Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 19

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 19
iOagnr-ÍEímtmt Laugardagur 15. mars 1997 - 31 m m Ot Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson Nick Cave fékk góða dóma fyrir nýju plötunaThe boatmans call. „Bátmannskall" frá Nick Cave Nick Cave, sá rámi söngvari og sér- stæði tónlistarmaður, hefur átt ágætu fylgi að fagna í seinni tíð. Síðasta platan hans, Murder ballads, sem eins og nafnið gefur til kynna hefur yfir sér dökkt yfirbragð texta af manns- látum, seldist ágætlega er hún kom út 1995 og fékk mjög góða dóma. Þá varð lagið, Where the wild roses grove, sem Cave söng með löndu sinni Kylie Minogue, sérstaklega vinsælt. Ásamt hljómsveit sinni, The bad seeds, er Cave nú rétt búinn að senda frá sér nýja plötu og kallast hún The boatmans call. Þar er kappinn sem oft fyrr nokkuð hægfara, en jafnframt svo innilega seiðandi og þunglyndislegur. Má segja um Cave líkt og menn á borð við Tom Waits, Lou Reed, Leonard Cohen og fleiri, að hann sé fyrst og síðast túlkari, sem fólki líkar vel eða alls ekki. Eru dómar, sem nú hafa verið að birtast um plötuna í hinum ýmsu tónlistartímaritum, flestir jákvæðir og jafnvel fær hún bestu mögulegu dóma í ritum á borð við hið virta Melody Ma- ker. Nick Cave kom fyrst fram fyrir um 14 árum eða svo með The bad seeds, en einnig hafa bakhjarlar hans kallast Cavemen (undir Cavemen-nafninu voru hjálparkokkar kappans t.d. þegar hann kom fyrst fram í Bretlandi) Var það í Þýskalandi sem sem upphafið lá, en Nick Cave er hins vegar ættaður frá Eyjaálfu. Lygasögu líkast Hún var aðeins 30 ára að aldri þeg- ar hún lést í sviplegu flugslysi ár- ið 1963. Þrátt fyrir þennan unga aldur var hún orðin ein vinsælasta söng- kona sveitatónlistarinnar sem sögur fara af, ef ekki bara sú allra vinsælasta og besta. Hún hefur fyrr og síðar verið dýrkuð í Bandaríkjunum og víðar um heim fyrir sína háu og björtu rödd og verið nefnd, „María Callas sveitasöngv- anna“ Patsy Cline heitir hún og söng perlur á borð við Walking after mid- night, Crazy, She’s got you, I fall to piec- es, Sweet dreams og margar fleiri, sem hittu margt ungmennið í hjartastað. En hér verður ekki sagt meira af Patsy Cline, heldur örlítið af ung- lingsstúlkunni LeeAnn Rimes, sem núna, 34 árum eftir lát Cline, getur náð það langt að verða arftaki hennar. Þær hafa vissulega margar komið fram á eftir CUne, góðu sveitasöngkonurnar, en hin aðeins liðlega 14 ára Rimes þykir fyrst fyrir alvöru að margra mati verðskulda að vera jafnað saman við stjörnuna heitnu. Það er ekki hvað síst há og ótrúlega þroskuð röddin, sem minn- ir á Cline, en Lee Ann, upprunnin frá Texas, var aðeins um 10 ára gömul þegar hún var uppgötvuð. Á fyrstu plötunni, Blue, sem kom út í fyrrasumar og sló öll sölumet, voru upptökurnar þó eldri, eða frá því að stúlkan var 12 ára. Á nýútkominni plötu, Unchanged melody (eftir hinu fræga samnefnda lagi sem hún syng- ur af list. Blue, sem varð svo vinsælt með henni sl. sumar er ekki heldur nýtt af nálinni. Það var upphaflega samið fyrir Patsy Cline, auðvitað) er svo líka um einhverjar eldri upptökur að ræða, eða frá því LeeAnn var aðeins 11 ára. Fór hún beina leið á toppinn í þarsíðustu viku og var þá Blue enn inn á topp tíu. Þykir þessi ótrúlega velgengni ungu stúlkunnar, sem svo í ofanálag er farin að fá m.a. Grammyverðlaun, lygasögu líkast og skyldi engan undra. Svo spyr fólk bara: Hvar endar þetta með stelp- una? LeeAnn Rimes hefur öðlast ótrúlega hylli, aðeins 14 ára gömul. 