Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 11
II Jlagur ^mttmt 'rfri (77T+ + Laugardagur 15. mars 1997 - 23 ^agur-dltmmn Ég hef aldrei skilið þegarfólk, sem er að reyna að borða hollan mat, barmar sér yfir því að mega ekki borða rjómasósur og feitt smjör eða smyrja þykku lagi af smjöri á brauðið. Fyrir mér er þetta engin freisting. Allt öðru máli gildir um kökurnar, sœta- brauðið og súkkulaðið. Þar er ég í vondum málurn. Bara það að finna mynd með þessum pistli var hin versta raun. Auðvitað var kjánalegt af mér að velja seinni hluta dags, einmitt þegar garn- irnar gauluðu sem mest, til þess að fletta í gegnum blöð sem voru yfirfull af myndum af gómsætum tertum, dísætum smákökum og fleira góðgæti. En svona er maður nú stundum vitlaus! En það er þetta með fituna og sykurinn. Ég hef hitt svo marga sem segja að þeim sé al- veg sama þó þeir sleppi sælgæti og öðru sem í sé sykur en fái þeir ekki rjómasósur á kjötið og smjör á fiskinn sé allt alveg ómögulegt. Það er einmitt út af þessu sem ég set spurningar- merki þegar fólk dæmir fíknir annarra með mikilli hörku. Það sem einum finnst vera freisting finnst þeim næsta ágætt að sleppa. Þetta gildir reyndar um margt annað en mat. Reyking- ar, víndrykkja, kynh'f, spilafíkn. Þær eru óteljandi lystisemdir lífsins sem geta orðið að löstum séu þær stundaðar í óhófi (þó margar þeirra séu ómissandi í svona mátulegum skömmt- um!!). En það er auðvitað htið mál að sitja út í horni, úða í sig súkkulaði eða skófla í sig feitu Auður Ingólfsdóttir skrifar kjöti með rjómasósu og furða sig í leiðinni á heimsku manns- ins við næsta borð sem reykir hverja sígarettuna á fætur ann- arri. Matur eða ekki matur Um daginn var ég skömmuð fyrir það að vera alltaf að skrifa um eitthvað allt annað en mat í þessum pistlum, sem þó eiga að heita matarpistlar. Það er því eins gott að snúa sér aftur að upphaflega umræðuefninu, nefnilega súkkulaði og sæta- brauði. Málið er að ég hugsa bara ekkert mjög oft um mat án þess að það tengist einhverju öðru í mínu lífi. Mér er t.d. ómögulegt að borða lakkrís- draum án þess að mér detti í hug löngu frímínúturnar í menntó. Kleinur minna mig alltaf á ömmu Sigrúnu sálugu. Fílakaramellur og Mozartkúlur vekja upp skemmtilegar minn- ingar um sjoppuferðir okkar Gunnu vinkonu minnar, og marengsbotnar fá mig til að hugsa um púðursykurskökuna hennar Ástu frænku. Varla má minnast á orðið „jarðarberja- kaka“ án þess að minningar- brot úr Þýskalandsför komi upp í hugann og áfram mætti telja. Þannig blandast þetta allt sam- an, maturinn, minningarnar og fólkið sem ég umgengst, og mynda saman fíngerðan og flókinn vef tilveru minnar. Uppskriftin af kökunni sem myndin er af er svo seinleg að meira að segja sykurfíklar eins og ég myndu aldrei nenna að búa hana til. En ég fann aðra sem er aðeins léttari og örugg- lega mjög góð þó mér finnist Hverjir fá vatn í munninn? Þá eigum við eitthvað sameiginlegt! 