Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 03.02.2001, Blaðsíða 6
M <L LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 2001 „Þetta ber alltafað dyrum hjá mér: að maður verði að nýta tímann, að enginn sé eilífur og það þýði ekkert að segjast ætla að gera hlutina seinna." myndir: gva Sýningar á Sniglaveisl- unni, leik- gerð eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, eru hafnar á Akureyri. í viðtali ræðir Ólafur Jó- hann meðal annars um skáldskap, vinnuaðferð- ir sínar, lífsviðhorf og næstu bók. - Þú hefur skrifað skáldsögur, smásögur og leikrit. Er eitthvert form sem þérfinnst skemmtilegra að glt'ma við en annað? „Þau eru öll skemmtileg, hvert á sinn hátt og uppfylla mismun- andi hlutverk og maður leitar í það form sem hentar og hæfir efniviðnum. Eg hef mest fengist við skáldsagnaformið en hef alltaf skrifað smásögur til hliðar. Eg fékk hugmynd að leikriti þeg- ar ég var að skrifa Slóð fiðrild- anna og hvíldi mig á henni í nokkrar vikur. Þá skrifaði ég leikrit á sex vikum og sú hug- mynd hefði einungis virkað sem leikrit. Það má segja að ég skipti mér á milli þessara forma en skáldsagan er það form sem er kröfuharðast og erfiðast að fást við.“ - Yrkirðu ekki eitthvað Itka? „Það fyrsta sem birtist eftir mig var Ijóð í Tímariti Máls og menningar þegar ég var fjórtán ára. Eg hef alltaf ort og á ljóð í skúffum. En maður leyfir ljóða- gerðinni líka að rata inn í prós- ann eins og til dæmis í Slóð fiðr- ildanna þar sem lýríkin fékk ansi víða að ráða ferðinni, og hún gerir það ekki síður í þeirri bók sem ég er að skrifa núna.“ - Stendur til að gefa út Ijóða- hók? „Hugsanlega þegar fram líða stundir." - Heldurðu að áhrif frá öðrum listformum, eins og kvikmynd- um, tónlist og myndlist séu um- talsverð t verkum þtnum? „Ég held það. Fólk af okkar kynslóð hefur orðið fyrir áhrif- um af kvikmyndum, við munum eftir fyrstu Hitchcock myndinni rétt eins og við munum eftir því hvenær við lásum Ulysses fyrst. Frásagnarháttur kvikmynda hef- ur haft áhrif á mig, hvernig sem þau áhrif svo birtast. Ahrif koma örugglega líka frá tónlist og myndlist. Ég hcf alltaf haft mik- inn áhuga á hvoru tveggja, en „Þörfin fýrir að skrifa var alltaf þarna. Áður fýrr réði ég mér ekki eins mikið og ég geri núna. Núna hef ég ekki við neinn að sakast nema sjálfan mig ef ég bý ekki til þann tíma sem ég þarf. Það er al- veg klárt mál að önnur vinna verður að lúta fyr- ir skriftunum." áhrifin frá kvikmyndunum eru sennilega greinilegust. Og svo rennur þetta allt saman í kokteil sem maður getur ekki skilgreint sjálfur." - Þú hefur sinnt ttmafrekum störfum jafnframt skriftum, en efurðu einhverjar vinnuvenjur við skriftir? Finnst þér til dæmis betra að skrifa á einhverjum ein- um tíma sólarhrings en öðrum? „Síðustu árin hafa önnur störf vikið fyrir skriftunum. Það sem ég geri í hinni vinnunni geri ég yfirleitt þegar ég er búinn að skrifa. Mér finnst Iangbest að skrifa á morgnana, er yfirleitt sestur við milli sjö og hálfátta. Mér finnst gott að ná fjórum tímum í skriftir. Eftir þann tíma er ekkert meira að hafa og þá finnst mér ágætt að fara úr húsi og^era eitthvað annað. Ég skrifa um það bil fimm daga í viku núna. Mér finnst gott að hvíla mig í tvo daga í miðri viku, en ég skrifa alltaf um helgar. Stundum hreinrita ég seinni partinn eða undir kvöld. Síðan sest ég oft niður á kvöldin með nótubókina áður en ég fer í svefn og krota smá hugmyndir fyrir næsta dag. Ég reyni að ljúka deginum þannig að ég sé ekki búinn að þurrausa mig, það sé eitthvað sem ég þurfi að byrja á morguninn eftir. En um leið veit maður að þegar maður sest við morguninn eftir þá hefur heilinn verið að vinna og fram- haldið verður ekki nákvæmlega eins og maður hélt daginn áður.“ Fyrirhöfn og náðarstundir - Gerirðu sérstakt planfyrir hvert verk þar sem þi't skrifar til dæmis hjá þér einkenni á persónum og selttr niður atburðarás? „I rauninni ekki. Það gerist allt í hausnum og ferlið er yfir- leitt nokkuð langt, eins og gerð- ist til dæmis með Slóðina. Aðal- persónan Ásdís var mörg ár að mótast í höfðinu og sömuleiðis framvinda og bygging sögunnar en þegar ég settist niður til að skrifa þá var grindin komin. Mörgum árum áður hafði ég skrifað einn kafla sem er í miðri bókinni, hann er Iýsing á þvf þegar Dísa fer í viðtal hjá tilvon- andi vinnuveitanda á Fjólu- götu.“ - Trúirðu á innblástur? „Innblástur í mínum huga er í hlutfalli við það sem maður er búinn að hafa fyrir hlutunum. Ef maður er að leggja sig fram og einbeitir sér þá veitist manni það sem ég vil kaila náðarstund- ir. Hlutirnir veitast manni léttari og maður fær hugmyndir sem geta skipt sköpum. Náðarstund- irnar eru sem betur fer margar og eru afleiðingar fyrirhafnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.