16 týrur Eins og lands- mönnum er kunnugt fór afhending íslensku tónlistarverð- launanna fram í ijórða sinn fyrir rúmum þremur vikum. f beinu framhaldi af þeim hefur svo geisla- plata verið gefin út á vegum Spors þar sem finna má 16 „lagatýrur" frá ár- inu 1996 með jafn- mörgum flytjend- um. Eiga þessir flytjendur það að sjálfsögðu sameig- inlegt að hafa komið meira og minna við sögu á verðlaunahátíð- inni, hlotið þær ýmsu viðurkenn- ingar sem í boði voru. Þar á meðal eru söngkona ársins og söngvari ársins, Emilíana Torrini og Páll Rósinkranz. Eiður Arnarsson bassaleikari ársins með Todmobile og Stefán Hilmarsson, sem var valinn lagahöfundur ársins ásamt fé- lögum sínum Friðriki Sturlusyni og Mána Svavarssyni, eru þarna líka með lög og félagarnir í Mezzoforte, Gunnlaugur Briem tromm- ari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðs- leikari og Óskar Guðjónsson saxafónleikari, sem allir fengu verð- launin í sínum flokkum, sömuleiðis. Botnleðja, flytjendur/Hljóm- sveit ársins, eru að sjálfsögðu þarna líka og það með lag ársins, Hausverkun og Bjartasta vonin, Anna Ilalldórsdóttir, einnig. Stefán Hilmarsson, lagahöfundur ársins 1996, lagið „Eins og er“ á íslensku tónlistarverð- launaplötunni. •Eins og sagt er frá hér ann- ars staðar á síðunni, er vel- gengni hinnar 14 ára sveita- poppsöngkonu, LeeAnn Rim- es með hreinum ólíkindum. Dugði ekkert minna en nýju plötuna frá rokksveitinni frá- bæru, Live, til að velta Lee- Ann úr toppsætinu í Banda- ríkjunum í síðustu viku. Nefn- ist platan sú Secret samadhi og virðist eftir þessari byrjun að dæma ætla að fylgja eftir vinsældum Throwing copper, a.m.k. hvað það varðar að ná toppsætinu. Hins vegar gæti það orðið erfiðara að selja plötuna jafnmikið, því TC seldist í meir en 10 millj. ein- taka. •Það er annars merkilegt við bandaríska plötusölulistann í síðustu viku, sem og reyndar að undanförnu, að hann end- urspeglar vel þann uppgang sem konur njóta nú í popp- heiminum. Eftir því sem næst verður komist eru nefnilega sjö af tíu bestseldu plötunum með konum meira og minna í aðalhlutverki. Þetta eru Lee- Ann með Unchanged melody í öðru sætinu, hin dularfulla nýstjarna Eryka með Baduzin í þriðja, No doubt með söng- konuna Gwen Stefani í farar- broddi með Tragic kingdom í ijórða, Spice Girls með Sice í því fimmta, kvikmyndaplatan Evita þar sem Madonna sjálf er allt í öllu í áttunda, Toni Braxton með Secrets í níunda og Celine Dion með Falling into you í tíunda. Stórmerki- legt. •Lagalistinn yfir 10 vinsæl- ustu lögin vestra er svo líka vel settur með konur. Spice girls eru á toppnum með Wannabe og Madonna, Toni Braxton og Eh vogue eiga þar svo lög líka. •í Bretlandi er nokkuð það sama á ferðinni, þó ekki alveg eins áberandi sé. Þar eru þær Dion, Braxton, Spice girls og Eh vogue t.a.m líka allar hátt á listum með plötur og No doubt á vinsælasta lagið, Don’t cry. Vegna vandræða með myndband sem kunn eru af fréttum, hefur Björk okkar blessaðri hins vegar ekki gengið alveg jafn vel með sitt nýjasta smáskífulag, I miss you. Það byrjaði að vísu vel, fór beint í 26. sæti smáskífu- listans fyrir hálfum mánuði, en féll svo strax út af topp 50 í síðustu viku. •Fugees, rapptríóið vinsæla, með vel að merkja söngkon- una ungu Lauryn Hill áber- andi í flokki, var að senda frá sér nýtt smáskífulag. Nefnist það Rumle in the jungle og er það fyrsta sem gefið er út af plötu í tengslum við kvik- myndina, We could be kings. Fjallar þessi mynd um einvígi hnefaleikakappanna Muhmmed Ali og George Foreman árið 1974, sem Ali vann. Eitthvað fyrir Bubba karlinn Morthens og aðra boxhunda. Live fer vel af stað með nýju plötuna sína.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.