fullbúna lággólfsstrætisvagna.
Allt að 19 vagnar 12 m langir, þar af 2 metanknúnir.
Einnig 6 vagnar, 9 m langir.
Útboðsgögn sem eru á ensku fást á skrifstofu okkar.
Opnun tilboða: 20. mars 2001 kl. 11:00 á sama
stað.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sími 552 5800
Bréfsími 562 2616/561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang:
www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079
Hafnarfjarðarbær
Útboð
Bókasafn Hafnarfjarðar,
Strandgötu 1
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í
að endurinnrétta Strandgötu 1, fyrir
starfsemi Bókasafns Hafnarfjarðar.
Verkið miðast við fullfrágengið húsnæði
og felur m.a. í sér eftirfarandi:
- Rif, múrbrot og endursteypur í núverandi
húsnæði.
- Styrkingu milligólfa með stálbitum.
- Endurinnréttingu húsnæðisins með
tilheyrandi milliveggjum, loftaklæðningum,
gólfefnum, innréttingum, lagna-, loftræsti-
og raflagnavinnu.
- Gerð nýs stigahúss að austanverðu og
kjallaratrappa að norðanverðu.
Núverandi húsnæði er á fjórum hæðum og
er alls brúttó um 1422 m2 og 4.820 m3 og
nýtt stigahús verður á fjórum hæðum og
verður alls brúttó um 97 m2 og 346 m3.
Verkinu skal vera iokið að fullu
31. ágúst 2001.
Útboðsgögn eru seld á kr. 7000 og fást
afhent á skrifstofu umhverfis- og
tæknisviðs, Strandgata 8-10, Hafnarfirði.
Tilboð verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 6. febrúar 2001,
kl. 11.00
Bæjarverkfræðingurinn
í Hafnarfirði.