Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 3
Jkgur-®mTmit Laugardagur 15. mars 1997 - 15 Engin rit- laun norð Eru rithöfundar deyjandi stétt á Akureyri? Það er íþ.m. aðeins einn Akureyringur skráður sem skáldsagna- og Ijóðahöfundur í tali Rithöfundasambandsins. Er stéttin öll farin suður vegna þess að rithöfundalaun fá menn ekki efþeir búa fyrir norðan? að er spennandi að tala um rithöfundamálin hérna því samkvæmt upp- lýsingum frá Menntamálaráðu- neytinu hafa skáldsagnahöf- undar frá Akureyri ekki fengið ritlaun til ritsmíða í mörg ár,“ segir Lárus Hinriksson, sem er eini Akureyringurinn sem skráður er sem skáldsagna- og ljóðahöfundur hjá Rithöfunda- sambandinu. „Ég fæ t.d. alltaf neitun og manni er farið að skiljast á ráðuneytinu að listamannalaun fari bara ekki til Akureyrar og þetta á við um allar hstgreinar. Mér finnst þetta sjónarmið rangt og held að okkar ágætu stjórnmálamenn ættu að íhuga hvort við eigum ekki inni hjá sjóðnum. Miðað við höfðatölu eigum við margra ára lista- mannalaun inni.“ Gleymda stéttin Hjá Rithöfundasambandinu eru 12 Akureyringar skráðir en Lárus er sá eini sem er skráður skáldsagna- og ljóðahöfundur. „Ég er búinn að lifa og hrærast í menningunni hérna í mörg ár og ég held að rithöfundar hér hafi hreinlega gleymst. Hér er fínn myndlistarskóli sem hjálp- ar myndlistinni en það er t.d. enginn rithöfundur í menning- armálanefnd.“ Lárus vill að Akureyrarbær styrki rithöfunda meira og þá á svipaðan hátt og þegar keypt eru myndlistaverk. „Hví ekki að kaupa þrjá mánuði í rithöfundi það myndi styrkja ritlistina verulega. Svo er annað, Davíð Stefánssyni er hampað fyrir sunnan í stað þess að við veit- um Davíðspennann hérna. Það er ekki nóg með að endurnýjun sé engin, gullmolunum er hampað annars staðar." Eilífar Nonnabækur „Það er erfitt að gefa út. Ég hef ekki talað við útgefendur fyrir sunnan því ég vil að bækurnar mínar séu gefnar út hér á Ak- ureyri. Þessi bókmenntategund sem ég fæst við, vísindaskáld- sagan, er spennandi en ótrú- lega fáar bækur þeirrar teg- undar eru gefnar út. Það sem gæti hjálpað væri að styrkja vasabrotsútgáfu, það er lenska á íslandi að gefa allt út í falleg- um kiljum. Þessi jólabókaímynd lamar bókaútgáfuna og ritlistin þróast ekki. Þegar Þjóðverjar koma hingað eru það enn Nonnabækurnar sem þeir eru að tala um. Lárus hefur gefið út tvær skáldsögur, Gátuhjólið sem nú er búið að þýða yfir á ensku og Lúpína, auk þess sem hann hef- ur gefið út eina ljóðabók. -mar Leikhúskór Leikfélags Akureyrar telur um 20 manns en hann var stofnaður fyrir þrem- ur árum. Þetta er merkilegasti kór og eini fasti leikhúskórinn í Evrópu að sögn Guð- laugar Hermannsdóttur kórsfélaga. Markmið kórsins hefur frá byrjun verið að kynna leikhústónlist og eins þurfti Leikfélagið á fram- bærilegum leikhúskór að halda. „Það hafði lengi verið draumur okkar að koma þessari frábæru leikhústónlist á framfæri. Það þarf leikhúskór og einkum þá í sambandi við óperettur, söng- leiki og jafnvel óperur. Maður verður nú að láta sig dreyma um framþróun í þessum mál- um,“ segir Guðlaug. Nú er aðalmálið hjá kórnum að halda áfram og þessa dag- ana er verið að æfa konsert- uppfærslu á My fair Lady auk þess sem sýningar á Kossum og kúlissum, æfmælisdagskrá LA, standa yfir. Þá er kórinn tilbú- inn með Broadway-syrpu. „Við erum komin á skrið og þá má ekki stoppa, hvort sem það verða söngleikir hjá Leikfé- laginu eða ekki ætlum við að halda áfram." Hver er munurinn á því að vera í leikhúskór og venjulegum kór? íyaB ^1-4 ' % ' % < m ^ ** Leikhúskórinn í afmælisdagskránni Kossum og kúlissum, sem sýnt er í tilefni af því að 90 ár eru frá því að Sam- komuhúsið var vígt. Sýningin er ofin úr söngvum og stuttum leiknum atriðum þar sem saga Leikfélags Akureyrar er rifjuð upp. „Leikhúskórinn er allt öðru- vísi, hann verður að geta hreyft sig á sviði og leikið. Maður hef- ur heldur ekki stjórnanda á sýningum og því verða menn að vera alveg klárir á öllum inn- komum og slíkt. Það er mun erfiðara að ganga um og jafnvel dansa um leið og maður syngur og síðan getur verið erfitt að halda þéttleika í röddunum þegar þær eru dreifðar um allt svið.“ -mar Framsóknarvist Þriggja kvölda keppni hefst miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30 í starfsmannasal KEA, Sunnuhlíð. Annað spilakvöld 2. apríl og þriðja spilakvöld 16. apríl. Kvöldverðlaun og aðalverðlaun. Allir velkomnir. V Framsóknarfélag Akureyrar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.