1 kakan á þeirri mynd ekki alveg jafn freistandi. Þar sem hér er ekki meira pláss verða lesendur að fletta yfír á næstu síðu hafi þeir áhuga á að vita hvernig á að búa til súkkulaðihnetubita. Nammi, namm. np #1 Lei eimilis- hamið Sunnudagsdesertinn Bóndadóttir m/blœju 500 g epli 1 dl vatn 5 dl rifið rúgbrauð 1 dl sykur 50 g smjör 2 dl jarðaberjasulta 1 peli rjómi (2 1/2 dl) 50 g súkkulaði Eplin eru skræld, kjarnar teknir úr og soðin með vatninu þar til þau eru mjúk og þau músuð, brögðuð til með sykri og kæld. Rifið rúgbrauðið og sykurinn ristað saman með sykrinum á pönnu. Það kælt. 'A af rúgbrauðsblöndunni sett í botn á glerskál, þar yfir epla- mauk, þar næst rúgbrauðs- blanda og svo sultutau (jarðar- berja- eða tyttuberjasulta), þar næst rúgbrauð. Rjóminn þeytt- ur og settur efstur í skálina og rifnu súkkulaði stráð yfir. Enskar tebollur m/fyllingu Blandið saman 300 g hveiti (5 dl) og 2 tsk lyftiduft. Myljið 125 gr. af smjöri saman við hveitið. Bætið 4 msk. af sykri, 50 g af söxuðu súkkulaði og 50 g af rú- sínum útí. 1 dl af mjólk hrærð- ur saman með 1 eggi og hrært út í. Hnoðið deigið saman með ca. 25 g hveiti. Deigið flatt út í 2-3 sm þykkt og stingið út kringlóttar kökur. Bakið boll- urnar við 200° í 15-20 mín. Það verða ca 15 bollur. Fiskur í karrý 1 k ýsu, þorsk eða rauðsprettu- flök sett í eldfast mót, vel smurt. 2 rauðar paprikur, skornar í mjóar ræmur, settar yfir fiskinn. Bræðið 2 msk. smjör í potti, bætið 'A msk. af karrý þar út í. Látið 2 msk. af hveiti út í smjörið og bakið upp sósu með 2 dl mjólk og 'A dl. rjóma. Látið krauma saman smá stund, bragðið til með salti og pipar. Hellið karrýsósunni yfir fiskinn í mótinu og látið nokkrar smjörklípur ofan á. Eldfasta mótið sett í ofn við 200° í ca 30-40 mín. Borið fram með soðnum kartöflum og/eða (soðnum) hrísgrjónum og græn- metissalati. Amerísk ostakaka 12 hafrakexkökur 3 msk. púðursykur 75 g brætt smjör Fylling: 400 g rjómaostur 4 egg 100 g sykur Rifið hýði af 'h sítrónu 2 msk. sítrónusafi 1 tsk. vanillusykur, kanill 2 dl sýrður rjómi Kexið er mulið í plastpoka með kökukeflinu. Blandið sam- an með sykrinum og brædda smjörinu, sett í kringlótt form og þrýst upp með börmum mótsins. Rjómaosturinn, sí- trónurasp og safi þeytt saman, eggjunum bætt út í einu í senn. Helhð hrærunni ofan á kex- mulninginn og kakan bökuð við 175° í ca. 35 mín. Sýrði rjóminn er hrærður með vanillusykrin- um og smávegis kanil og því hellt yfir kökuna og hún bökuð áfram í nokkrar mín (ca 5-10 mín.). Kakan er svo skreytt með ávöxtum. Kartöfluréttur Einfaldur og góður 1 kg kartöflur 300 . beikon í þunnum sneiðum 150. rifinn ostur pipar og örl. salt Beikonsneiðar settar á botn eldfasts móts. Kartöflurnar skrældar og skornar í þunnar sneiðar og sneiðum raðað ofan á beikonið, stráið osti yfir, pipar og salt. Aftur kartöflur og ost og beikonsneiðar settar yfir síð- ast. Álpappír settur yfir mótið og það sett í ofninn við 200° í ca l'h klst. Hafið blandað græn- metissalat með. I

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.